Fréttir

Metumferð á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í mars jókst um ríflega átta prósent frá sama mánuði fyri ári síðan. Þetta er metumferð og reyndist umferðin 7,5 prósentum meiri en í fyrra metári sem var árið 2019. Umferðin fyrstu mánuði ársins hefur aukist um heil 11 prósent og er það einnig met fyrir árstímann að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Enn metumferð á Hringvegi

Samkvæmt nýjum tölum frá Vegagerðinni heldur umferðinni áfram að aukast mikið á Hringveginum. Hún jókst um 13 prósent í mars og hefur umferðin þá aukist verulega í öllum mánuðum þessa árs. Umferðin hefur aldrei verið meiri en hún reyndist núna eða 3,5 prósentum meiri en í mars árið 2018.

3.496 nýskráningar fyrstu þrjá mánuði ársins

Þegar þrír mánuðir eru liðnir af þessu ári er Tesla söluhæsta bílategundin. Nýskráningar eru 620 í Tesla og bara í marsmánuði einum voru þær 443. Hlutdeild Tesla er 17,2% af markaðnum að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Samið um malbikun upp á 1,7 milljarða

Samið hefur verið við Colas Ísland um malbikun á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Suðurlandi árin 2023 og 2024 með möguleika á framlengingu um eitt ár. Skrifað var undir samninginn fyrr í vikunni að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegarðinni.

Rafskútuleigur í París heyra sögunni til

Rafskútuleigur í París heyra sögunni til. Þetta var ljóst eftir niðurstöður í atkvæðagreiðslu sem íbúar Parísar tóku þátt í. Samningar við rafskútufyrirtæki verða ekki endurnýjaðir. Bannið mun ekki ná til rafskúta í einkaeigu en rafskútur til leigu hfa notið mikilla vinsælda og þótt góður ferðamáti.

Lokaákall um aðgang að ökutækjagögnum í Evrópu

Í dag halda fulltrúar bíleigenda- og neytendasamtaka í samvinnu við samtök fyrirtækja innan bílgreina- og samgöngugeirans í Evrópu blaðamannafund og krefjast aðgangs að gögnum sem safnað er miðlægt frá ökutækjum. Þetta er lokaákall til forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, um sértæka löggjöf sem tryggir aðgang að ökutækjagögnum.

Wuling Bingo EV fyrirferðarlítill og snotur

Það er lítið framboð af litlum og ódýrum rafbílum á markaðnum í dag en á því gætu orðið breytingar á komandi misserum. Kínverski samstarfsaðili GM, Wuling, kynnti í dag nýjan og spennandi lítinn rafbíl á bílasýningunni í Sjanghæ. Wuling er í eigu kínverska bílaframleiðandans SAIC Motor (50,1%), og GM (44%).

Bann við sölu bensín- og dísilbíla tekur gildi í Evrópusambandinu árið 2035

Stjórnvöld i Þýskalandi hafa eftir langar og strangar viðræður við Evrópusambandið loksins komist að samkomulagi um bann við sölu á bensínbílum í sambandinu árið 2035.

Fjármálaráðherra hugnast vel tillögur FÍB

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að tillögur Félags íslenskra bifreiðaeigenda um kílómetragjald á bifreiðaeigendur í samræmi við þá vinnu sem stendur yfir í fjármálaráðuneytinu. Hann hugnist vel tillögur FÍB um breytingar á gjaldtöku af bifreiðaeigendum.

Formaður samgöngunefndar fagnar tillögu FÍB um kílómetragjald

Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og formaður Umhverfis- og samgöngunefndar, tek­ur vel í til­lögu Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda (FÍB) um kíló­metra­gjald. Hann seg­ir að gjaldið sé góður grunn­ur að fjár­mögn­un vega­kerf­is­ins. Han segist fagna fagna því að bif­reiðaeig­end­ur komi með svona til­lögu og hugsi í lausn­um. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli hans í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.