Fréttir

Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu verður haldin föstudaginn 26. ágúst 2016 og hefst kl. 9.00.

Leiðin sem ekin verður tekur u.þ.b. 5 klst. - ekið verður frá bensínstöð Atlantsolíu Bíldshöfða og til bensínstöðvar Atlantsolíu Glerártorgi Akureyri(381,6 km) með 30 mínútna stoppi á Gauksmýri(188,8 km) þar er kjarngóð súpa og brauð í boði.

CO2 útblástur minnkar

Útblástur koldíoxíðs frá nýskráðum bílum fer talsvert hratt lækkandi ef marka má tölulegar upplýsingar frá hinni sænsku skráningarstofu. Það sem af er þessu ári er meðalútblástur nýskráðra bíla í Svíþjóð 4,6% minni en hann var á sama tímabili síðasta árs.

Volvo og Uber vinna saman að nýjum bíl

Volvo Cars og Uber boða nú náið samstarf sín í milli um sjálfakandi leigubíla. Volvo leggur til nýjan bíl sem byggður verður á svonefndri SPA-grunnplötu sem er grunnur hins nýja Volvo XC-90 og fleiri Volvóbíla.

Vegatolla- og einkavæðing þjóðvega

Þjóðvegakerfi landsins er í bágu ástandi eftir áralangan viðhaldsskort. Í kjölfar batnandi efnahags og gríðarlegs fjöld ferðamanna sem lagt hefur leiðir sínar til Íslands undanfarin fá ár og stóraukinnar umferðar á vegunum er þörf skjótra úrbóta ef vegir víða eiga ekki hreinlega að eyðileggjast. Það er flestum ljóst. En ennþá er lausnarorðið einkavæðing eða einkaframkvæmd á þessum eða hinum vegarkaflanum?

Danskir eigendur Tesla kvarta undan lélegri viðhaldsþjónustu

-Það má ljóst vera að innflutnings- og þjónustuaðili Tesla bíla verður að taka sig rækilega á, segir danskur eigandi Tesla S rafbíls. Hann og fleiri Tesla eigendur kvarta mjög undan lélegri ábyrgðarþjónustu og óheyrilega langri bið eftir viðgerðum og almennu viðhaldi bílanna.

Norsk stjórnvöld afneita væntanlegu sölubanni bensín- og dísilbíla 2025

Norsk stjórnvöld neita því staðfastlega að til standi að banna sölu bifreiða með brunahreyfla frá og með árinu 2025. Ekkert standi í nýrri samgönguáætlun um að stefnt sé að slíku banni. Talsmaður norska samgönguráðuneytisins segir við Automotive News að annað mál sé að stjórnvöld vilji hvetja bílakaupendur með ýmsum hætti, þar á meðal ívilnunum, til að velja umfram allt umhverfismilda bíla þegar keyptur er nýr bíll.

Infiniti kynnir nýja bensínvél sem slær dísilvélar út í afli og sparneytni

Infiniti; lúxusmerki Nissan, ætlar að kynna nýja bensínvél; VC-T, á bílasýningunni í París í næsta mánuði. Nýja vélin er sögð marka meiriháttar tímamót og vera allt í senn ívið aflmeiri, en mun minni, léttari og sparneytnari en stóra sex strokka vélin sem hún á að leysa af hólmi. Automotive News greinir frá þessu.

Auðvelt að opna og stela milljónum nýrra og nýlegra bíla?

Breskir og þýskir vísindamenn hafa fundið gloppu í fjarstýrðum læsingum fjölmargra tegunda og gerða nýrra og nýlegra bíla. Auðvelt mun vera að panta teikningar og efni á Netinu, greiða fyrir það fáeina þúsundkalla og setja síðan saman rafræna ,,þjófalykla” sem opnað geta milljónir bíla og ræst þá.

Nýtt vopn gegn umferðarlagabrjótum

Starfshópur á vegum Evrópusambandsins er langt kominn með þróun nýs tækis til að stöðva bíla þeirra ökumanna sem hunsa boð lögreglu um að stansa heldur þvert á móti gefa í og reyna að komast undan. Af slíku og meðfylgjandi eftirför lögreglu skapast oft stórkostleg hætta.

Nissan reynsluekur „áfengisrafbílnum“

Hjá Nissan stendur nú yfir reynsluakstur á sérstæðum rafbíl sem við sögðum frá í þessari frétt. Í bílnum er efnarafall sem dregur vetni úr venjulegu áfengi (etanóli), breytir vetninu svo í rafstraum sem knýr bílinn. Prófanirnar fara fram í Brasilíu í almennri umferð á vegum og götum.