25.08.2017
Við opnun Costco í maí sl. birtust á fréttavef FÍB upplýsingar um verð á nokkrum bílavörum sem þar voru til sölu og verðin á sömu vörum hjá öðrum fyrirtækjum. Hér eru nýjar upplýsingar um verð á Rain-X rúðuhreinsi og regnfilmu í 500 ml. úðabrúsa.
24.08.2017
FÍB kannaði verð á tveimur smurolíutegundum þann 18. ágúst hjá Costco, N1 og Olís, líkt og fram hefur komið. Samkvæmt heimasíðu N1 hefur Mobil 1 0W-40 í 4 lítra umbúðum nú verið lækkað úr 10.425 í 8.413 krónur sem er lækkun um 2.012 krónur eða um 19,3%. Við þetta fer verðmunurinn á milli Costco og N1 miðað við sama magn úr 201% í 143%.
21.08.2017
Félagsmönnum og lesendum til glöggvunar koma hér upplýsingar um verð á synþetískum smurolíum fyrir bensín- og dísillvélar í fólksbílum sem seldar eru hjá Costco. Til samanburðar birtum við verð á sömu smurolíum hjá tveimur olíufélögum sem fram að þessu hafa verið helstu söluaðilar þessara vörumerkja hér á landi.
18.08.2017
Innkoma Costco á íslenska markaðinn hefur haft mikil áhrif á vöruverð. FÍB hefur áður borið saman verð á nokkrum bílavörum, frá sama framleiðanda, annars vegar hjá Costco og hins vegar hjá öðrum rótgrónum íslenskum verslunarfyrirtækjum. Hér undir er samanburður á verði einnar vöru sem margir þekkja eða WD-40 í 450 ml spreybrúsa með strái. Eftir helgi mun FÍB upplýsa um verðsamanburð á fleiri bílavörum.
18.08.2017
Átakið Höldum fókus 3 stendur yfir dagana 18.-23. ágúst. Sjóvá, Samgöngustofa, Síminn og Tjarnargatan standa fyrir átakinu en markmið þess er að draga úr farsímanotkun undir stýri.
16.08.2017
Samkvæmt nýrri rannsókn sem unnin var fyrir tryggingafélagið Sjóvá þá nota 83% framhaldsskólanema snjallsíma við akstur. Þetta eru sláandi tölur og sýnir að snjallsímanotkun undir stýri er aðför að öryggi vegfarenda hér á landi.
14.08.2017
Brimborg frumsýndi um helgina nýjan Mazda CX-5. Nýr Mazda CX-5 hefur verið endurhannaður að utan sem innan. Hann er hannaður og smíðaður til þess að njóta akstursins. Mazda bílar eru hannaðir af ástríðu, hvert einasta smáatriði vel ígrundað og úthugsað.
11.08.2017
Dacia sem BL kynnti sem nýtt bílamerki hjá fyrirtækinu haustið 2012 er nú orðið tíunda mest selda merki landsins og með sölu á áþekku róli og Skoda. Það sem meira er, er að Dacia Duster trónir nú á toppi sölulistans þegar kemur að sportjeppunum.
10.08.2017
Daimler jók mjög sölu á Mercedes-Benz sendibílum á fyrri hluta ársins. Alls afhenti Daimler 190.200 nýja Mercedes-Benz sendibíla á fyrstu sex mánuðum ársins sem er met hjá fyrirtækinu.
09.08.2017
Umferð á höfuðborgarsvæðinu jókst um tæp tíu prósent í júlí miðað við sama mánuð í fyrra og er þetta heldur meiri aukning er varð á Hringveginum í sama mánuði.