18.04.2016
FÍB hefur fengið Björn Elíeser Jónsson tölvunarfræðing til að smíða farsímaforrit eða app sem myndar holur í yfirborð vega og gatna og sendir myndina ásamt nákvæmri staðsetningu í tölvupósti til FÍB sem kemur síðan upplýsingunum á framfæri við veghaldara. Appið styrkir stöðu þeirra sem orðið hafa fyrir tjóni að fá tjón sitt bætt.
18.04.2016
„Ég er forsjóninni þakklátur fyrir að geta skrifað þennan bloggpistil til að styðja forvarnarstarf, úr því að eina hlið þess ber á góma í fréttum,“ skrifar Ómar Ragnarsson á bloggi sínu. Ómar, sem var á reiðhjóli þegar hann lenti í árekstri við bíl á gangbraut á mótum Miklubrautar og Grensásvegar í liðinni viku, segir að reiðhjólahjálmur hans hafi varið höfuð hans í tvígang í slysinu.
11.04.2016
Þýska umferðarstofan hefur eftir rannsóknir sínar undanfarna mánuði komist að þeirri niðurstöðu að Volkswagen sé eini bílaframleiðandinn sem beinlínis setti búnað í dísilfólksbíla til þess að falsa og fegra niðurstöður mengunarmælinga á bílunum.
11.04.2016
PSA Group (Peugeot – Citroen) hyggst ná fótfestu á bandaríska bílamarkaðinum. Forstjórinn, Carlos Tavares ætlar að vinna að því samkvæmt tíu ára áætlun. Fyrsta skref hennar er að koma upp bílasamnýtingarfélögum og skyldri samgönguþjónustu í Bandaríkjunum. Gangi það upp yrði næsta skref að hefja almenna sölu bíla. Bílar frá PSA hafa ekki verið í boði í Bandaríkjunum um langt árabil.
11.04.2016
Bílatímaritið Auto Express hefur tekið saman lista yfir vinsælustu bílana í Bretlandi síðastliðna hálfa öld – frá 1965 til ársins 2015. Breski bílaiðnaðurinn stóð í nokkrum blóma árið 1965 en það voru blikur á lofti. Almenningur var hvattur til að „versla í heimabyggð“ og fá sér breska bíla frekar en innflutta og hvatningin var –We´re backing Britain (við styðjum Bretland).
06.04.2016
Polestar í Gautaborg í Svíþjóð er sú deild Volvo sem uppfærir Volvóbíla og breytir þeim úr venjulegum fólksbílum í keppnisbíla og ofursportbíla, ekki ósvipað AMG hjá Mercedes og Abarth hjá Fiat svo eitthvað sambærilegt sé nefnt. Nú er Polestar að byrja slíka vinnu við Volvo S60 og V60 gerðirnar. Eftir breytingarnar verða þessir virðulegu fjölskyldubílar orðnir að hraðskreiðustu og aflmestu Volvóbílum nokkru sinni.
06.04.2016
Hvað er það í umferðarhegðun annarra ökumanna (annarra en manns sjálfs auðvitað!) sem mest reynir á taugarnar? Nú hefur þetta verið kannað í Noregi fyrir bíltæknirisann Continental, og niðurstöðurnar eru allrar athygli verðar.
06.04.2016
Þessi nýja týpa er mun laglegri en miður fallegi forverinn. Farið er samankreppta, vandræðalega andlistfall IX35 og inn kemur tignarlegra og heilsteyptara útlit. Satt að segja er nýi Tucsoninn einn myndarlegasti smájeppinn á markaðnum í dag að mati greinarhöfundar.
05.04.2016
Hlutdeild rafmagnsins sem orkugjafa fyrir bíla stækkar stöðugt í Evrópu og hlutfall rafbíla og tengiltvinnbíla í nýskráningum vex hratt og um leið lækka meðalgildi CO2 útblásturs. Samkvæmt tölulegum upplýsingum frá norskum umferðaryfirvöldum er Noregur ekki bara fremsta rafbílaland heimsins heldur líka orðið það land sem nýskráði hlutfallslega fleiri tengiltvinnbíla fyrstu þrjá mánuði ársins en nokkurt annað ríki.