06.06.2017
Hæstiréttur staðfesti í síðustu viku dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir konu og manni fyrir að hafa ekið um á vanbúnum bíl og valdið slysi í Hveradalsbrekku á Hellisheiði árið 2014 með þeim afleiðingum að ökumaður og farþegi bifreiðar sem kom úr gagnstæðri átt slösuðust. Þetta kom fram á mbl.is.
06.06.2017
Búast má við slyddu eða jafnvel snjókomu á fjallvegum NA-til á landinu í dag og á morgun með tilheyrandi möguleika á hálkumyndun. Akstursskilyrði geta spillst og ökumönnum eindregið ráðlagt að búa sig miðað við aðstæður.
05.06.2017
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um tæp átta prósent í nýliðnum maí mánuði miðað við sama mánuð í fyrra. Aldrei áður hefur umferðin í maí aukist jafn mikið. Frá áramótum hefur umferðin aukist um 8,4 prósent og reikna má með að aukningin í ár muni verða um sjö prósent.
02.06.2017
Nýja fólksflutningabifreiðin Daily Tourys frá Iveco Bus var í maí valin rúta ársins 2017 í flokki minni fólksflutningabifreiða (International Minibus of the Year 2017). Daily Tourys er í raun sami bíllinn og Iveco Daily sem BL selur hér á landi.
01.06.2017
Umferðin á Hringveginum í maí hefur aldrei verið meiri en í nýliðnum maímánuði. Eigi að síður er hraði aukningarinnar í umferðinni heldur minni nú en áður. Það stefnir í að umferðin í ár geti aukist um 8-9 prósent sem er gríðarlega mikið en slær samt ekki met.
01.06.2017
Brimborg frumsýnir nýjan Citroën C3 laugardaginn 10. júní milli kl. 12 og 16 í sýningarsal Citroën hjá Brimborg að Bíldshöfða 8.Vindur breytinga blæs nú í gegnum fjölbreytta bílalínu Citroën. Nýtt útlit Citroën C3 er í takt við nýja strauma í litum og áferð.
31.05.2017
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir í samtali við mbl.is að meðalálagning íslensku olíufélaganna undanfarinna ára á hvern lítra hafa verið um 40 krónur. Þar sem verðið er hins vegar lægst er hún talin vera um 27 krónur.
30.05.2017
Í dag, 30. maí, verður Krýsuvíkurvegi lokað tímabundið, milli Rauðhellu og hringtorgs við Hraunhellu / Hringhellu. Merkt hjáleið er um Rauðhellu og Hringhellu á meðan lokun Krýsuvíkurvegar varir (u.þ.b. til 10 júní).
29.05.2017
Ford Mustang er að gera það gott en þessi bílategund sem flestir kannast við var mest seldi sportbíllinn í Evrópu á síðasta ári. Alls seldust yfir 15 þúsund bílar af tegundinni í Evrópu en yfir 150.000 bílar á heimsvísu.
28.05.2017
„Fólk er sífellt stoppandi og takandi af stað og það er þegar ökutæki gefa frá sér mest af mengandi efnum,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, um mengun á framkvæmdasvæðinu við Miklubraut í samtali við Morgunblaðið um helgina.