01.02.2016
Síðasti gamaldags Landróverinn – Land Rover Defender - rann af færibandinu í Solihull verksmiðjunni í Bretlandi á föstudaginn var, þann 29. janúar. Þar með lauk lengstu samfelldu – 68 ára - fjöldaframleiðslusögu eins sama bílsins. Síðasti Landróverinn á föstudaginn fór ekki á götuna heldur var ekið beint á safn.
28.01.2016
Margskonar nýtísku tæknibúnaður og öryggiskerfi í bílum hafa gert framrúðuskipti bæði bæði erfið, flókin og dýr. Eftir framrúðuskipti er mikilvægt er að ganga frá og stilla skynjara og myndavélar í nýju framrúðunni rétt svo allt virki eins og áður.
28.01.2016
Með vorinu hefjast framkvæmdir við að gera aðalveginn milli Hamborgar til Stokkhólms annarsvegar og Osló hinsvegar að „grænum“ vegi. Það sem felst í þessu er að komið verður upp 70 hraðhleðslustöðvum fyrir rafbíla og tveimur áfyllingarstöðvum fyrir bíla sem ganga á LNG gasi (metangasi í fljótandi formi). Það er fjölþjóðlega evrópska orkufyrirtækið E.ON sem stendur að þessari framkvæmd sem áætlað er að taki þrjú ár.
27.01.2016
Margir hrífast af sjálfkeyrandi bílum og vonast til að með fjölgun þeirra muni umferðarslysum stórlega fækka og það því meir sem sjálfkeyrslubílunum fjölgar. Sjálfkeyrandi tilraunabílar frá t.d. Google, Tesla Motors, Mercedes o.fl eru þegar á vegum og götum og á næsta ári ætlar Volvo að hleypa 100 sjálfkeyrandi tilraunabílum út í Gautaborgarumferðina í Svíþjóð.
27.01.2016
Ertu á aldrinum 18-22 ára? Hvernig verður umferðin í framtíðinni? Hvernig viltu að hún verði?
26.01.2016
90 þúsund dísilfólksbílar VW samsteypunnar, þar af 50 þúsund VW bílar, verða innkallaðir í Danmörku til lagfæringa á útblæstri þeirra. Vinnu- og tímaáætlun liggur fyrir, en áður en innkallanirnar geta hafist verða yfirvöld að meta áætlanirnar og hvort þær séu fullnægjandi.
25.01.2016
Aldrei fyrr hafa selst jafn margir nýir bílar í tveimur mestu bílaríkjum heims; Kína og Bandaríkjunum, eins og árið 2015. Samanlagt voru 38,6 milljón bílar nýskráðir. Af þeim keyptu Bandaríkjamenn 17,5 milljón bíla og Kínverjar 21 milljón bíla. Miðað við árið 2014 jókst sala nýrra bíla um 5,7 prósent í Bandaríkjunum frá 2014 og um 7,3 prósent í Kína.
25.01.2016
Jean Todt forseti FIA átti nýlega, ásamt fylgdarliði, fund með Frans páfa í Vatikaninu í Róm. Umræðuefnið var umferðarslysaváin í heiminum og baráttan gegn henni. Frans páfi lýsti eindregnum stuðningi við alþjóðlegt átak gegn umferðarslysavánni, ekki síst þann hluta þess sem lýtur að því að tryggja öryggi 1,8 milljarðs barna sem daglega hætta lífinu í umferðinni sem víða er mjög hættuleg börnum, sérstaklega í fátækari ríkjum.
21.01.2016
Kontant; neytendadagskráin í danska sjónvarpinu hefur nú sýnt tvo af þremur þáttum sínum um Danann, Karsten Meyerdahl, sem hefur braskað með notaða bíla og m.a. selt stolna bíla til Íslands. FÍB fréttir spurðu Þórólf Árnason forstjóra Samgöngustofu um málið og nú hafa borist svör undirrituð af upplýsingafulltrúa stofnunarinnar. Svörin eru því miður fátækleg og skýra fátt af því sem um var spurt. Því miður.
21.01.2016
Eftir tvö ár kemur fyrsti fjöldaframleiddi rafbíllinn frá Audi - fjórhjóladrifinn jepplingur - á markað. Hann verður framleiddur í verksmiðju Audi í Brussel og þar verða einnig rafhlöðurnar í bílinn framleiddar.