04.09.2017
FÍB hefur fengið fjöldann allan af ábendingum varðandi gervigangbrautir en hvað er gervigangbraut? Við tökum hér eitt lítið dæmi af mörgum.
04.09.2017
Kafarar í Frakklandi komu auga á bíl í tjörn einni í bænum Châlons-en-Champagne sem er um 100 mílur austur af París núna fyrir helgina.
04.09.2017
Umferð var hleypt á nýja brú yfir Morsá í síðustu viku og er þá ekki lengur ekið yfir lengstu brú landsins Skeiðarárbrú. Þegar vatn fór að renna í vestur og ekki lengur í farveg Skeiðarár var ljóst að þörfin fyrir þessa, á sínum tíma, gríðarlega mikilvægu brú var ekki lengur til staðar. Jökulinn hopar og vatnið fer annað, því var byggð brú yfir Morsá bergvatnsá sem eftir stendur.
01.09.2017
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 269 Hyundai bifreiðum. Um er að ræða Santa FE bifreiðar framleiddar á árnunum 2012-2016.
01.09.2017
Laugardaginn 2. september kl. 12 – 16 verður fyrsta stórsýning haustsins hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ á Selfossi og Akureyri.
31.08.2017
Ef drög að breytingum á reglugerð um ökuskírteini verða að veruleika verður heimilt að taka bílpróf á sjálfskipta bifreið og verða ökuréttindin þá takmörkuð við slíkan bíl en þetta er meðal annars sem kemur fram á mbl.is.
31.08.2017
Neytendastofu hefur borist tilkynning um að Toyota muni innkalla 314 Toyota Hilux á Íslandi framleidda á tímabilinu apríl 2016 til febrúar 2017. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að í einstaka bílum geti festing sem heldur rafleiðslum aftan við stýrisöxul verið laus.
29.08.2017
Á haustin þegar skólar hafa aftur tekið til starfa erum við hjá FÍB að rýna í gönguleiðir barna í skólann og öðrum öryggisþáttum sem að þeim lúta. Við höfum tekið gangbrautir fyrir í gegnum árin, athugað öryggisgildi þeirra og eins hvort merkingar séu til staðar. Sveitafélög eru mjög misjöfn í þessum efnum, meðan Hafnarfjörður og Kópavogur standa sig þokkalega í þessum efnum, er merkingum í Reykjavík sumstaðar ábótavant.
28.08.2017
Góð afkoma stærstu tryggingafélaganna í landinu ætti að gefa tilefni til að lækka iðgjöld en þetta er meðal annars sem kemur fram í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í Fréttablaðinu í dag.
28.08.2017
Í vinnslu er nýtt deiliskipulag fyrir Hringveginn (1) um Vesturlandsveg frá sveitarfélagsmörkum við Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngum. Um er að ræða u.þ.b. 14 kílómetra kafla. Ekki liggur enn fyrir hvenær ráðist verður í þessa framkvæmd en um er að ræða 14 km vegakafla.