07.03.2018
Nýskráning fólksbíla dróst saman um 184 bíla í febrúar í samanburði við sama mánuð á síðasta ári og nemur lækkunin um 13,7%. Janúar gaf góð fyrirheit enda stór mánuður en nýskráningar frá áramótum eru 2782 fólksbílar samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu.
06.03.2018
Hagstofan hefur birt vísitölu neysluverðs miðuð við verðlag í febrúar 2018 og er hún 449,5 stig sem er hækkun um 0,60% frá fyrra mánuði og 2,3% hækkun síðustu 12 mánuði. Rekstur bifreiða er veigamikill þáttur í vísitölu neysluverðs.
06.03.2018
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Nissan varðandi tæringu í grindum Pathfinder bifreiða.Komið hafa upp tilfelli þar sem um er að ræða óeðlilega tæringu í grindum eldri bifreiða svipað og með Nissan Navara en ekki í eins miklum mæli.
06.03.2018
Umferðin í nýliðnum febrúar á Hringveginum dróst saman um 2,6 prósent sé tekið mið af sama mánuði fyrir ári síðan. Samdráttinn má líklega rekja til tíðarfarsins sem var óvenju erfitt í mánuðinum. Mest dróst umferðin saman á Vesturlandi eða um rúm sjö prósent.
05.03.2018
Í nótt voru fjölfarnar götur rykbundnar til að bæta loftgæði í borginni. Magnesíum klóríði sem reynst hefur vel til rykbindingar var úðað á stofnbrautir í Reykjavík og fleiri fjölfarnar götur eins og Bústaðaveg, Suðurlandsbraut og Grensásveg.
02.03.2018
Eins og borgarbúar hafa orðið varir við hefur verið stillt og þurrt veður í borginni í dag og mælist styrkur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs hár auk þess sem há gildi koma fram í mælingum á styrk brennisteinsvetnis. Svipuðu veðri er spáð næstu daga svo gera má ráð fyrir slæmum loftgæðum. Undir kringumstæðum sem þessum er brýnt að þeir sem eru viðkvæmir í öndunarfærunum forðist útivist í nágrenni stórra umferðaæða næstu daga.
02.03.2018
Borið hefur á því hér á landi að skráning bifreiða gefi til kynna að þær séu yngri en þær eru í raun og veru.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, sagði í samtali við Morgunblaðið að það skipti auðvitað máli hvort menn sé að kaupa bíl frá 2008 eða 2010. Morgunblaðið segir frá því að nýverið hafi einstaklingur rekist á Kía-bifreið sem skráð væri 201o en við nánari athugun hafi komið í ljós að framleiðsluár hennar hafi verið 2008.
01.03.2018
Borgaryfirvöld í Róm á Ítalíu hafa ákveðið að banna notkun dísilknúna bifreiða í miðborginni frá 2024 að telja í baráttunni við mengun í borginni sem aukist hefur mjög á síðustu árum. Fleiri borgir í Evrópu eru að skoða að fara þessa sömu leið og Rómarborg og banna þá í fyrstu dísilbíla frá miðborgunum.
28.02.2018
Opnað hefur verið fyrir ábendingar frá almenningi um drög að nýjum umferðarlögum, en samkvæmt drögunum er um viðamiklar breytingar að ræða. Markmið með heildarendurskoðun umferðarlaga er að stuðla enn frekar að umferðaröryggi með því að bregðast við þeirri þróun sem orðið hefur á samgöngum og samfélaginu í heild á undanförum árum.
27.02.2018
Ástand á götum á höfuðborgarsvæðinu og víða um land hefur verið töluvert til umfjöllunar síðustu daga. Í leysingunum að undanförnu koma götur illa undan vetri og á mörgum stöðum er ástandið mjög slæmt. Getur verið að viðhald á götum hafi ekki verið sem skildi og að stjórnvöld séu að fá þetta núna í andlitið.