Fréttir

107% verðmunur á bílatryggingum

Mjög mikill verðmunur er á hæsta og lægsta verði fyrir bílatryggingar í nýjustu könnun Verðlagseftirlits ASÍ. Í könnuninni kemur fram að 107% munur er á milli hæsta og lægsta tilboðsins í ábyrgðartryggingu og kaskótryggingu.

Lögreglan frestar sektum vegna nagladekkjanotkunar

Veðrið síðustu daga hefur ekki gefið tilefni til að bílar almennt séu komnir á sumardekk. Af þeim sökum hafa margir bifreiðaeigendur velt því fyrir sér hvort lögreglan sé byrjuð að sekta ökumenn fyrir að vera á negldum dekkjum á höfuðborgarsvæðinu.

Hekla innkallar Mitsubishi Outlander

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf. Að innkalla þurfi 167 Mitsubishi Outlander bifreiðar árgerð 2006 til 2012. Ástæða innköllunar er sú að rúðuþurrkur fyrir framrúðu geta orðið óvirkar vegna þess að vatn getur komist í þurrkumótor og/eða tæring orðið á kúlulið á tengiarmi fyrir rúðuþurrkur.

Sala á rafmagnsbílum í Noregi vex jafnt og þétt

Mikil aukning hefur verið í sölu á rafmagnsbílum um allan heim síðustu misseri og þá ekki síst í Kína þar sem salan hefur margfaldast. Í Evrópu hefur salan ennfremur aukist jafnt og þétt og sölutölur fyrstu mánuði ársins sýna að almenningur er í æ meiri mæli að snúa sér að umhverfisvænni bílum en áður.

Tímamóta bíll frá Kia fyrir Evrópumarkað afhentur í Reykjanesbæ

Kia hefur framleitt þrjár milljónir bíla í Evrópu og svo skemmtilega vill til að Kia bíll númer 3.000.000 var afhentur hér á landi í gær, nánar tiltekið hjá K. Steinarsson í Reykjanesbæ. Um er að ræða hvítan, 5 dyra Kia ceed í GT Line útfærslu.

Átak gegn svifryki skilar víða árangri

Eins og borgarbúar urðu varir við var stillt og þurrt veður á höfuðborgarsvæðinu í febrúar, mars og það sem af er apríl og mæltist styrkur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs hár auk þess sem há gildi komu fram í mælingum á styrk brennisteinsvetnis. Undir kringumstæðum sem þessum er brýnt að þeir sem eru viðkvæmir í öndunarfærunum forðist útivist í nágrenni stórra umferðaæða.

Ný reglugerð um sektir og önnur viðurlög fyrir umferðarlagabrot

Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra hef­ur skrifað und­ir nýja reglu­gerð um sekt­ir og önn­ur viður­lög fyr­ir um­ferðarlaga­brot sem tek­ur gildi 1. maí. Sektir fyrir umferðarlagabrot hafa margar hverjar verið óbreyttar í rúman áratug og mörgum þótt þær of lágar og hafa lítinn fælingarmátt.

Þörfin fyrir göngin var orðin mikil

Norðfjarðagöng voru formlega tekin í notkun 11. nóvember í fyrra. Mikil eftirvænting ríkti við opnun ganganna enda um að ræða gríðarlega samgöngubót fyrir alla Austfirðinga, ekki síst þá sem þurfa að sækja þjónustu á umdæmissjúkrahús Austurlands í Neskaupstað.

Volkswagen hefur vart undan að framleiða

Rafmagnsbílar verða æ vinsælli ef tekið er mið af eftirspurninni víða um heim. Eins og áður hefur komið fram er gríðarleg eftirspurn eftir þessum bílum í Kína og víðar í Asíu. Þar um slóðir hefur salan aldrei verið meiri og víða í Evrópu er sömu sögu að segja.

Kia vann til þriggja verðlauna

Kia vann til þriggja Red Dot verðlauna á dögunum fyrir bíla sína Stinger, Stonic og Picanto. Þessir þrír nýju bílar frá Kia unnu allir sína flokka auk þess sem Stinger vann flokkinn ,,Best of the Best" hjá Red Dot sem þykir sérlega eftirsóknarvert.