Fréttir

Minni aukning umferðar á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um 4,3 prósent í apríl síðast liðnum. Í ár nemur aukning umferðar á svæðinu 3,4 prósentum sem er mun minni aukning en á síðasta ári. Reikna má með að í ár aukist umferðin á höfuðborgarsvæðinu um 3-4 prósent. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Askja innkallar KIA Optima

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju hf. að innkalla þurfi 32 Kia Optima (JF) plug-in Hybrid bifreiðar árgerð 2016 til 2018.

Iðgjöld ökutækjatrygginga hækka langt umfram vísitölur

Í nýjustu könnun Verðlagseftirlits ASÍ kemur fram að gríðarlegur verðmunur er á hæsta og lægsta verði bílatrygginga. Um 107% munur er á milli hæsta og lægsta tilboðsins í ábyrgðar- og kaskótryggingu af VW Póló árgerð 2009. Nánar er greint frá því í frétt hér á FÍB vefnum.

Fyrstu sjálfstýrðu bifreiðinni reynsluekið

Fyrsta sjálfstýrða bifreiðin á Íslandi var til sýnis og reynslu á ráðstefnunni Snjallborgin Reykjavík, sem fram fer í Hörpu í gær. Bifreiðinni var ekið stutta leið í kringum Hörpu.

Af nýjum bílum er hlutfall dísilbíla mjög hátt

Fyrstu þrá mánuði ársins seldust 6427 nýir bílar hér á landi en yfir sama tímabil á síðasta ári seldust 6705 bílar. Salan er því rúmum 4% minni borið saman við sömu mánuði í fyrra. Helstu ástæður samdráttar eru þær að hægt hefur á vexti í ferðaþjónustunni, bílaleigur bera hærri vörugjöld og almenningur horfir til þess að kjarasamningar verða lausir í haust og næsta vetur. Þetta kom fram í umfjöllun um málið í fréttatíma Stöðvar 2.

Minni umferð á Hringveginum en undanfarin ár

Umferðin um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum jókst um 7,4 prósent í nýliðnum aprílmánuði. Þótt þetta sé töluvert mikil aukning er hún minni en undanfarin ár. Frá áramótum hefur umferðin aukist um 6,3 prósent.

Evrópusambandið samþykkir nýja gæðaprófun bíla

Á dögunum samþykkti Evrópuþingið nýja reglugerð sem lítur að gæðaprófun bíla. Reglugerðin, sem var tvö ár í smíðum, á að tryggja að neytendur hafi undir höndum bifreiðar sem staðfesti að þær hafi gengist undir raunprófanir.

107% verðmunur á bílatryggingum

Mjög mikill verðmunur er á hæsta og lægsta verði fyrir bílatryggingar í nýjustu könnun Verðlagseftirlits ASÍ. Í könnuninni kemur fram að 107% munur er á milli hæsta og lægsta tilboðsins í ábyrgðartryggingu og kaskótryggingu.

Lögreglan frestar sektum vegna nagladekkjanotkunar

Veðrið síðustu daga hefur ekki gefið tilefni til að bílar almennt séu komnir á sumardekk. Af þeim sökum hafa margir bifreiðaeigendur velt því fyrir sér hvort lögreglan sé byrjuð að sekta ökumenn fyrir að vera á negldum dekkjum á höfuðborgarsvæðinu.

Hekla innkallar Mitsubishi Outlander

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf. Að innkalla þurfi 167 Mitsubishi Outlander bifreiðar árgerð 2006 til 2012. Ástæða innköllunar er sú að rúðuþurrkur fyrir framrúðu geta orðið óvirkar vegna þess að vatn getur komist í þurrkumótor og/eða tæring orðið á kúlulið á tengiarmi fyrir rúðuþurrkur.