Fréttir

Íbúar sendi ábendingar um holur

Starfsmenn Reykjavíkurborgar vilja bregðast skjótt við holum sem myndast í malbiki sem getur gerst í rysjóttri tíð eins og verið hefur undanfarið. Viðgerðir á holum sem valdið geta slysi eða tjóni á ökutækjum hafa hæsta forgang og gert er við þær eins skjótt og mögulegt er eða sett viðeigandi varúðarskilti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Kínverski bílaframleiðandinn Geely eignast stærsta hlutinn í Daimler

Gríðarlegur uppgangur er hjá kínverska bílaframleiðandanum Geely um þessar mundir. Geely á nánast allt hlutaféð í Volvo en þar á bæ eru menn hvergi hættir. Nú hafa Kínverjarnir eignast stærsta hlutinn í Daimler sem framleiðir eins og kunnugt er Marcedes Benz.

Slitlag á vegum víða illa farið og bílar orðið fyrir tjóni

Fjölmargar bílar urðu fyrir skemmdum vegna djúpra holu sem myndaðist á vegkafla í Mosfellsbæ á Vesturlandsvegi í vikunni. Bifreiðaeigendur leituðu aðstoðar á dekkjaverkstæðið í Mosfellsbæ vegna skemmda á felgum og dekkjum. Starfsmenn Vegagerðarinnar hófu í gær viðgerðir á umræddum holum og ætti viðunandi ástand að vera á svæðinu núna. Fréttir hafa borist af fleiri holum sem gert hafa bílstjórum skráveifu í leysingunum síðustu daga.

Umferðarundur við Geirsgötu - myndband

Eins og vegfarendur hafa tekið eftir þá hafa lengi staðið yfir framkvæmdir vegna uppbyggingar á lóðum milli Tryggvagötu og Hörpu í Reykjavík. Á framkvæmdatímanum hafa verið umtalsverðar umferðartafir á Sæbraut, Kalkofnsvegi, Geirsgötu og við Lækjargötu. Hluti þessara framkvæmda tengdist byggingu nýs bílakjallara undir nýja Geirsgötu og þá var umferðinni beint tímabundið um hjáleið á Geirsgötu.

Finnar prófa rafræn ökuskírteini

Finnar hafa alltaf verið framarlega á tæknisviðinu og þeir eru langt í frá að draga undan í þeim efnum. Ef allt gengur að óskum geta Finnar sem viljað fengið viðbótarökuskírteini sem app í farsímann sinn síðar á þessu ári . Ákveðinn hópur Finna hefur tekið þátt í þessari tilraun frá því í fyrrasumar með góðum árangri.

Fleiri vilja rafmagnsbíla

Samkvæmt nýrri bílakaupakönnun MMR hefur fjöldi þeirra sem kjósa helst að eignast rafmagnsbíl aukist verulega á síðustu árum. Samkvæmt könnuninni voru 42% þeirra sem hugðust kaupa sér nýjan bíl (ekki notaðan) innan þriggja ára sem vildu helst að bíllinn væri knúinn rafmagni sem aðal orkugjafa.

FÍB óskar eftir tilboðum frá olíufélögunum

Nýlega sendi Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, bréf út til allra íslensku olíufélaganna þar sem óskað var eftir tilboðum um sérkjör af eldsneyti og rekstararvörum bifreiða.

Kröfur í öryggisprófunum Euro NCAP mun meiri en áður

Evrópska öryggisstofnunin Euro NCAP, sameign bifreiðaeigendafélaganna í Evrópu, birti á dögunum lista yfir hvaða bílar fengu hæstu öryggiseinkunn í hverjum bílaflokki. Stofnunin birtir árlega lista sem þennan en aldrei áður hafa bílarnir verið fleiri sem gengust undir prófið.

Íbúar á Borgarfirði eystra mótmæla ástandi vega

Hópur íbúa á Borgarfirði eystra kom saman til fundar í Njarðvíkurskriðum í gær til að mótmæla ástandi vegarins til Borgarfjarðar. Í yfirlýsingu segjast Borgfirðingar orðnir hundleiðir á að ekkert gerist í samgöngumálum fyrir staðinn.

Enn eitt dísilvélasvindlið

Bandaríski bílaframleiðandinn Fiat Chrysler hefur verið ákærður af yfirvöldum þar í landi en fyrirtækið var staðið að dísilvélasvindli. Ekki eru nema rúmlega þrjú ár síðan að Volkswagen var staðið að dísilsvindli og urðu fjölmargir bíleigendur víða um allan heim fyrir barðinu á þessu stóra útblásturs hneyksli.