20.06.2023
Útibú bílaframleiðandans Tesla verður opnað á Akureyri í lok árs 2024 eða byrjun árs 2025. Útibúið verði við Baldursnes, í nýbyggingu sem reist verður á lóðinni sunnan við BYKO.
19.06.2023
Vegagerðin og Hafnarfjarðarbær hafa undirritað samning um kostnaðarskiptingu vegna framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns að því er fram kemur í tilkynningu.
16.06.2023
Umgjörð almenns ökunáms (B-réttinda) er nú orðin stafræn. Allir ferlar sem ökunemar, ökukennarar og ökuskólar nýta vegna námsins eru orðnir stafrænir og pappír heyrir því að mestu sögunni til. Markmiðið með verkefninu er að einfalda ökunámsferlið, bæta þjónustu og fækka snertiflötum milli stofnana.
16.06.2023
Bílaumboðið Askja hefur hafið sölu á smart en um er að ræða línu af rafbílum frá þessum þekkta framleiðanda. Bíllinn var frumsýndur hér á landi í vikunni.
14.06.2023
Þingsályktunartillaga innviðaráðherra um nýja samgönguáætlun var kynnt í gær. Meðal þess sem fjallað er um í áætluninni er forgangsröðun um uppbyggingu jarðganga og kemur fram að rúmlega 900 milljörðum króna verði varið í samgönguframkvæmdir næstu fimmtán árin.
13.06.2023
Fjölmenni sótti ráðstefnu innviðaráðuneytisins um öryggi í samgöngum, sem haldin var þriðjudaginn 6. júní, undir yfirskriftinni Á réttri leið. Það var samdóma álit fyrirlesara að með samtakamætti, fræðslu og markvissri stefnumótun hefði tekist að stórbæta öryggi í samgöngum á síðustu áratugum. Öryggisáætlanir fyrir umferð, siglingar og flug miði stöðugt að því að fækka slysum með markvissum aðgerðum og mælikvörðum sem gera okkur kleift að læra af reynslunni og meta árangur.
12.06.2023
Stærsti hraðhleðslugarður landsins var formlega tekinn í notkun fyrir helgina en hann er staðsettur við Aðaltorg í Reykjanesbæ, steinsnar frá Keflavíkurflugvelli. Breska hraðhleðslufyrirtækið InstaVolt stendur að uppbyggingunni í samstarfi við HS Orku. Alls eru 20 hleðslustöðvar aðgengilegar við Aðaltorg en InstaVolt áformar að byggja upp 200 nýjar hleðslustöðvar víðs vegar um landið á næstu tveimur árum.
08.06.2023
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í maí dróst saman um 1,5 prósent. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem mælist samdráttur á svæðinu sem er ólíkt því sem gerðist á Hringveginum. Eigi að síður hefur umferðin fyrstu fimm mánuði ársins aukist um 5,3 prósent sem er veruleg aukning að því er fram kemur í tölum frá Vegarerðinni.
05.06.2023
Brimborg og e1 hafa hafið samstarf og opnað tvær fyrstu hraðhleðslustöðvar Brimborgar sem eru nú aðgengilegar öllum rafbílanotendum í gegnum e1 appið. Brimborg styður með þessum hætti við íslensk sprotafyrirtæki og hraðar orkuskiptunum með því að auðvelda rafbílanotendum að hlaða allar stærðir og gerðir rafbíla.
05.06.2023
Umferðin í nýliðnum maí á Hringveginum jókst um 2,3 prósent miðað við sama mánuð fyrir ári síðan. Frá áramótum hefur umferðin aukist um 10 prósent og útlit er fyrir að umferðin í ár aukist jafn mikið. Þetta er mjög mikil aukning. Umferðin í maí hefur aldrei verið meiri að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.