Fréttir

Fullkomlega gagnslaust FME– sóun á fjármunum

„Stundum getur Skjóðan ekki varist þeirri tilhugsun að íslenska Fjármálaeftirlitið sé í raun fátt annað en sóun á fjármunum. Öryggið sem FME veitir er falskt,“ segir m.a. í ritstjórnarpistlinum Skjóðan í Markaðinum, blaðhluta Fréttablaðsins í dag um viðskipti.

Innkallanir á VW dísilbílum dragast enn á langinn

Reuters fréttastofan hefur eftir þýska blaðinu Bild í dag að það muni dragast um minnst sex vikur enn að hefja innkallanir um 2,5 milljón dísilbílum VW í Þýskalandi til að lagfæra svikahugbúnað bílanna.

Sólarorkuhleðslustöðvar fyrir 150 Renault ZOE

Fulltrúar Renault bílaframleiðandans í Frakkllandi, borgarstjóri Utrechtborgar í Hollandi og fulltrúar tækni- og orkufyrirtækja undirrituðu í Parísarborg sl. föstudag viljayfirlýsingu um fransk-hollenskt samstarf við að koma á fót neti sólarorkuknúinna hleðslustöðva fyrir rafmagnsbíla í báðum löndunum.

Hillary Clinton vill hertar kröfur til bílaframleiðenda

Hillary Clinton sagðist á kosningafundi í Ohio vilja herða kröfur á hendur bílaframleiðendum þannig að bílar á bandaríkjamarkaði þyrftu að vera að minnst 45% samsettir úr hlutum framleiddum innan Bandaríkjanna til að mega kallast „Made in USA“ eða búinn til í BNA

FÍB bílaprófun - Lexus NX

Bílaprófanir FÍB eru framkvæmdar af Róberti Má Runólfssyni, bílablaðamanni og Stefáni Ásgrímssyni, ritstjóra. Hér birtast greinar sem ritaðar hafa verið frá árinu 2011 og munu nýjar bætast við reglulega.

Framleiðsla VW Phaeton hættir

Síðasti Volkswagen Phaeton lúxusbíllinn rennur af færibandinu í Dresden verksmiðju VW um næstu mánaðamót. Þá verður framleiðslunni hætt endanlega og ekkert kemur í staðinn.

Renault stórjepplingur

Hjá Renault er nú verið að reynsluaka og leggja lokahönd á nýjan stóran jeppling, Renault Maxthon.

Tólf karlar og fjórar konur létu lífið í umferðinni árið 2015

Alvarleg staða er uppi varðandi þróun slysa í umferðinni á Íslandi. Samgöngustofa hefur gefið út slysaskýrslu umfeðarslysa á Íslandi fyrir árið 2015 og þar kemur fram að árið 2015 var slæmt ár varðandi tíðni umferðarslysa. Fjöldi alvarlega slasaðra stendur í stað á milli ára en töluverð aukning er á fjölda líðið slasaðra og fjöldi látinna fjórfaldaðist á milli ára. Þessar tölur eru enn meira sláandi fyrir þær sakir að stjórnvöld hafa á liðnum árum dregið verulega úr fjárveitingum til slysa- og forvarna í umferðinni.

Baráttunni er ekki lokið þó tryggingafélögin hafi lagt á flótta

VÍS og Sjóvá hafa tilkynnt að fyrri tillögur um græðgislegar arðgreiðslur verði dregnar til baka. Það er sjálfsagt réttlætismál, en skiptir hins vegar litlu máli fyrir tryggingataka að öðru óbreyttu. Félögin hafa ekki dregið til baka áform um að hækka iðgjöld. Þau hafa ekkert upplýst..

VÍS lækkar arðgreiðslu úr fimm milljörðum í tvo

Fyrir stundu var það tilkynnt á heimasíðu tryggingafélagsins VÍS að stjórnarfundur þess hefði í dag ákveðið að leggja breytingartillögu fyrir aðalfund félagsins á morgun við fyrri tillögu sína um fimm milljarða arðgreiðslu til hluthafa en greiða þess í stað upphæð sem nemur hagnaði síðasta árs eða „einungis" 2,067 milljarða kr.