12.07.2017
Fólksbíladísilvélin er í sterkum mótvindi um þessar mundir og yfirvöld víða í Evrópu hafa mikinn hug á því að banna hreinlega notkun dísilbíla. Ástæður andúðarinnar má augljóslega rekja til ,,Dieselgate” - hneykslisins sem sannaðist á Volkswagen. Líklegt er talið að fleiri framleiðendur dísilbíla hafi aðhafst svipað þótt lægra hafi farið
10.07.2017
Evrópsk hagsmunafélög bifreiðaeigenda – systurfélög FÍB hafa áhyggjur tjónabílum, ekki síst af innstreymi viðgerðra tjónabíla frá Bandaríkjunum. Þetta eru bílar sem bandarísk tryggingafélög og umferðaryfirvöld hafa afskrifað sem óviðgerðarhæfa eftir hverskonar tjón, m.a. umferðartjón og hamfaraflóð. Bílarnir eru því seldir á uppboðum til niðurrifs og/eða eyðingar en ýmsir Evrópubúar sjá sér leik á borði að kaupa þá, flytja heim, lagfæra og endurselja síðan.
10.07.2017
Sænsk-kínverski bílaframleiðandinn Volvo hefur verið í heimsfjölmiðlum undanfarið fyrir þá ákvörðun sína að rafmagna alla sína framleiðslubíla frá og með árinu 2019. Þaðan í frá verða allir nýir Volvo bílar rafknúnir – sumir hreinir rafbílar en aðrir búnir bensín- eða dísilrafstöðvum.
09.07.2017
Um helgina urðu merk tímamót þegar hulunni var svipt af rafbílnum Model 3 sem rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að setja á almennan markað síðar í sumar.
09.07.2017
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 4 Toyota Proace sendibílum, framleiðslutímabil 2016-2017.
06.07.2017
Umferðin á Hringveginum í júní jókst um tæp 13 prósent sem er gríðarlega mikil aukning og sú mesta milli júnímánaða. Þetta kemur fram í samantekt Vegagerðarinnar.
30.06.2017
Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins fjallaði í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær um mögulegt bann við nagladekkjum í Reykjavík.
26.06.2017
Það þarf rétt eldsneyti, rétta smurolíu og viðeigandi viðhald til að tryggja eðlilega endingu og mjúkan gang bensín- og dísilvéla. Sérfræðingar frá þýska skoðunarfyrirtækinu DEKRA, sem er öflugasta bílaskoðunarfyrirtæki Evrópu, segja að gott eftirlit og viðhald dragi verulega tíðni alvarlegra vélarbilana.
21.06.2017
- Vilja fjölga eldsneytisdælum
13.06.2017
Hópbílar fengu á dögunum afhenda glæsilega hópferðabifreið af gerðinni Setra S 519 HD. Bíllinn er framleiddur í verksmiðju EvoBus í Ulm í Þýskalandi og er 15 metra langur og búinn 69 farþegasætum. Sætin eru einstaklega þægileg og öll búin öryggisbeltum.