Fréttir

Nýr bíll frá Nissan endurspeglar framtíðarsýn samgöngumáta

Hugmyndabíllinn IMx KURO hefur vakið mikla athygli á bílasýningunni í Genf sem lýkur nú um helgina. Bíllinn endurspeglar framtíðarsýn á samgöngumáta framtíðarinnar, en bíllinn býður ekki aðeins alsjálfvirka stjórn heldur les hann einnig heilabylgjur ökumanns.

Svifryk mælist enn hátt – von á veðrabreytingum í vikunni

Veðurfarið á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikurnar hefur ýtt undir aukna mengun. Stillt veður hefur verið ríkjandi svo dögum skiptir og vart hefur orðið við aukin styrk svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs er hátt. Há gildi koma fram í mælingum á styrk brennisteinsvetnis.

Íslendingar vilja vera umhverfisvænni í samgöngum

Í umfangsmikilli könnun um rafbíla, sem gerð var meðal almennings á Norðurlöndum í upphafi þessa árs, leiddi í ljós að Íslendingar eru einna viljugastir til að skipta yfir í rafbíl. Helsta hindrunin sem fólk sér er drægi bílanna. Hlöður ON eru til þess fallnar að draga úr ótta við ónógt drægi og þá eru ýmsir bílaframleiðendur sem óðast að setja á markað sífellt langdrægari rafbíla.

Skítugar götur, sandur og ryk skapa slæm loftgæði

Mjög stillt og þurrt veður hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í þó nokkurn tíma. Á vefsíðu FÍB hefur verið fjallað um aukinn styrk svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs væri hátt auk þess sem há gildi koma fram í mælingum á styrk brennisteinsvetnis. Veðurspár gera ekki ráð fyrir miklum breytingum á veðri næstu daga svo áfram má búast við slæmum loftgæðum.

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst í febrúar

Ólíkt Hringveginum þá jókst umferðin á höfuðborgarsvæðinu í febrúar. Hún jókst þó minna en undanfarna mánuði eða um tæp þrjú prósent. Alls fóru 155 þúsund ökutæki á hverjum sólarhring um þrjú mælisvið Vegagerðarinnar og hafa þá aldrei verið fleiri.

Hekla hf. Innkallar bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu um innkallanir á Volkswagen bifreiðum. Um er að ræða fimm Passat og Sharan bifreiðar sem framleiddar voru árið 2011 á tímabilinu mars og júlí.

Vetrarsýning Mercedes-Benz

Bílaumboðið Askja heldur sérstaka vetrarsýningu nk. laugardag kl. 12-16 í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Krókhálsi 11. Mercedes-Benz býður upp á mjög breiða línu bíla, allt frá hinum sportlega A-Class til hinna stóru og stæðilegu GLS og G-Class jeppa.

Hraðhleðsla fyrir rafbíla í Þorkákshöfn

Orka náttúrunnar (ON) hefur reist hlöðu með hraðhleðslu fyrir rafbíla í Þorlákshöfn. Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri í Ölfusi tók hana formlega í vikunni og hlóð rafbíl sem sveitarfélagið nýtir í þágu félagsþjónustunnar. Hlöður ON með hraðhleðslum eru orðnar 28 talsins og verður allur hringvegurinn opinn fyrir páska.

Ástandið algjörlega óásættanlegt

Það hefur ekki farið framhjá ökumönnum að ástand gatna á höfuðborgarsvæðinu og raunar víða um land er mjög slæmt. Á þessum árstíma kemur í ljós hversu alvarlegt ástandið er og víða er ekki brugðist við skemmdum vegum og holum í tæka tíð. Fyrir vikið verða bifreiðaeigendur fyrir miklum óþægindum og í mörgum tilfellum hafa bílar orðið fyrir tjónum sem ekki fást bætt. Í langflestum atvika hafa dekk skemmst og undirvagnar bifreiða orðið fyrir tjóni.

Volvo XC40 bíll ársins í Evrópu

Volvo XC40 var valinn bíll ársins í Evrópu á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Genf í Sviss. Þetta er mikil viðurkenning fyrir framleiðenda bílsins en þetta er jafnframt í í fyrsta skipti sem Volvo áskotnast þessa viðurkenningu. Það voru 60 bílablaðamenn frá 23 Evrópulöndum sem komu að þessu kjöri sem hefur farið fram frá árinu 1994.