Fréttir

Skráðum ölvunarakstursbrotum fjölgar

Umferðarlagabrotum fjölgaði í júlí miðað við fyrri mánuði. Skráð voru 1.273 umferðarlagabrot í júlí en um 1.239 í júní. Þar af fjölgaði tilkynningum um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna nokkuð. Skráð voru 189 brot í júlí en 163 í júní síðastliðnum.

Ráðherra segir óhjákvæmilegt að taka upp einhverskonar veggjöld

Líkt og vegfarendur margir hafa tekið eftir þá hefur mikið verið að gera í viðhaldi vega í sumar. Það hefur þurft að loka vegum og fólk hefur tafist um stund vegna stórra sem smárra verka. Þessi verk eru nauðsynleg en í sumar hefur verið unnið fyrir meira fé en mörg undanfarin ár. Þetta kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Tvöföldun Hvalfjarðarganga - 5 leiðir skoðaðar

Mannvit og Vegagerðin hafa skoðað mismunandi leiðir til að tvöfalda Hvalfjarðargöng, alls fimm mismunandi leiðir. Engin ákvörðun hefur verið tekin um tvöföldun en öllu jafna vinnur Vegagerðin svokallaða frumdragavinnu til að skoða möguleika og kosti þannig að unnt sé að taka frekari ákvarðanir byggðar á raunverulegum kostum. Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar í umfjöllun um málið.

Hyundai kynnir nýja kynslóð hljóðkerfis

Hyundai hefur kynnt nýja kynslóð hljóðkerfis í bílum fyrirtækisins þar sem hver og einn farþega mun geta hlustað á sína tónlist án eyrnahlífa og án þess að tónlistin trufli aðra í bílnum. Kerfið nýtist einnig þegar talað er í síma. Þá mun ökumaður einnig geta stillt kerfið þannig að aðeins hann einn heyri ákveðin hljóðmerki sem tengjast stjórnun bílsins og honum eru nauðsynleg í akstri.

Askja innkallar Kia Niro Hybrid

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Ösku að innkalla þurfi 125 KIA Niro Hybrid bifreiðar af árgerðinni 2016-2017. Ástæða innköllunar er að orðið hefur vart við galla í rafmagnsvökvakúplingu sem getur valdið olíuleka.

Ný göng þurfa að vera lengri og breiðari

Niðurstaða nýrrar skýrslu sérfræðinga Vegagerðarinnar og Mannvits leiðir í ljós að gangaleið með tvístefnuumferð er langhagkvæmasti kostur tvöföldunar Hvalfjarðarganga. Fram kemur að öryggisreglur í jarðgöngum hafa verið hertar til muna frá því núverandi göng voru hönnuð fyrir rösklega tveimur áratugum síðan.

Bjarni Ben boðar aukna bílaskatta

Fjármögnun stærri framkvæmda í vegakerfinu með gjaldtöku hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu. Í vor bárust fregnir af því að innheimtu veggjalds í Hvalfjarðargöngum á vegum Spalar verði hætt í september. Upphaflega var áætlað að göngin yrðu greidd að fullu 20 ár frá opnun. Þann 11. júlí sl. voru 20 ár liðin frá því að Hvalfjarðargöngin voru opnuð fyrir bílaumferð. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa verið tvísaga undanfarið varðandi það hvort standa eigi við fyrirheitin um að göngin verði gjaldfrjáls eftir að Vegagerðin tekur yfir nú á haustmánuðum.

Metumferð í kringum Fiskidaginn

Vegagerðin hefur fylgst með fjölda bifreiða sem aka til og frá Dalvík um Fiskidagshelgina allt frá árinu 2008. Aldrei hafa fleiri bílar farið um talningarstaðina og nú eða um 27.500 bílar og því má reikna með að um 36 þúsund manns hafi sótt Dalvík heim sem er um 3 þúsund fleiri en í fyrra og 11 þúsund fleiri en árið 2008.

Iðgjöld bílatrygginga hækka með velþóknun Fjármálaeftirlitsins

Síðastliðin fjögur ár hafa iðgjöld lögboðinna ökutækjatrygginga hækkað um 25%. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7% og verð nýrra bíla lækkað um 13%.

Auglýsingarnar þóttu villandi – Toyota kærir ákvörðun Neytendastofu

Bílaumboðið Toyota á Íslandi hefur kært til áfrýjunarnefndar í neytendamálum þá ákvörðun Neytendastofu um að banna fyrirtækinu að fullyrða í auglýsingum sínum að Hybrid-bílar framleiðandans séu ,,50% rafdrifnir“ án þess þess að frekar sé útskýrt hvað við sé átt eins og komist er að orði. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.