Fréttir

Dæmd sek að aka um á vanbúnum bíl og valda slysi

Hæstiréttur staðfesti í síðustu viku dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir konu og manni fyrir að hafa ekið um á vanbúnum bíl og valdið slysi í Hveradalsbrekku á Hellisheiði árið 2014 með þeim afleiðingum að ökumaður og farþegi bifreiðar sem kom úr gagnstæðri átt slösuðust. Þetta kom fram á mbl.is.

Möguleiki á hálkumyndun á norðanverðu landinu

Búast má við slyddu eða jafnvel snjókomu á fjallvegum NA-til á landinu í dag og á morgun með tilheyrandi möguleika á hálkumyndun. Akstursskilyrði geta spillst og ökumönnum eindregið ráðlagt að búa sig miðað við aðstæður.

Mikil aukning umferðar á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um tæp átta prósent í nýliðnum maí mánuði miðað við sama mánuð í fyrra. Aldrei áður hefur umferðin í maí aukist jafn mikið. Frá áramótum hefur umferðin aukist um 8,4 prósent og reikna má með að aukningin í ár muni verða um sjö prósent.

Daily Tourys frá Iveco er rúta ársins 2017

Nýja fólksflutningabifreiðin Daily Tourys frá Iveco Bus var í maí valin rúta ársins 2017 í flokki minni fólksflutningabifreiða (International Minibus of the Year 2017). Daily Tourys er í raun sami bíllinn og Iveco Daily sem BL selur hér á landi.

Líkur benda til þess að umferð um Hringveginn aukist um 8-9%

Umferðin á Hringveginum í maí hefur aldrei verið meiri en í nýliðnum maímánuði. Eigi að síður er hraði aukningarinnar í umferðinni heldur minni nú en áður. Það stefnir í að umferðin í ár geti aukist um 8-9 prósent sem er gríðarlega mikið en slær samt ekki met.

Citroën C3 frumsýndur á Íslandi

Brimborg frumsýnir nýjan Citroën C3 laugardaginn 10. júní milli kl. 12 og 16 í sýningarsal Citroën hjá Brimborg að Bíldshöfða 8.Vindur breytinga blæs nú í gegnum fjölbreytta bílalínu Citroën. Nýtt útlit Citroën C3 er í takt við nýja strauma í litum og áferð.

Álagningin hjá Costco mun minni en við höfum átt að venjast

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir í samtali við mbl.is að meðalálagning íslensku olíufélaganna undanfarinna ára á hvern lítra hafa verið um 40 krónur. Þar sem verðið er hins vegar lægst er hún talin vera um 27 krónur.

Krýsuvíkurvegi lokað tímabundið

Í dag, 30. maí, verður Krýsuvíkurvegi lokað tímabundið, milli Rauðhellu og hringtorgs við Hraunhellu / Hringhellu. Merkt hjáleið er um Rauðhellu og Hringhellu á meðan lokun Krýsuvíkurvegar varir (u.þ.b. til 10 júní).

Vinsældir Ford Mustang um allan heim

Ford Mustang er að gera það gott en þessi bílategund sem flestir kannast við var mest seldi sportbíllinn í Evrópu á síðasta ári. Alls seldust yfir 15 þúsund bílar af tegundinni í Evrópu en yfir 150.000 bílar á heimsvísu.

Brýnt að tímaáætlun Reykjavíkurborgar standist

„Fólk er sífellt stoppandi og takandi af stað og það er þegar ökutæki gefa frá sér mest af mengandi efnum,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, um mengun á framkvæmdasvæðinu við Miklubraut í samtali við Morgunblaðið um helgina.