Fréttir

Askja hefur sölu á smart #1

Bílaumboðið Askja hefur hafið sölu á smart en um er að ræða línu af rafbílum frá þessum þekkta framleiðanda. Bíllinn var frumsýndur hér á landi í vikunni.

Samgönguáætlun 2024-2038: Öryggi í samgöngum og jarðgöngum forgangsraðað

Þings­álykt­un­ar­til­laga innviðaráðherra um nýja sam­göngu­áætlun var kynnt í gær. Meðal þess sem fjallað er um í áætl­un­inni er for­gangs­röðun um upp­bygg­ingu jarðganga og kemur fram að rúm­lega 900 millj­örðum króna verði varið í sam­göngu­fram­kvæmd­ir næstu fimmtán árin.

Mikið hefur áunnist í samgönguöryggi á undanförnum áratugum

Fjölmenni sótti ráðstefnu innviðaráðuneytisins um öryggi í samgöngum, sem haldin var þriðjudaginn 6. júní, undir yfirskriftinni Á réttri leið. Það var samdóma álit fyrirlesara að með samtakamætti, fræðslu og markvissri stefnumótun hefði tekist að stórbæta öryggi í samgöngum á síðustu áratugum. Öryggisáætlanir fyrir umferð, siglingar og flug miði stöðugt að því að fækka slysum með markvissum aðgerðum og mælikvörðum sem gera okkur kleift að læra af reynslunni og meta árangur.

Stærsti hraðhleðslugarður landsins tekinn í notkun

Stærsti hraðhleðslugarður landsins var formlega tekinn í notkun fyrir helgina en hann er staðsettur við Aðaltorg í Reykjanesbæ, steinsnar frá Keflavíkurflugvelli. Breska hraðhleðslufyrirtækið InstaVolt stendur að uppbyggingunni í samstarfi við HS Orku. Alls eru 20 hleðslustöðvar aðgengilegar við Aðaltorg en InstaVolt áformar að byggja upp 200 nýjar hleðslustöðvar víðs vegar um landið á næstu tveimur árum.

Umferð á höfuðborgarsvæðinu dregst saman

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í maí dróst saman um 1,5 prósent. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem mælist samdráttur á svæðinu sem er ólíkt því sem gerðist á Hringveginum. Eigi að síður hefur umferðin fyrstu fimm mánuði ársins aukist um 5,3 prósent sem er veruleg aukning að því er fram kemur í tölum frá Vegarerðinni.

Brimborg og e1 í samstarf um hraðhleðslunet fyrir alla rafbílanotendur

Brimborg og e1 hafa hafið samstarf og opnað tvær fyrstu hraðhleðslustöðvar Brimborgar sem eru nú aðgengilegar öllum rafbílanotendum í gegnum e1 appið. Brimborg styður með þessum hætti við íslensk sprotafyrirtæki og hraðar orkuskiptunum með því að auðvelda rafbílanotendum að hlaða allar stærðir og gerðir rafbíla.

Umferðin á Hringvegi eykst áfram

Umferðin í nýliðnum maí á Hringveginum jókst um 2,3 prósent miðað við sama mánuð fyrir ári síðan. Frá áramótum hefur umferðin aukist um 10 prósent og útlit er fyrir að umferðin í ár aukist jafn mikið. Þetta er mjög mikil aukning. Umferðin í maí hefur aldrei verið meiri að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.