Fréttir

Vöxtur á öllum mörkuðum hjá Renault Group

Sala Renault Group jókst um 10,4% á fyrri árshelmingi þegar alls um 1,9 milljónir bíla voru nýskráðir á sama tíma og heimsmarkaðurinn óx um 2,6%.

Strætisvagnar í Los Angeles rafmagnsknúnir fyrir 2030

Með tíð og tíma stefnir í að núverandi strætisvagnafloti Los Angeles borgar heyrir sögunni en samkvæmt stefnu borgaryfirvalda á að skipta út strætisvögnum út fyrir rafmagnsknúnum. Ef þessar áætlanir ganga eftir ætla borgaryfirvöld í Los Angeles að ná þessum markmiðum fyrir árið 2030.

Tafir gætu orðið á umferð upp á Keflavíkurflugvöll

Farþegar á leið sinni upp á Keflavíkurflugvöll gætu lent í töfum en á leiðinni þangað standa nú yfir malbikunarframkvæmdir í dag og á morgun.

Vöxtur Hyundai heldur áfram á Evrópumarkaði

Asíski bílaframleiðandinn Hyundai heldur áfram að styrkja stöðu sína á Evrópumarkaði. Vöxtur fyrirtækisins á fyrri helmingi ársins í ár var í samræmi við áætlanir þegar alls voru um 271 þúsund bílar nýskráðir samkvæmt upplýsingum frá Samtökum evrópskra bifreiðaframleiðenda (ACEA).

Malbikunarframkvæmdir í fullum gangi

Malbikunarframkvæmdir standa nú sem hæst yfir víða um land. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er Í kvöld, fimmtudaginn 27. júlí og aðfaranótt 28. júlí stefnt að því að malbika hringtorg á Reykjanesbraut við N1 í Hafnarfirði. Hringtorginu verður lokað á meðan framkvæmd stendur yfir og hjáleiðir settar upp.

Nýr Kia Optima SW í Plug-in Hybrid útfærslu

Kia hefur kynnt til leiks nýjan Optima Sportwagon í Plug-in Hybrid útfærslu. Bíllinn er með tengiltvinnvél sem samanstendur af 68 kílówatta rafmótor og tveggja lítra GDI bensínvél.

Bresk stjórnvöld ætla að banna dísil- og bensín bíla fyrir 2040

Mikil umræða á Bretlandi síðustu misseri vegna aukinnar loftmengunar hefur ýtt við stjórnvöldum þar í landi sem hyggjast leggja til að notkun bensín- og dísilbifreiðar verði bannaðar frá árinu 2040.

FÍB með í heimsátaki í þágu umferðaröryggis

Umferðaröryggisátak FIA; 3500 mannslíf hefur þann tilgang að hvetja ökumenn sem og alla aðra vegfarendur til að gæta betur að eigin öryggi og annarra í umferðinni. FÍB tekur þátt í að miðla boðskapnum til vegfarenda á Íslandi.

Kia með sölumet í Evrópu

Kia setti sölumet í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins en alls seldi suður-kóreski bílaframleiðandinn 251.472 bíla í álfunni sem er 9,5% söluaukning frá sama tíma í fyrra. Kia hefur aldrei selt fleiri bíla í Evrópu á sex mánaða tímabili.

Þrjár milljónir Mercedes Benz dísilbíla innkallaðir til að draga úr mengun

Undanfarið hafa þýsk yfirvöld verið að rannsaka og fara yfir útblástur dísilbíla frá Daimler samstæðunni, sem framleiðir m.a. Mercedes Benz. Í síðustu viku voru stjórnendur Daimler kallaðir fyrir þýska embættismenn í Berlín til að fara yfir grunsemdir um að mögulega hafi verið átt við búnað dísilbíla frá fyrirtækinu.