Fréttir

ADAC prófar „Dieselgate“ bíla VW

Nú líður senn að því að fyrstu dísilbílarnir sem VW pústsvindlið, sem erlendis kallast Dieselgate nær til, verði innkallaðir til lagfæringar. Margir hafa af því áhyggjur að eftir lagfæringu verði bílar þeirra bæði aflminni og eyðslufrekari. FÍB fylgist vel með málinu í nánu samstarfi við systurfélögin í Evrópu.

Gríðarlegar stöðugjaldahækkanir Isavia í skjóli einokunar

Gríðarleg hækkun Isavia á bílastæðagjöldum við Leifsstöð er mjög ámælisverð fyrir ýmissa hluta sakir. Isavia, áður Flugmálastjórn, er opinber stofnun og þar með í eigu og þjónustu íslensks almennings, en dulbúin sem opinbert hlutafélag – fyrirtæki. Dulbúningurinn veitir stjórnendum Isavia skjól til að ráðskast með almenningseign eins og Keflavíkurflugvöll og Leifsstöð nokkurnveginn að geðþótta.

Hugsanlegur ágalli í Jeep rannsakaður í USA

Bandaríska umferðaröryggisstofnunin NHTSA hefur útvíkkað rannsókn á meintum ágalla í bílum frá Fiat-Chrysler. Rannsóknin hófst í september sl. og náði til rúmlega 400 þúsund bíla en nú nær hún til 865 þúsund bíla. Hún snýst um að kanna hættu á að bílarnir geti runnið af stað enda þótt ökumenn telji sig hafa sett skiptistöng þeirra í „Park“ eða P stöðu áður en þeir gengu frá þeim á stæði.

Ríkiseinokunarfyrirbærið Isavia ræðst að ferðalöngum

Ríkiseinokunarfyrirbærið Isavia sem eitt sinn hét Flugmálastjórn og rekur flugvelli landsins hefur boðað stórfelldar hækkanir á bílastæðagjöldum við aðal flughöfn Íslands; Leifsstöð við Keflavíkurflugvöll. Hækkanirnar eru frá 30 prósentum upp í 117 prósent. Hækkanir af þessu tagi eru órafjarri íslenskum efnahagsveruleika um þessar mundir. Hin nýja og stórhækkaða gjaldskrá tekur gildi 1. apríl nk. Það er ekki aprílgabb.

Milljarða sparnaður Oslóborgar af raf-strætisvögnum

Samkvæmt skýrslu frá Siemens og Volvo mun Oslóborg spara verulega á því að skipta út dísil- og brunahreyfilsknúnum strætisvögnunum og byrja að nota rafknúna vagna í þeirra stað. Jafnframt mun andrúmsloftið batna verulega – bókstaflega.

Sænsk barrtré til bílaframleiðslu

Talsvert umfangsmiklar rannsóknir og tilraunir standa nú yfir í Svíþjóð á vegum rannsóknastofnana sem lúta að því að þróa byggingarefni í bíla úr sænsku barrskógunum. Ekki snýst þetta þó um það að byggja timburbíla, heldur að vinna koltrefjar úr trjákvoðu barrtrjáa og nýta í yfirbyggingar, burðarvirki og meira að segja rafgeyma bíla. Í rannsóknahópnum er fólk frá sænska KTH tækniháskólanum og tæknifyrirtækjunum Innventia og Swerea Sicomp.

Hvert banaslys kostar 659,6 milljónir króna

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra svaraði í gær á Alþingi fyrirspurn Vilhjálms Árnasonar þingmanns, um kostnað heilbrigðiskerfisins af umferðarslysum. Fyrirspurnin var í nokkrum liðum og svörin varpa ljósi á þann mikla kostnað sem samfélagið ber af umferðarslysum. Fyrir utan kostnað heilbrigðiskerfisins þá fylgja umferðaslysum mannlegir harmleikir og annar samfélagslegur skaði.

Sérbyggður bíll Bobby Darin

Bandaríkjamaðurinn Bobby Darin var fjölhæfur og heimsþekktur söngvari og dægurlagahöfundur á sjötta og sjöunda áratuginum. Meðal sígildra laga hans eru Eighteen Yellow Roses eða 18 rauðar rósir. Hann eignaðist sérsmíðaða bílinn DiDia 150 árið 1961 og greiddi fyrir hann 150 þúsund dollara sem á gengi dagsins í dag jafngildir 1,5 milljón dollurum. Árið 1961 þótti kaupverðið vera svo rosalegt að það var skráð í heimsmetabók Guinness sem hið hæsta sem nokkru sinni hefði verið greitt fyrir fólksbíl.

Síðasti gamaldags Landróverinn

Síðasti gamaldags Landróverinn – Land Rover Defender - rann af færibandinu í Solihull verksmiðjunni í Bretlandi á föstudaginn var, þann 29. janúar. Þar með lauk lengstu samfelldu – 68 ára - fjöldaframleiðslusögu eins sama bílsins. Síðasti Landróverinn á föstudaginn fór ekki á götuna heldur var ekið beint á safn.

Nýtæknin gerir framrúðuskiptin dýrkeypt

Margskonar nýtísku tæknibúnaður og öryggiskerfi í bílum hafa gert framrúðuskipti bæði bæði erfið, flókin og dýr. Eftir framrúðuskipti er mikilvægt er að ganga frá og stilla skynjara og myndavélar í nýju framrúðunni rétt svo allt virki eins og áður.