11.08.2017
Dacia sem BL kynnti sem nýtt bílamerki hjá fyrirtækinu haustið 2012 er nú orðið tíunda mest selda merki landsins og með sölu á áþekku róli og Skoda. Það sem meira er, er að Dacia Duster trónir nú á toppi sölulistans þegar kemur að sportjeppunum.
10.08.2017
Daimler jók mjög sölu á Mercedes-Benz sendibílum á fyrri hluta ársins. Alls afhenti Daimler 190.200 nýja Mercedes-Benz sendibíla á fyrstu sex mánuðum ársins sem er met hjá fyrirtækinu.
09.08.2017
Umferð á höfuðborgarsvæðinu jókst um tæp tíu prósent í júlí miðað við sama mánuð í fyrra og er þetta heldur meiri aukning er varð á Hringveginum í sama mánuði.
04.08.2017
Stöðva þyrfti sölu á bensín- og dísilbílum eftir þrjú ár ef ná á því markmiði umhverfisráðherra, að rafbílavæða bílaflotann fyrir 2030. Þetta segir framkvæmdastjóri Íslenskrar nýorku. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB segir það bratt hjá umhverfisráðherra að ætla að rafbílavæða íslenska bílaflotann á næstu þrettán árum.
02.08.2017
Ein mesta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin er framundan. Ferðavenjur hafa breyst og sérstaða verslunarmannahelgarinnar er ekki eins mikil og áður því nú eru flestar helgar yfir sumarið orðnar stórar ferðahelgar og víða bæjarhátíðir.
01.08.2017
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að horfa þyrfti til langtímastefnumótunar varðandi orkuskipti í samgöngum, en þetta kemur fram í viðtali við Runólf við fyrirspurn Morgunblaðsins um hvort sá möguleiki sé fyrir hendi hér á landi að segja skilið við notkun jarðefnaeldsneytis í bifreiðum. Yfirvöld í Bretlandi og Frakklandi hafa á síðustu vikum tilkynnt að þau muni banna sölu á bensín- og dísilbílum frá og með árinu 2040.
01.08.2017
Umferðin í júlí á Hringveginum jókst um 7,3 prósent sem er mikil aukning en heldur minni en verið hefur síðustu mánuði. Þannig að heldur dregur úr aukningarhraðanum.
31.07.2017
Sala Renault Group jókst um 10,4% á fyrri árshelmingi þegar alls um 1,9 milljónir bíla voru nýskráðir á sama tíma og heimsmarkaðurinn óx um 2,6%.
28.07.2017
Með tíð og tíma stefnir í að núverandi strætisvagnafloti Los Angeles borgar heyrir sögunni en samkvæmt stefnu borgaryfirvalda á að skipta út strætisvögnum út fyrir rafmagnsknúnum. Ef þessar áætlanir ganga eftir ætla borgaryfirvöld í Los Angeles að ná þessum markmiðum fyrir árið 2030.
28.07.2017
Farþegar á leið sinni upp á Keflavíkurflugvöll gætu lent í töfum en á leiðinni þangað standa nú yfir malbikunarframkvæmdir í dag og á morgun.