07.06.2018
Síðustu daga skólaársins vinna nemendur 10. bekkjar Vogaskólalokaverkefni sem þeir kynna svo fyrir samnemendum, kennurum og foreldrum sínum. Lokaverkefni hópsins ,,SPENNT“, þeirra Gígju Karitasar Thorarensen, Kristínar Lovísu Andradóttur og Svölu Lindar Örlygsdóttur fjallaði um nauðsyn öryggisbelta. Þetta kemur fram á vef Samgöngustofu.
06.06.2018
Vesturlandsvegur um Kjalarnes hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu í kjölfar banaslysa en það sem af er árinu hafa tveir látist á þessum vegakafla. Síðara banaslysið var sl.mánudagskvöld, auk þess sem átta einstaklingar úr slysinu slösuðust og voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Mikill þrýstingur hefur verið lagður á stjórnvöld að grípa til aðgerða á Vesturlandsveginum.
05.06.2018
Þau merku tímamót urðu í liðinni viku að hundrað þúsundasti bíllinn af tegundinni Nissan Leaf var nýskráður eiganda sínum. Undanfarna rúma sjö mánuði hafa Evrópubúar lagt inn pöntum fyrir meira en 37 þúsund nýjum Leaf. Eitt hundrað þúsundasti bíllinn af tegundinni Nissan Leaf var seldur í Madríd.
05.06.2018
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um endurinnköllun á 65 Corolla og Auris bifreiðum af árgerðunum 2006 til 2010. Um er að ræða bifreiðar sem hafa fengið nýja öryggispúða fyrir farþega í framsæti í stað öryggispúða framleiddum af Takata.
04.06.2018
Það er ýmsan fróðleik að finna þegar rýnt er í sölutölur bifreiða í Evrópu. Þar kemur í ljós að Skoda Octavia er í efsta sæti í sex löndum hvað sölu áhrærir. Á Íslandi hafa Toyota Yaris og Skoda Octavia verið í efstu sætunum undanfarin ár.
01.06.2018
Í síðasta FÍB blaði var áhugvert og ítarlegt viðtal við Anders Eugensson sérfræðing og stjórnanda í öryggis- og þróunarmálum hjá bílaframleiðandanum Volvo. Í viðtalinu var farið yfir framtíð sjálfkeyrandi bíla og þróun öryggismála i samgöngum. Fram kom að miklar breytingar eru framundan varðandi þróun ökutækja og í aksturstækni. Þessar breytingar munu leiða af sér nýjar lausnir og nýja hugsun í samgöngum á landi.
01.06.2018
Meðalaldur bifreiða á skrá árið 2017 var 12,03 ár en ári 2016 var meðalaldurinn 12,5. Hann lækkar því lítillega á milli ára en íslenski bílaflotinn er gamall í alþjóðlegum samanburði af því fram kemur í Árbók bílgreina 2018. Meðalaldur annarra bifreiða (hóp, sendi- og vörubifreiða var 13,27 ár.
31.05.2018
Athöfn fór fram fyrir framan Skúlagötu 4 (Sjávarútvegshúsið) í morgun og þess minnst að einmitt þar var fyrst ekið, með formlegum hætti, af vinstri akrein yfir á þá hægri snemma að morgni 26. maí 1968, á H-deginum svokallaða.
30.05.2018
Gríðarleg aukning hefur orðið í sölu á rafbílum í Asíu á síðustu árum og þá alveg sérstaklega í Kína. Stjórnvöld leggja hart að almenningi að kaupa vistvæna bíla til að sporna við mengun sem er ein sú mesta í heiminum þar um slóðir. Almenningur í Kína hefur tekið vel við sér og rafbílar seljast sem aldrei fyrr.
30.05.2018
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf. um innkallanir á 140 Volkswagen Polo bifreiðum árgerð 2018.