27.06.2016
Í liðinni viku opnuðu ráðherrar samgöngu- og orkumála formlega fyrsta vegarspottann í Svíþjóð semkalla má rafmagnsveg. Um er að ræða tveggja kílómetra kafla af E16 veginum utan við Sandviken.
22.06.2016
Örsmár tveggja farþega leigubíll verður tekinn í notkun í München í Þýskalandi á næsta ári. Bíllinn sjálfur er lítið stærri um sig en tveggja manna rafmagns-borgarfarartækið Twizy frá Renault, er rafknúinn og með útskiptanlegum rafhlöðum.
22.06.2016
Ríkissaksóknarinn í þýska sambandsríkinuer að setja af staðsérstakarannsókn á þætti Martin Winterkorn, fyrrv. forstjóra Volkswagen samsteypunnar í útblástursvindlmálinu. Forstjórinn fyrrverandi hefur verið sakaður um að hafa vitað miklu meira um málið og aðdraganda þess en hann hefur viljað vera láta.
21.06.2016
Umtalsverður munur er á eiginleikum sumar- og vetrarhjólbarða. Hann þýðir það að að sumarhjólbarðar duga illa í vetrarfæri og vetrarhjólbarðar illa í sumarfæri. Erfitt hefur reynst að sameina hina góðu eiginleika beggja í einum og sama hjólbarðanum þannig að viðunandi sé.
16.06.2016
Eftirlaunaþeginn Anton van Zanten verkfræðingur, uppfinningamaður og fyrrum starfsmaður Bosch er sá maður sem fann upp ESC skrikvörnina sem nú er skyldubúnaður í öllum nýjum bílum í okkar heimshluta. Hann var sérstaklega heiðraður nýlega og ekki að ósekju: Talið er víst að 8500 manns í Evrópu einni, eigi búnaðinum líf sitt að lau
16.06.2016
Erlendur sérfræðingur um umferðaröryggismál sagði eitt sinn við FÍB blaðið sem svo að ef mótorhjólið hefði verið fundið upp á síðustu árum 20. aldarinnar, hefði það aldrei fengist viðurkennt né skráð sem farartæki í almennri umferð vegna þess hve það væri hættulegt.
16.06.2016
Nissan Motor Co. í Japan hefur þróað nýja gerð efnarafals í bíla sem breytir etanóli í rafstraum sem svo knýr bílinn. Nýjungin í þessu er sú að etanólið, sem er vökvi, er varðveitt í bílnum í venjulegum eldsneytistanki og kemur í stað vetnis sem geyma þarf í bílum undir gríðarlega miklum þrýstingi sem er bæði rándýrt og hugsanlega varasamt.
14.06.2016
Á blaðamannafundi í Stuttgart sl. föstudag boðaði Thomas Weber yfirmaður þróunardeildar og stjórnarmaður Daimler (Benz – Smart) frumgerð að nýjum langdrægum Benz rafbíl sem sýnd verður á bílasýningunni í París í október nk. Þessi bíll er hugsaður til höfuðs hinum nýja Tesla Model X og á að komast 500 km á rafhleðslunni.
14.06.2016
Rolls Royce hefur verið kallaður bíll konunganna og konungur bílanna og í hugum margra er það vitnisburður um það að lengra verði vart komist í lífinu en það að hafa ráð á að eignast nýjan Rolls Royce og eiga hann og reka.
14.06.2016
Þrátt fyrir lítilsháttar sölusamdrátt fyrstu fjóra mánuði þessa árs þá er Toyota Corolla enn mest seldi bíll í veröldinni og langt bil milli Corolla og þeirra bíla sem næstir koma í baráttunni um „heimsmeistaratitilinn,“ Þeir eru VW Golf og Ford F-línan.