Fréttir

Fimmtíu þúsund Nissan Leaf hafa verið seldir í Noregi

Sala á rafbílum gengur hvergi betur en í Noregi en í dag eru þeir hátt í 150 þúsund talsins. Í upphafi þessarar viku náði Nissan þar merkum áfanga en nú hafa fimmtíu þúsund Nissan Leaf verið seldir þar í landi. Fyrsti Nissan Leaf kom á götuna í Noregi 2011 og hefur síðan notið mikilla vinsælda. Það stefnir allt í að yfir 15 þúsund Nissan Leaf verði seldir á þessu ári í Noregi en bara í marsmánuði einum seldust á þriðja þúsund bílar.

Nemendum í 10. bekk í Foldaskóla veitt leiðsögn í dekkjaskiptum

Nemendum í10. bekk við Foldaskóla í Grafarvogi stendur til boða valgrein við skólann sem nefnist fornám til ökunáms. Í þessu fagi er farið yfir öryggi og ýmsa þá þætti sem tengjast bílnum.Hjörtur Gunnar Jóhannesson, starfsmaður FÍB aðstoðar, heimsótti Foldaskóla í vikunni og fræddi nemendurna um allt sem snýr að dekkjaskiptum Einnig fór fram kennsla í því hvernig maður tengir startkapla og gefur straum

Mikill kostnaður samfara umferðatöfum

Í greiningu Samtaka iðnaðarins sem gerð var í tilefni af mótun samgönguáætlunar fyrir höfuðborgarsvæðið árin 2019-2033 kemur fram að samtökin áætla að þjóðhagslegur kostnaður umferðatafa á höfuðborgarsvæðinu árið 2017 hafi verið yfir 15 milljarða króna. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í umfjöllun um málið. Þar segir ennfremur að þar hafi atvinnulífið tapað um sex milljörðum króna vegna tapaðs vinnutíma og almenningur um níu milljörðum vegna tapaðs frítíma.

Tillaga verkefnahóps að innheimta mengunar- og tafagjöld í borginni

Upp á síðkastið hefur verið töluverð umræða um viðbótarskattheimtu með vegtollum. Þessi umræða ætlar í raun engan enda að taka en nú vilja sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu fá leyfi til að innheimta mengunar- og tafagjöld í borginni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tillögum verkefnahóps um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu á svæðinu sem kynnt hefur verið.

Veglyklum og afsláttarmiðum er hægt að skila til 14. desember

Greiðsla inneignar, skil veglykla og afsláttarmiða í Hvalfjarðagöngin hefur verið framlengdur til 14. desember. Miklu var skilað í síðustu viku nóvember og síðustu dagana fyrir mánaðarmót var ös á afgreiðslustöðum sem minnti á verslanir á Þorláksmessu. Spölur vill gjarnan sjá fleiri skila og ná þannig í inneignir sínar.

Hekla innkallar 1611 Mitsubishi bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hekla hf um innköllun á 1611 Mitsubishi bifreiðum af árgerðunum 2017 til 2018. Um er að ræða tegundirnar ASX, Eclipse (árgerð 2018) , Outlander og Outlander PHEV (árgerðir 2017 - 2018).

Umferðin jókst í nóvember á Hringveginum

Umferðin í nóvember á Hringveginum jókst um rúm níu prósent miðað við sama mánuð fyrir ári síðan. Þetta er heldur meiri umferð en reiknað var með, en nú er útlit fyrir að umferðin á Hringveginum aukist um 4,5 prósent í ár. Þótt dragi úr aukningu umferðar þá er hún eigi að síður talsverð á þessu ári.

Hulunni svipt af nýjum Kia e-Soul

Hulunni var svipt af nýjum Kia e-Soul rafbíl á Alþjóðlegu bílasýningunni í Los Angeles í dag. Mikil eftirvænting hefur ríkt eftir annarri kynslóð þessa netta fjölnotabíls frá Kia en forveri hans Kia Soul EV hefur verið mjög vinsæll víða um heim.