20.05.2022
Fornbílaklúbbur Íslands fagnaði í gærkvöldi 45 ára afmæli sínu og við það tækifæri var nýtt félagsheimili klúbbsins að Ögurhvarfi 2 í Kópavogi formlega opnað.
18.05.2022
Í hlaðvarpsþættinum Ekkert rusl í umsjón Lenu Magnúsdóttir og margrétar Stefánsdóttir á hlaðvarpsvef mbl.is ræddu þeir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, og Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, um rafbílavæðinguna sem er mjög hröð um þessar mundir.
18.05.2022
Samkvæmt reglugerð um gerð og útbúnað ökutækja er fyrir nokkru liðinn sá tími sem nagladekk voru leyfileg og því kominn tími til að skipta yfir á sumardekk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
17.05.2022
Bílasala það sem af er árinu er með líflegasta móti. Nýskráningar fólksbifreiða til 15. maí, eða fyrstu 18 vikur þessa árs, eru orðnar 5.670. Á sama tíma á síðasta ári voru þær 3.150 og því er aukningin um 61.5% að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.
17.05.2022
Samgöngustofa auglýsir laus til umsóknar 45 leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, 6 leyfi á Akureyri og 1 leyfi í Árborg.
17.05.2022
Franski bílaframleiðandinn Renault hefur ákveðið að draga sig alfarið út af Rússlandsmarkaði. Fyrirtækið hefur einnig ákveðið að selja 68% hlut sinn í Avtovaz sem framleiðir meðal annars Lada bifreiðar. Toyota og Volksvagen voru áður búnir að tylkynna brotthvarf frá Rússlandi.Enn aðrir bílaframleiðendur hafa gert hlé eða íhuga að hætta starfsemi sinni í Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu.
16.05.2022
Kia EV6 var valinn rafbíll ársins 2022 hjá bílatímaritinu Autocar sem er elsta bílatímarit heims. EV6 hefur sankað að sér verðlaunum síðan bíllinn kom á markað á síðasta ári. Hann var m.a. valinn Bíll ársins í Evrópu 2022 fyrir stuttu.
12.05.2022
,,Ástand á vegum og götum er óvenju slæmt þetta vorið. Vegir hafa komið illa undan erfiðum vetri en megin ástæðuna fyrir þessu ástandi megi að einhverju leyti rekja til uppsöfnunar og viðhaldsþarfa eftir mikinn niðurskurð í kjölfar bankahrunsins,“ sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, meðal annars í Kastljósþætti á RÚV í gærkvöldi þar sem samgöngumál voru til umræðu.
11.05.2022
Í dag, miðvikudaginn 11. maí verður slökkt á umferðarljósum við gatnamót Miklubrautar og Skeiðarvogs klukkan níu að morgni. Ljósin verða virkjuð aftur síðdegis á föstudag. Á þessum tíma verða ljósin endurnýjuð með nýjum búnaði.
11.05.2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi fyrir helgina tillögu um að skipa verkefnisstjórn sem hafa mun umsjón með og fylgja eftir undirbúningi Sundabrautar, skipuð fulltrúum innviðaráðuneytis, Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sérstakur verkefnisstjóri verður ráðinn til að starfa.