Fréttir

Tívolí-Musso?

SsangYong Musso frá S. Kóreu var talsvert vinsæll jeppi hér á landi um skeið. Nú er kominn fram nýr bíll frá SsangYong. Það er jepplingur sem hefur gerðarheiti sem minnir á Kaupmannahöfn – Tivoli. SsangYong hefur átt í rekstrarörðugleikum undanfarin ár en er nú komið í eigu indverska bílaframleiðandans Mahindra.

Skoda tengiltvinn-jepplingur

Skoda sýnir frumgerð tengiltvinn-jepplingsins Vision S á bílasýningunni í Genf sem senn verður opnuð. Genfarsýningin er viðeigandi staður því þar viðra bílaframleiðendur í Evrópu nýjungar sínar og framtíðarsýn.

Maserati jeppi

Ítalska lúxusmerkið Maserati sem er hluti Fiat-Chrysler samsteypunnar sýnir sinn fyrsta jeppling á bílasýningunni í Genf eftir rúma viku. Framleiðslan er hafin á bílnum og salan hefst með vorinu.

Bíll ársins 2016 í Evrópu

Sjö bílar eru komnir í lokaval á bíl ársins í Evrópu 2016. Úrslit verða tilkynnt við opnun bílasýningarinnar í Genf eftir tvær vikur.

Ný Bosch tækni gerir gömlu bílana öruggari

Intelligent Transport Management System (iTraMS) nefnist nýr tæknibúnaður sem þróaður hefur verið hjá Bosch í Indlandi, Þennan búnað má auðveldlega setja í alla bíla, ekki bara nýja á framleiðslustigi heldur líka eldri bíla. Með þessu kerfi í sem allra flestum bílum vonast Bosch til að stuðla að öruggari umferð og umhverfismildari.

GM innkallar 200.000 Saab og Saturn bíla með Takata loftpúðum

General Motors innkallar um þessar mundir um 200.000 bíla af gerðunum Saab og Saturn í N. Ameríku. Innköllunin er hluti af mun stærra máli sem er innköllun á meir en 5 milljón bílum af ýmsum tegundum og gerðum sem eiga það sameiginlegt að vera búnir loftpúðum frá japanska framleiðandanum Takata.

Opel Ampera-e og Chevrolet Bolt – einn rafbíll undir tveimur merkjum

General Motors er að hefja fjöldaframleiðslu á nýjum meðalstórum rafmagns- fólksbíl sem nefnist Chevrolet Bolt. Á bílaráðstefnu í Bochum í Þýskalandi í sl. viku greindi Mary Barra forstjóri GM frá því að senn hæfist fjöldaframleiðsla á nýjum og mjög langdrægum rafmagnsbíl hjá Opel; Opel Ampera-e. Nú er svo komið í ljós að um er að ræða einn og sama bíl undir tveimur undirmerkjum GM og verður hann framleiddur í Bandaríkjunum undir báðum nöfnum.

Sektað fyrir farsímanotkun í akstri

Umferðarlögreglan í Danmörku fór dagana 1.-7. febrúar í sérstakt átak gegn aðgæsluleysi ökumanna og hjólandi í umferðinni og sektaði grimmt þá sem staðnir voru að brotum sem greinilega voru framin vegna þess að hugurinn var víðsfjarri akstrinum.

Skoda Roomster sleginn af

Fjölnotabíllinn Skoda Roomster er ekki lengur framleiddur. Framleiðslunni var hætt í desember sl. og ólíklegt að annar fjölnotabíll leysi hann af hólmi.

Stjórn FÍB mótmælir sjálftöku Isavia

Ályktun stjórnar FÍB um fyrirhugaða ofurhækkun Isavia á bílastæðagjöldum send Isavia og ráðherrum fjármála og innanríkismála. Í henni er þess krafist að fyrirhugaðar hækkanir sem taka eiga gildi 1. apríl verði afturkallaðar.