Fréttir

Of kalt og of misheitt malbik?

Er það meginástæða útbreiddrar holumyndunar í íslenska malbikinu? Þýskur sérfræðingur með fyrirlestur um málið hjá Vegagerðinni í dag.

Forstjóri VW boðar tillögu að lausn

Matthias Müller forstjóri VW segist munu leggja til við bandarísk stjórnvöld að nýr hvarfakútur verði settur í útblásturskerfi þeirra 430 þúsund VW bíla í Bandaríkjunum sem voru útbúnir með svikahugbúnaði sem fegrar mæld útblástursmengunargildi.

Danska bílasvikamyllan á Íslandi

Íslensku fjölmiðlarnir tóku vel við sér eftir að FÍB birti frétt um svikamyllu dansks hrapps í bílaviðskiptum. Hér má sjá þáttinn sem sýndur var í gærkvöldi á DR1. Næstu tveir verða svo sýndir fimmtudagana 14. og 21. janúar

Rúgbrauð framtíðarinnar?

Fyrstu Volkswagen rúgbrauðin; sendi- og fólksflutningabílarnir sem höfðu gerðarheitin T1 til T3 nutu mikilla vinsælda og heillegir bílar af árgerðunum frá ca. 1955-1974 eru orðnir verðmætir safngripir. Af og til mörg undangengin ár hefur Volkswagen sýnt hugmyndabíla á bílasýningum sem áttu að fanga að einhverju leyti anda gömlu rúgbrauðanna, en síðan látið þar við sitja.

Stolnir bílar skráðir á Íslandi

Neytendaþátturinn Kontant í danska ríkissjónvarpinu DR1 hefur undanfarið rakið langan og fjölbreyttan svikaferil dansks „athafnamanns“ sem heitir Karsten Meyerdahl. Karsten þessi hefur m.a. átt í viðskiptum með notaða bíla og selt nokkra þeirra til Íslands. Fréttamaður sjónvarpsstöðvarinnar hefur rakið nákvæmlega feril tveggja þessara bíla, beggja stolinna, sem seldir voru til Íslands. Annar er Mercedes Sprinter sendibíll, hinn Porsche Boxter. Báðir eru nú skráðir hér og á íslenskum skráningarnúmerum.

USA í mál við Volkswagen

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur höfðað mál gegn Volkswagen og krefst allt að 90 milljarða dollara skaðabóta fyrir meint lagabrot, m.a. gegn umhverfisverndarlögum

Dagljósin og ES-tilskipunin frá 2011

Árið 2011 gaf ESB út tilskipun um dagljós bíla sem tæpast er hægt að segja að hafi verið til bóta í löndum þar sem um árabíl hafði verið skylt að aka með ökuljósum allan sólarhringinn. Samkvæmt tilskipuninni frá 2011 skal dagljósabúnaður bíla kveikja sjálfvirkt á sérstökum ökuljósum framan á bílnum en ekki á ljósum aftan á bílnum eins og áður var. Danir krefjast breytinga til fyrra horfs.

Sjötugustu VW-jólin í Wolfsburg

Á nýliðnum öðrum degi jóla voru 70 ár síðan fjöldaframleiðsla hófst á Volkswagen bjöllunni