Fréttir

Reynsluakstur, Land Rover Discovery 5 HSE TDV6

Fimmta kynslóð hins þaulreynda Land Rover Discovery lenti nýverið á Íslandi. Hornrétt og ferköntuð hönnun fyrri kynslóða víkur fyrir ávalari, flæðandi línum. Þá er andlitsfalli hinna afurða Land Rover framleiðandans splæst saman við nýja bílinn.

Nýr samningur FÍB og AO tryggir félagsmönnum betri eldsneytiskjör

Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, sendi bréf út til allra íslensku olíufélaganna í febrúar sl. þar sem óskað var eftir tilboðum um sérkjör af eldsneyti og rekstrarvörum bifreiða. Þetta erindi var í samræmi við fyrri umleitanir FÍB um bætt kjör fyrir félagsmenn. Tilboð bárust frá öllum olíufélögunum og tók stjórn FÍB afstöðu til þeirra tilboða sem bárust. Niðurstöður urðu þær að ákveðið var að ganga til samstarfs við Atlantsolíu en fyrri samningur var einnig við sama olíufélag.

Styrkur svifryks mælist áfram hár

Það hefur varla farið framhjá borgarbúum að svifryksmengun hefur verið mikil svo dögum skiptir síðustu vikurnar en veðurfarið hefur ýtt undir aukna mengun. Stillt veður hefur verið ríkjandi svo dögum skiptir og vart hefur orðið við aukin styrk svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs er hátt.

Þrif á bílnum eftir veturinn

Það er fátt mikilvægara þegar kemur að viðhaldi bifreiðarinnar að huga vel að lakkinu. Veturinn er senn að baki og er því ekki ráð að taka bílinn vel í gegn fyrir sumarið eftir saltið og krap sem sest hefur á lakkið.

Ólafur Guðmundsson lætur af störfum

Einn ötulasti baráttumaður landsins fyrir bættu umferðaröryggi, Ólafur Guðmundsson, hefur um árabil annast EuroRAP öryggismat vegakerfisins fyrir FÍB. Þriðja áfanga öryggismatsins er nú lokið og búið að opna almennan aðgang að stjörnugjöf vegakerfisins á vefsíðu EuroRAP. Við þessi tímamót hefur Ólafur ákveðið að láta gott heita og snúa sér að öðrum verkefnum á sviði umferðaröryggismála.

Ný reglugerð um hækkun sekta fyrir umferðarlagabrot tekur gildi 1. maí

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skrifað undir nýja reglugerð um sektir og önnur viðurlög fyrir umferðarlagabrot. Tekur hún gildi 1. maí næstkomandi.

Hvatt til upplýstrar umræðu um umhverfisáhrif bíla

Aðalfundur Bílgreinasambands Íslands var haldin í gær í Húsi atvinnulífsins og var fundurinn vel sóttur og málefnalegur. Á aðalfundinum var ein ályktun samþykkt er snýr að tækniþróun bíla og þá allra bíla,bæði nýorkubíla sem og bíla sem knúnir eru áfram af jarðefnaeldsneyti.

Kia Sportage hefur selst í fimm milljónum eintaka

Framleiðendur Kia bílanna geta glaðst yfir mjög góðum viðtökum sem nýjasta kynslóð sportjeppans Kia Sportage hefur fengið. Bíllinn kom á markað fyrir einu og hálfu ári og hafa nú þegar selst á aðra milljóna bíla. Þetta eru mun betri viðtökur en framleiðendur gerðu sér vonir um.

Aðgengi fatlaðra að hlöðum ON eflt

Orka náttúrunnar vinnur að því að tryggja gott aðgengi hreyfihamlaðra að hlöðunum ON, sem nú eru 31 talsins, hringinn í kringum landið. Í gær var tekin í notkun ný hraðhleðsla í hlöðunni við Bæjarháls 1, þar sem ON er til húsa. Þar reis fyrsta hlaða ON vorið 2014 og var hún ein þeirra þar sem aðgengi var ófullnægjandi.

Leaf heimsins grænasti bíllinn á árinu

Nissan Leaf var á dögunum „Heimsins grænasti bíllinn á árinu“ (the World Green Car 2018) á alþjóðlegu bílasýningunni í New York. Verðlaun World Car Awards eru ein þau eftirsóttustu sem veitt eru í bílgreininni á heimsvísu, en Leaf er jafnframt fyrsti bíllinn sem hlotið hefur verðlaunin í þessum flokki.