09.07.2017
Um helgina urðu merk tímamót þegar hulunni var svipt af rafbílnum Model 3 sem rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að setja á almennan markað síðar í sumar.
09.07.2017
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 4 Toyota Proace sendibílum, framleiðslutímabil 2016-2017.
06.07.2017
Umferðin á Hringveginum í júní jókst um tæp 13 prósent sem er gríðarlega mikil aukning og sú mesta milli júnímánaða. Þetta kemur fram í samantekt Vegagerðarinnar.
30.06.2017
Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins fjallaði í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær um mögulegt bann við nagladekkjum í Reykjavík.
26.06.2017
Það þarf rétt eldsneyti, rétta smurolíu og viðeigandi viðhald til að tryggja eðlilega endingu og mjúkan gang bensín- og dísilvéla. Sérfræðingar frá þýska skoðunarfyrirtækinu DEKRA, sem er öflugasta bílaskoðunarfyrirtæki Evrópu, segja að gott eftirlit og viðhald dragi verulega tíðni alvarlegra vélarbilana.
21.06.2017
- Vilja fjölga eldsneytisdælum
13.06.2017
Hópbílar fengu á dögunum afhenda glæsilega hópferðabifreið af gerðinni Setra S 519 HD. Bíllinn er framleiddur í verksmiðju EvoBus í Ulm í Þýskalandi og er 15 metra langur og búinn 69 farþegasætum. Sætin eru einstaklega þægileg og öll búin öryggisbeltum.
13.06.2017
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 14 bifreiðum af gerðinni Hyundai H1 TQ, framleiðsluár 2015-2016.
12.06.2017
Costco í Kauptúni í Garðabæ lækkaði í dag verð á bensíni og dísel. Lítrinn af bensíni kostar 166,90 krónur en fyrir lækkunina kostaði hann 169,30 krónur. Lítrinn af dísel kostar í dag 158,9 krónur en var 161,90 krónur fyrir lækkunina.
12.06.2017
Vegur 208 sem liggur í Landmannalaugar í friðlandinu Fjallabaki var opnaður fyrir helgina. Opnunin er mun fyrr en undanfarin ár, en snjólétt er á þessum hluta friðlandsins.