Fréttir

Fleiri útlendingar en Íslendingar létust í umferðarslysum á Íslandi 2017

Sextán einstaklingar létust í umferðinni árið 2017. Af þeim látnu voru sjö Íslendingar, fimm erlendir ferðamenn og fjórir erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi. Er þetta í fyrsta skipti frá upphafi sem fleiri erlendir ríkisborgarar en Íslendingar látast í umferðarslysum á Íslandi á einu ári. Þetta kemur fram í skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi árið 2017.

Norðfjarðargöng auka umferð töluvert mikið

Umferð á milli Eskifjarðar og Neskaupsstaðar eykst um 36 prósent með tilkomu Norðfjarðarganga sé tekið mið af talningu á umferðinni fyrstu fjóra mánuði ársins. Reikna má með að umferðin á heilu ári aukist um ríflega 30 prósent.

ON og Landspítali semja um hlöður

ON hefur gert samning við Landspítala um uppsetningu og rekstur á hlöðum fyrir rafbíla á fjórum starfsstöðvum spítalans; við Hringbraut, í Fossvogi, við Landakot og á Kleppi.

Minni aukning umferðar á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um 4,3 prósent í apríl síðast liðnum. Í ár nemur aukning umferðar á svæðinu 3,4 prósentum sem er mun minni aukning en á síðasta ári. Reikna má með að í ár aukist umferðin á höfuðborgarsvæðinu um 3-4 prósent. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Askja innkallar KIA Optima

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju hf. að innkalla þurfi 32 Kia Optima (JF) plug-in Hybrid bifreiðar árgerð 2016 til 2018.

Iðgjöld ökutækjatrygginga hækka langt umfram vísitölur

Í nýjustu könnun Verðlagseftirlits ASÍ kemur fram að gríðarlegur verðmunur er á hæsta og lægsta verði bílatrygginga. Um 107% munur er á milli hæsta og lægsta tilboðsins í ábyrgðar- og kaskótryggingu af VW Póló árgerð 2009. Nánar er greint frá því í frétt hér á FÍB vefnum.

Fyrstu sjálfstýrðu bifreiðinni reynsluekið

Fyrsta sjálfstýrða bifreiðin á Íslandi var til sýnis og reynslu á ráðstefnunni Snjallborgin Reykjavík, sem fram fer í Hörpu í gær. Bifreiðinni var ekið stutta leið í kringum Hörpu.

Af nýjum bílum er hlutfall dísilbíla mjög hátt

Fyrstu þrá mánuði ársins seldust 6427 nýir bílar hér á landi en yfir sama tímabil á síðasta ári seldust 6705 bílar. Salan er því rúmum 4% minni borið saman við sömu mánuði í fyrra. Helstu ástæður samdráttar eru þær að hægt hefur á vexti í ferðaþjónustunni, bílaleigur bera hærri vörugjöld og almenningur horfir til þess að kjarasamningar verða lausir í haust og næsta vetur. Þetta kom fram í umfjöllun um málið í fréttatíma Stöðvar 2.

Minni umferð á Hringveginum en undanfarin ár

Umferðin um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum jókst um 7,4 prósent í nýliðnum aprílmánuði. Þótt þetta sé töluvert mikil aukning er hún minni en undanfarin ár. Frá áramótum hefur umferðin aukist um 6,3 prósent.

Evrópusambandið samþykkir nýja gæðaprófun bíla

Á dögunum samþykkti Evrópuþingið nýja reglugerð sem lítur að gæðaprófun bíla. Reglugerðin, sem var tvö ár í smíðum, á að tryggja að neytendur hafi undir höndum bifreiðar sem staðfesti að þær hafi gengist undir raunprófanir.