20.03.2018
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, opnaði í morgun fyrir aðgang að gagnagrunni EuroRAP þar sem hægt verður að skoða stjörnugjöf EuroRAP fyrir íslenska þjóðvegakerfið. FÍB hefur annast framkvæmd EuroRAP öryggisúttektarinnar á þeim 4.200 km af þjóðvegum landsins sem búið er að skrá í gagnagrunn EuroRAP.
20.03.2018
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílum um innkallanir á Suzuki bifreiðum. Um er að ræða SHVS bifreiðar af gerðunum Swift, Baleno, Ignis og Solio sem framleiddar voru árið 2016 til 2018.
20.03.2018
Kona í Arizona í Bandaríkjunum lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bifreið í vikunni. Þetta er fyrsta banaslysið þar sem gangandi vegfarandi verður fyrir sjálfkeyrandi bíl sem var á vegum akstursþjónustunnar Uber.
19.03.2018
Öryggismat FÍB og EuroRAP á 4.200 kílómetrum íslenska vegakerfisins verður kynnt á morgunfundi í Hörpu þann 20. mars næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í Kaldalóni Hörpu og hefst kl. 8.30 og stendur til 10. Það er FÍB sem sér um framkvæmd EuroRap á Íslandi.
19.03.2018
Sett hefur verið af stað rannsókn í Bandaríkjunum vegna alvarlegra atvika sem upp hafa komið í bílum frá Hyundai og Kía þar sem loftpúðar í umræddum bílum hafa ekki blásið út. Bandaríska umferðarstofan sem stendur að rannsókninni hefur fengið inn á borð til sín nokkur tilvik þar sem loftpúðar hafa ekki virkað sem skildi og hafa nokkrir látið lífið af þessum sökum.
14.03.2018
Hugmyndabíllinn IMx KURO hefur vakið mikla athygli á bílasýningunni í Genf sem lýkur nú um helgina. Bíllinn endurspeglar framtíðarsýn á samgöngumáta framtíðarinnar, en bíllinn býður ekki aðeins alsjálfvirka stjórn heldur les hann einnig heilabylgjur ökumanns.
13.03.2018
Veðurfarið á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikurnar hefur ýtt undir aukna mengun. Stillt veður hefur verið ríkjandi svo dögum skiptir og vart hefur orðið við aukin styrk svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs er hátt. Há gildi koma fram í mælingum á styrk brennisteinsvetnis.
12.03.2018
Í umfangsmikilli könnun um rafbíla, sem gerð var meðal almennings á Norðurlöndum í upphafi þessa árs, leiddi í ljós að Íslendingar eru einna viljugastir til að skipta yfir í rafbíl. Helsta hindrunin sem fólk sér er drægi bílanna. Hlöður ON eru til þess fallnar að draga úr ótta við ónógt drægi og þá eru ýmsir bílaframleiðendur sem óðast að setja á markað sífellt langdrægari rafbíla.
09.03.2018
Mjög stillt og þurrt veður hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í þó nokkurn tíma. Á vefsíðu FÍB hefur verið fjallað um aukinn styrk svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs væri hátt auk þess sem há gildi koma fram í mælingum á styrk brennisteinsvetnis. Veðurspár gera ekki ráð fyrir miklum breytingum á veðri næstu daga svo áfram má búast við slæmum loftgæðum.
09.03.2018
Ólíkt Hringveginum þá jókst umferðin á höfuðborgarsvæðinu í febrúar. Hún jókst þó minna en undanfarna mánuði eða um tæp þrjú prósent. Alls fóru 155 þúsund ökutæki á hverjum sólarhring um þrjú mælisvið Vegagerðarinnar og hafa þá aldrei verið fleiri.