Fréttir

Vöxtur Hyundai heldur áfram á Evrópumarkaði

Asíski bílaframleiðandinn Hyundai heldur áfram að styrkja stöðu sína á Evrópumarkaði. Vöxtur fyrirtækisins á fyrri helmingi ársins í ár var í samræmi við áætlanir þegar alls voru um 271 þúsund bílar nýskráðir samkvæmt upplýsingum frá Samtökum evrópskra bifreiðaframleiðenda (ACEA).

Malbikunarframkvæmdir í fullum gangi

Malbikunarframkvæmdir standa nú sem hæst yfir víða um land. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er Í kvöld, fimmtudaginn 27. júlí og aðfaranótt 28. júlí stefnt að því að malbika hringtorg á Reykjanesbraut við N1 í Hafnarfirði. Hringtorginu verður lokað á meðan framkvæmd stendur yfir og hjáleiðir settar upp.

Nýr Kia Optima SW í Plug-in Hybrid útfærslu

Kia hefur kynnt til leiks nýjan Optima Sportwagon í Plug-in Hybrid útfærslu. Bíllinn er með tengiltvinnvél sem samanstendur af 68 kílówatta rafmótor og tveggja lítra GDI bensínvél.

Bresk stjórnvöld ætla að banna dísil- og bensín bíla fyrir 2040

Mikil umræða á Bretlandi síðustu misseri vegna aukinnar loftmengunar hefur ýtt við stjórnvöldum þar í landi sem hyggjast leggja til að notkun bensín- og dísilbifreiðar verði bannaðar frá árinu 2040.

FÍB með í heimsátaki í þágu umferðaröryggis

Umferðaröryggisátak FIA; 3500 mannslíf hefur þann tilgang að hvetja ökumenn sem og alla aðra vegfarendur til að gæta betur að eigin öryggi og annarra í umferðinni. FÍB tekur þátt í að miðla boðskapnum til vegfarenda á Íslandi.

Kia með sölumet í Evrópu

Kia setti sölumet í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins en alls seldi suður-kóreski bílaframleiðandinn 251.472 bíla í álfunni sem er 9,5% söluaukning frá sama tíma í fyrra. Kia hefur aldrei selt fleiri bíla í Evrópu á sex mánaða tímabili.

Þrjár milljónir Mercedes Benz dísilbíla innkallaðir til að draga úr mengun

Undanfarið hafa þýsk yfirvöld verið að rannsaka og fara yfir útblástur dísilbíla frá Daimler samstæðunni, sem framleiðir m.a. Mercedes Benz. Í síðustu viku voru stjórnendur Daimler kallaðir fyrir þýska embættismenn í Berlín til að fara yfir grunsemdir um að mögulega hafi verið átt við búnað dísilbíla frá fyrirtækinu.

Samgönguráðherra talar fyrir vegatollum á öllum leiðum út frá Reykjavík

Jón Gunnarsson samgönguráðherra var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Hann telur að með vegtollum megi fara í tugmilljarða framkvæmdir í vegakerfinu árlega næstu árin. Vegtollanefnd ráðherra mun skila tillögum sínum fyrir sumarlok. Vegatollainnheimta er mjög dýr og óskilvirk fjáröflunarleið að mati FÍB. Er það sjálfsagt og eðlilegt að leggja viðbótarskatta með vegtollum á notendur veganna ofan á þá 70 milljarða króna sem árlega renna frá bíleigendum í ríkissjóð?

Risasamningar um dísilhreinsibúnað

Búnaður sem lítið danskt tæknifyrirtæki -Amminex- framleiðir, hreinsar allt að 99 prósent eða nánast öll heilsuskaðleg nítursambönd úr útblæstri dísilvéla. Þetta er besta hreinsun þessara efnasambanda úr útblæstri dísilbíla hingað til og miklu betri en hreinsun en svokallaður AdBlue búnaður ræður við og margfalt betri en Euro-6 mengunarstaðallinn krefst.

Geely sækir inn á alþjóðlegan markað leigubíla

Kínverski bílaframleiðandinn Geely sem er aðaleigandi Volvo, keypti fyrir fáum árum London Taxi Company, framleiðanda Lundúnaleigubílanna heimsþekktu. Nú ætlar Geely að sækja inn á heimsmarkað leigubíla með rafknúinn Lundúnaleigubíl. Af því tilefni hefur verið skipt um nafn á fyrirtækinu og heitir það nú LEVC sem er skammstöfun á London Electric Vehicle Company.