Fréttir

Ökumenn kynni sér viðvaranir og fylgist vel með

Appelsínugular viðvararnir eru enn í gildi fyrir allt norðan- og austanvert landið vegna storms og hríðarveðurs. Þær verða í gildi næsta sólarhringinn eða svo. Gular viðvaranir gilda á Suðurlandi.

Vegagerðin tekur í notkun nýjan vef

Vegagerðin hefur sett í loftið nýja vefsíðu vegagerdin.is. Þetta er þriðja og síðasta púslið í þríþættri veflausn Vegagerðarinnar, sem samanstendur af vegagerdin.is, umferdin.is og sjolag.is.

Sama þróun í bílasölu í Svíþjóð og hér á landi

Eins og fram hefur komið hefur nýskráningum fólksbifreiða hér á landi dregist saman um tæp fjörtíu af hundraði það sem af er ári samanborið við sama tíma í fyrra. Sama þróun er að eiga sér stað í Svíþjóð og víðar um Evrópu.

Fjórar nýjar hraðhleðslustöðvar á Húsavík

Breska fyr­ir­tækið In­sta­Volt hef­ur opnað fjór­ar nýj­ar hraðhleðslu­stöðvar á Húsa­vík og eru hraðhleðslu­stöðvar fyr­ir­tæk­is­ins því orðnar 32 tals­ins víðs veg­ar um land.

Hraun runnið yfir vegi við Grindavík

Í kjölfar gossins sem hófst í gærdag hefur hraun runnið yfir Grindavíkurveg norðan við Grindavík og sunnan við Þorbjörn. Hraun hefur einnig flætt yfir Nesveg og Norðurljósaveg. Vegagerðin fylgist vel með þróun mála en bíða þarf átekta á meðan enn gýs og hraunrennsli er mikið.

Frumsýning á Mercedes-AMG CL 53

Bílaum­boðið Askja mun á laug­ar­dag í Krókhálsi 11 milli kl. 12-16 standa fyrir sýn­ingu á Mercedes-AMG CLE 53 Coupé en um er að ræða tveggja dyra sport­bíl með 449 hestafla vél og 4MATIC+ fjór­hjóla­kerfi.

Meðlimir í ADAC tæplega 22 milljónir

Á ársfundi þýska bílaklúbbsins ADAC, sem haldin var í Bremen á dögunum, kom fram að félagsmenn í klúbbnum eru 21,8 milljónir. Meðlimum hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum sem staðfestir þá stefnu samtakanna að bæta stöðugt þjónustu við félagsmenn, fjárfesta í nýjum verkefnum, auk þess að bæta við þjónustusvæðum.

Um 41% samdráttur í nýskráningum

Nýskráningar fólksbifreiða eru orðnar 4.148 það sem af er þessu ári. Á sama tíma í fyrra voru þær 7.020 svo um er að ræða um 41% samdrátt. Nýskráningar til ökutækjaleiga er um 60% og til almennra notkunar 40%. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Yfirvofandi hærri tollar á rafbílum frá Kína í Evrópu

Evrópusambandið hefur verið með til skoðunar að hækka tolla á innfluttum rafbílum frá Kína. Athugun á málinu hófst í október á síðasta ári þar sem leitast er við að meta hvort kínverskir BEV-útflytjendur njóti góðs af ósanngjörnu samkeppnisforskoti og hvort þessi innflutningur ógni vaxandi evrópskum rafbílaiðnaði.

Nýtt bílavörumerki kynnt

Bílabúð Benna hélt sýningu um helgina þar sem nýtt bílavörumerki, KGM var kynnt. KGM tekur við af hinu gamalgróna SsangYong sem Íslendingar þekkja vel. Sýningin fór fram á í sýningarsal KGM á Krókhálsi 9.