Fréttir

Ford í Danmörku kært fyrir duldar auglýsingar

Umboðsmaður neytenda í Danmörku hefur kært Ford Motor Company í Danmörku til lögreglu fyrir duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum. Meint brot fólust í því að setja inn myndir af dönsku frægðarfólki og Ford bifreiðum þessa fólks inn á samfélagsmiðla án þess að tilgreina að um auglýsingar væri að ræða.

Pors eða Porsjé?

Framburður á nafni eins þekktasta sportbíls veraldar hefur lengi verið á reiki, ekki bara hér á Íslandi heldur líka víðar um heim. Þessi bifreiðategund er kennd við hinn upphaflega skapara sinn sem á árunum milli heimsstyrjalda 20. aldarinnar skóp einnig Volksvagen bjölluna, þann bíl sem varð alþýðuvagn hins vestræna heims að lokinni síðari heimsstyrjöld. Þessi maður var þýski vélaverkfræðingurinn Ferdinant Porsche.

Framtíð samgangna - hvernig verður hún?

Ferry Smith stjórnarformaður EuroRAP hélt mjög athyglisvert erindi um öryggisrýni vega á ráðstefnunnin Bílar, fólk og framtíðin í Hörpu 17. nóvember sl. Hann skýrði tilurð og tilgang Euro RAP og Euro NCAP (öryggismat nýrra bíla). Bæði þessi verkefni urðu upphaflega til hjá alþjóðasamtökum bifreiðaeigenda, FIA, og er tilgangur þeirra að draga sem mest úr dauða og meiðslum í umferðinni í heiminum með því að bæta farartæki, umferðarmannvirki og síðast en ekki síst viðhorfum almennings, stjórnvalda og fjölmiðla til öryggismála.

GM setur viðvörunarbúnað fyrir aftursæti nýrra bíla

General Motors hefur byrjað á að setja sérstakan öryggisbúnað í nýja bíla. Búnaðurinn varar ökumenn við svo þeir gleymi ekki neinu og allra síst sofandi barni í aftursætinu þegar þeir yfirgefa bílinn. GM vonast til að búnaðurinn fækki dauðaslysum á börnum af völdum ofhitnunar í bílunum

Jeremy Clarkson ávíttur fyrir fávisku um rafbíla

-Hvað þetta frægðarfólk getur látið út úr sér! Segir greinarhöfundur á vefsíðunni Green Car Report þar sem hann svarar fullyrðingum Jeremy Clarkson um rafbíla í sjónvarpsviðtali við Business Insider lið fyrir lið.

Borgin boðar 60% hækkun aukastöðugjalda og allt að 40% hækkun stöðugjalda

Samkvæmt nýlegri samþykkt borgarstjórnar hækka gjaldskrár borgarinnar fyrir ýmis viðvik frá og með næstu áramótum..Jafnaðarlega hækka tekjur borgarinnar fyrir flest þessi viðvik um 2,4 prósent, en einn þáttur sker sig algerlega og freklega úr. Það eru bílastæðagjöldin. Aukastöðugjöld sem leggjast á bíla sem fara fram yfir greiddan stöðutíma hækka um 60 prósent og sjálf stöðugjöldin hækka um 10-50 prósent – misjafnt eftir gjaldsvæðum.

Stefnir í þreföldun ölvunarakstursslysa á árinu

Í skráningu Samgöngustofu á umferðarslysum sem unnin er upp úr skýrslum lögreglu kemur fram að á fyrstu 8 mánuðum þessa árs hefur orðið mikil fjölgun umferðarslysa sem rekja má til ölvunaraksturs. Á undanförnum árum, eða allt frá árinu 2008, hefur orðið mikil fækkun umferðarslysa þar sem ölvun kemur við söguen nú er sem breyting sé að verða til hins verra.

Drapst á Rússajeppanum

Hermenn ýttu dauðum Rússajeppanum, sem dró kerru með jarðneskar leifar Fidels Castro, síðasta spölinn.

Grænt ljós á þýska innheimtu veggjalda af útlendingum

Það hefur komið mörgum á óvart að Evrópusambandið virðist nú hafa samþykkt fyrirætlanir þýskra stjórnvalda um að innheimta veggjöld (Pkw-Maut) af erlendum fólksbílum sem aka á þýsku hraðbrautunum. Veggjöld verða ekki innheimt af bílum sem skráðir eru í Þýskalandi. Þetta er alger viðsnúningur því áður hafði ES hafnað veggjaldahugmyndinni.

Fjórar stórborgir banna dísilbíla

Árið 2025 gengur í gildi bann við akstri dísilbíla í fjórum stórborgum heimsins. Þetta eru borgirnar Mexico City í Mexíkó, Paris í Frakklandi, Madrid á Spáni og Aþena í Grikklandi. Allar hafa þessar borgir lengi verið hrjáðar af loftmengun en mismikilli.