Fréttir

Góður gangur í sölu nýrra bíla í Evrópu

Bílasala í Evrópu hefur verið á góðri siglingu það sem af er ári. Á fyrri helmingi ársins 2016 voru nýskráðir 9,1 prósent fleiri bílar samanborið við sama tíma 2015. Sala nýrra bíla á Íslandi eykst verulega á milli ára. Þrátt fyrir þessa góðu sölu hafa bílaframleiðendur áhyggjur af væntanlegri útgöngu Breta úr ESB og áhrifum þess á bílgreinina.

Hvernig er ástand fjölskyldubílsins – er hann ferðahæfur?

Ein mesta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin er framundan. Ferðavenjur hafa breyst og sérstaða verslunarmannahelgarinnar er ekki eins mikil og áður því nú eru flestar helgar yfir sumarið orðnar stórar ferðahelgar og víða bæjarhátíðir.

App fyrir þá sem hyggja á akstur í Evrópu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið út ókeypis snjalltækja forrit eða app sem veitir gagnlegar upplýsingar um umferðarreglur innan Evrópu.

Nýr formaður hjá EuroRAP

Stjórn EuroRAP, samtaka um öruggari innviði og björgun mannslífa á evrópskum vegum, hefur valið Ferry Smith sem formann stjórnar samtakanna. Ferry hefur unnið að öryggismálum umferðarinnar í Evrópu um árabil. Hann starfar sem framkvæmdastjóri almannatengsla hjá Konunglega hollenska ferða- og bifreiðaeigendafélaginu (Koninklijke Nederlandse Toeristenbond) ANWB sem er systurfélag FÍB.

Vegagerðin segir stefna í 9,4 prósent aukningu umferðar á Hringveginum í ár

Metin í umferðinni eru að falla hvert af öðru. Fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar að umferð á Hringveginum hafi aukist um 7,8 prósent í júní í ár samanborið við sama mánuð 2015. Umferðin í júní hefur aldrei áður mælst meiri á Hringveginum frá því að þessi samantekt hófst árið 2005. Að meðaltali fóru 6.300 fleiri bílar framhjá 16 teljurum Vegagerðarinnar á hverjum sólarhring í júní sl. heldur en í sama mánuð í fyrra.

ESB leggur 2,9 milljarða evru samkeppnissekt á framleiðendur vörubíla

Í janúar 2011 hóf Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins rannsókn á meintu ólöglegu verðsamráði fimm stærstu vörubílaframleiðenda Evrópu. Fyrirtækin sem um ræðir eru Daimler, DAF, Iveco, MAN og Volvo/Renault. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að fyrirtækin hafi auk verðsamráðs verið samtaka um að fara svig við reglur um eldsneytissparnað og mengun. Samráðið er talið hafa staðið yfir í meira en 14 ár.

Stóð af lausum hrossum í rekstri er aðför að umferðaröryggi

Við búum við það hér á landi að sumt í lögum og reglum fylgir ekki breyttri tækni, samgöngum og samfélagþróun. Meðal þess er hestaumferð eftir þjóðvegum og á vegsvæðum þeirra. Á sumum landssvæðum er lausaganga búfjár ekki bönnuð og víða eru girðingar ekki fjárheldar eða ekki til staðar.

Skatttekjur af bílum

Yfir 60 milljarðar króna í skatta á bíleigendur en aðeins um 12 milljörðum króna varið til viðhalds og lagningar vega

Efnarafall sem nýtir alkóhól

Nissan er að byrja að prófa sig áfram með búnað sem skilur vetni úr lífrænt framleiddu etanóli - spíra. Vetnið fer síðan í gegn um efnarafal og umbreytist í rafstraum sem knýr bíla.

2.600 km á einum lítra af gasi

Shell Eco-maraþonið, sparaksturshátíð og -keppni háskólanema í Evrópu sem haldin hefur verið árlega undanfarna þrjá áratugi, fór fram í London um síðustu helgi. 230 keppnislið háskólanema frá 29 löndum tóku þátt á heimasmíðuðum ökutækjum og franska liðið Microjoule-La Joliverie bar heildarsigur úr býtum með því að komast 2.600 km á einum lítra af CNG gasi.