Fréttir

Hraðhleðsla fyrir rafbíla í Þorkákshöfn

Orka náttúrunnar (ON) hefur reist hlöðu með hraðhleðslu fyrir rafbíla í Þorlákshöfn. Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri í Ölfusi tók hana formlega í vikunni og hlóð rafbíl sem sveitarfélagið nýtir í þágu félagsþjónustunnar. Hlöður ON með hraðhleðslum eru orðnar 28 talsins og verður allur hringvegurinn opinn fyrir páska.

Ástandið algjörlega óásættanlegt

Það hefur ekki farið framhjá ökumönnum að ástand gatna á höfuðborgarsvæðinu og raunar víða um land er mjög slæmt. Á þessum árstíma kemur í ljós hversu alvarlegt ástandið er og víða er ekki brugðist við skemmdum vegum og holum í tæka tíð. Fyrir vikið verða bifreiðaeigendur fyrir miklum óþægindum og í mörgum tilfellum hafa bílar orðið fyrir tjónum sem ekki fást bætt. Í langflestum atvika hafa dekk skemmst og undirvagnar bifreiða orðið fyrir tjóni.

Volvo XC40 bíll ársins í Evrópu

Volvo XC40 var valinn bíll ársins í Evrópu á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Genf í Sviss. Þetta er mikil viðurkenning fyrir framleiðenda bílsins en þetta er jafnframt í í fyrsta skipti sem Volvo áskotnast þessa viðurkenningu. Það voru 60 bílablaðamenn frá 23 Evrópulöndum sem komu að þessu kjöri sem hefur farið fram frá árinu 1994.

Bílasala dróst saman í febrúar

Nýskráning fólksbíla dróst saman um 184 bíla í febrúar í samanburði við sama mánuð á síðasta ári og nemur lækkunin um 13,7%. Janúar gaf góð fyrirheit enda stór mánuður en nýskráningar frá áramótum eru 2782 fólksbílar samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu.

Rekstur bifreiða veigamikill þáttur í vísitölu neysluverðs

Hagstofan hefur birt vísitölu neysluverðs miðuð við verðlag í febrúar 2018 og er hún 449,5 stig sem er hækkun um 0,60% frá fyrra mánuði og 2,3% hækkun síðustu 12 mánuði. Rekstur bifreiða er veigamikill þáttur í vísitölu neysluverðs.

BL ehf. skoðar Pathfinder bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Nissan varðandi tæringu í grindum Pathfinder bifreiða.Komið hafa upp tilfelli þar sem um er að ræða óeðlilega tæringu í grindum eldri bifreiða svipað og með Nissan Navara en ekki í eins miklum mæli.

Minni umferð á Hringveginum má rekja til tíðarfarsins

Umferðin í nýliðnum febrúar á Hringveginum dróst saman um 2,6 prósent sé tekið mið af sama mánuði fyrir ári síðan. Samdráttinn má líklega rekja til tíðarfarsins sem var óvenju erfitt í mánuðinum. Mest dróst umferðin saman á Vesturlandi eða um rúm sjö prósent.

Götur rykbundnar til að bæta loftgæði

Í nótt voru fjölfarnar götur rykbundnar til að bæta loftgæði í borginni. Magnesíum klóríði sem reynst hefur vel til rykbindingar var úðað á stofnbrautir í Reykjavík og fleiri fjölfarnar götur eins og Bústaðaveg, Suðurlandsbraut og Grensásveg.

Mikil vinna fram undan við þrif á götum víðast hvar

Eins og borgarbúar hafa orðið varir við hefur verið stillt og þurrt veður í borginni í dag og mælist styrkur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs hár auk þess sem há gildi koma fram í mælingum á styrk brennisteinsvetnis. Svipuðu veðri er spáð næstu daga svo gera má ráð fyrir slæmum loftgæðum. Undir kringumstæðum sem þessum er brýnt að þeir sem eru viðkvæmir í öndunarfærunum forðist útivist í nágrenni stórra umferðaæða næstu daga.

Bifreiðar skráðar yngri en þær eru í raun

Borið hefur á því hér á landi að skráning bifreiða gefi til kynna að þær séu yngri en þær eru í raun og veru.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, sagði í samtali við Morgunblaðið að það skipti auðvitað máli hvort menn sé að kaupa bíl frá 2008 eða 2010. Morgunblaðið segir frá því að nýverið hafi einstaklingur rekist á Kía-bifreið sem skráð væri 201o en við nánari athugun hafi komið í ljós að framleiðsluár hennar hafi verið 2008.