01.10.2018
Áhersla verður lögð á umferðaröryggi á Íslandi, sérstaklega með tilliti til vaxandi fjölda erlendra ferðamanna, á umferðarþingi sem haldið verður 5. október að Grand hóteli Reykjavík.
28.09.2018
Á sjö áratugum hefur Land Rover tekið sér bólfestu djúpt í vitund þjóðarinnar. Hann er sá sem allir hafa sína skoðun á. Hann hefur í áratugi verið og er enn víða þarfasti þjónn íslenskra bænda við bústörfin, helsti ferðafélagi á fjöllum og „költið“ í augum margra bílaáhugamanna og ferðaþjónustuaðila sem vilja helst ekki sjá neitt annað.
27.09.2018
Gjaldtöku í Hvalfjarðargöng verður hætt skömmu eftir kl.13 á morgun, föstudaginn 28. september. Eignarhaldsfélagið Spölur hf., Spölur ehf., samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið hafa lokið gerð samnings um afhendingu á Hvalfjarðargöngum til ríkisins.
25.09.2018
Tólf bílar hafa verið valdir í úrslit í valinu á Bíl ársins 2019. Það er Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) sem sér um valið á Bíl ársins en þetta í tólfta skiptið sem BÍBB stendur fyrir valinu. Alls voru 31 bílar tilnefndir í valinu. Bílunum var skipt í fjóra flokka eftir stærð en þrír efstu bílarnir í hverjum flokki komust í úrslit.
25.09.2018
Gríðarlega vel hefur gengið að grafa Dýrafjarðargöng. Nú eru verktakarnir Metrostav a.s. og Suðurverk hf. búnir að sprengja Arnarfjarðarmegin og munu gangamenn nú færa sig yfir í Dýrafjörð og klára verkið þaðan. Búið er að sprengja 69 prósent ganganna eða nánast alveg upp á hábunguna, alls 3658 metra. Hábungan liggur nær Dýrafirði en að öllu jöfnu grafa menn upp fyrir sig.
25.09.2018
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju að innkalla þurfi 64 Kia Picanto TA bifreiðar af árgerðinni 2011-2012. Ástæða innköllunarinnar er að eldsneytishosur milli eldsneytistanks og áfyllingarrörs gætu verið gallaðar og valdið leka.
24.09.2018
Ef áætlanir ganga eftir verða Vaðlaheiðargöng opnuð fyrir umferð 1. desember nk. Í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag kemur fram að gera megi ráð fyrir því að bílar sem vega yfir þrjú og hálft tonn verði rukkaðir um allt að sex þúsund krónur en gjaldið fyrir minni bíla verði tæplega tvö þúsund krónur.
21.09.2018
Mikil spenna lá í loftinu við höfuðstöðvar Orku Náttúrunnar þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Líf Magneudóttir formaður umhverfisráðs Reykjavíkur ræstu af stað níu rafmagnsbíla sem taka þátt í tveggja daga nákvæmnisaksturskeppni. eRally Iceland 2018 er hluti af alþjóðlegu meistaramóti rafbíla FIA í nákvæmnisakstri sem fer fram víðsvegar um heiminn.
21.09.2018
Þann 2. október mun vanrækslugjald leggjast á farartæki og ferðavagna sem koma áttu inn til skoðunar fyrir 1. ágúst.
18.09.2018
Fimmtudaginn 20. september 2018 heldur Akstursíþróttasambands Íslands (AKÍS) fagfund um áskoranir og breytingar sem fylgja rafbílavæðingunni.