Fréttir

Kostnaður við samgöngusáttmálann hefur farið upp úr öllu valdi

Í endurskoðuðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins kemur fram að framkvæmdartíminn verður lengdur um sjö ár. Þetta kom fram í gær þegar endurskoðaður sáttmáli var kynntur þinflokkum stjórnarflokkanna. Þetta hefði það í för með sér að framkvæmdartíminn verði lengdur, hann stæði yfir í 22 ár í stað 15 ára í undirritun sem gerð var 2019.

Nýr holuviðgerðarbíll bætir öryggi og eykur gæði

Nýr holuviðgerðarbíll af tegundinni Archway Roadmaster var nýverið tekinn í notkun hjá Vegagerðinni. Aðeins einn starfsmann þarf til að stjórna bílnum og er holuviðgerðum stjórnað af ökumanni með stýripinna úr ökumannssætinu.

Fjórða kynslóð Porsche Cayenne verður 100% rafmögnuð

Fjórða kynslóð af hinum vinsæla sportjeppa Porsche Cayenne verður 100% rafknúin. Prófanir á fyrstu frumgerðunum eru þegar vel á veg komnar. Porsche mun þó einnig halda áfram að þróa og bjóða uppá tengiltvinn- og bensínútfærslur af Cayenne.

Tækifæri fyrir tæknilega úttektarmenn

Skoðanir ökutækja fara fram hjá faggiltum skoðunarstofum á Íslandi. Hugverkastofan hefur með höndum allar tegundir faggildinga, m.a. á skoðunarstofum ökutækja.

Nýr Hleðslugarður Orku náttúrunnar hefur opnað á Glerártorgi

Orka náttúrunnar hefur opnað stórglæsilegan Hleðslugarð á Glerártorgi. Þar geta viðskiptavinir Orku náttúrunnar hlaðið á 12 nýjum tengjum með afkastagetu allt að 480 kW á hverju tengi.

Sláandi úttekt DV á innviðaskuldinni við vegakerfið

Í nýrri úttekt Eyjunnar á DV.is sem m.a. byggir á gögnum frá FÍB er niðurstaðan sú að ríkisstjórn Íslands og Alþingi hafa svikið þjóðina um eðlilega uppbyggingu innviða í áraraðir. Bíleigendur hafa verið skattlagðir langt umfram útgjöld ríkisins til uppbyggingar og viðhalds vegakerfisins. Einungis um þriðjungur skatttekna ríkissjóðs af bílum og umferð hefur runnið til vega á liðnum árum.