Fréttir

Samgönguöryggi ógnað með fíkniefnaakstri

Ógnvægileg þróun er að eiga sér stað sem rekja má til fíkniefnaaksturs í umferðinni . Fyrstu fjóra mánuði þessa árs slösuðust 47 einstaklingar í umferðarslysum vegna fíkniefnaaksturs sem er mikil fjölgun við sama tímabil á síðasta ári. Fjölgunin nemur um 124% en á sama tímabili á árinu 2017 slasaðist 21 einstaklingur.

61 þúsund ökutæki aka á sólarhring á Reykjanesbraut við Dalveg

Rétt eins og á Hringveginum jókst umferðin á höfuðborgarsvæðinu í júlí um 2,6 prósent miðað við sama mánuð fyrir ári síðan. Umferðin hefur aukist um þrjú prósent í ár og útlit fyrir að sama aukning verði þegar árið verður gert upp í heild sinni. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Ökumenn gefi sér tíma - stærsta ferðahelgi ársins framundan

Ein mesta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin er framundan. Gríðarlegur umferðarþungi verður á vegum landsins. Lögð er þung áhersla á að ökumenn gefi sér nægan tíma áður en haldið er út í umferðina.

Hægir á aukningu umferðarinnar á Hringveginum

Umferðin á Hringveginum í nýliðnum júlímánuði jókst um 2,6 prósent sem er minni aukning en verið hefur undanfarin ár. Nú má reikna með að umferðin á Hringveginum í ár aukist um 3 prósent sem er minni aukning en verið hefur.

Um 70% ökumanna nota símann ólöglega undir stýri

Notkun snjallsíma undir stýri er slá­andi al­geng sam­kvæmt niður­stöðum nýrrar rannsóknar sem unnin var fyrir Sjóvá. Sam­kvæmt henni nota tæp­lega 70% öku­manna símann ólög­lega undir stýri. Þetta eru vondar niður­stöður og ljóst að um­ferðaröryggi er ógnað með þess­ari þróun.

Fyrirhuguð hækkun gjalda á bílum til greiningar í ráðuneytinu

Ákvörðun Evrópusambandsins vegna breyttra mælinga á útblæstri er áætlað að verð á nýjum bílum gæti hækkað töluvert. Þessi nýi mengunarmælikvarði á að taka gildi um næstu mánaðarmót. Bílgreinasamband Íslands hefur nú þegar þrýst á íslensk stjórnvöld að gera ráðstafanir til að draga úr fyrirhuguðum hækkunum.

Samkeppniseftirlitið heimilar samruna N1 og Festi

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup N1 hf. á Festi hf. Samruninn er háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Með skilyrðunum skuldbinda samrunaaðilar sig til aðgerða sem miða að því að efla og vernda virka samkeppni á eldsneytis- og dagvörumörkuðum og bregðast við þeirri röskun á samkeppni sem samruninn myndi annars leiða til.

Forstjóri Fiat Chrysler fallinn frá

Ítalinn Sergio Marchionne, forstjóri Fiat Chrysler, féll frá fyrir helgina en hann var af mörgum talinn í hópi merkustu frumkvöðla sem fram hafa komið í bílaiðnaðinum. Fráfall hans bar að með nokkuð skjótum hætti en fyrir nokkrum vikum gekkst hann undir aðgerð á öxl en heilsu hans hrakaði síðan jafnt þétt. Ýmsir fylgikvillar fylgdu í kjölfarið sem leiddu hann að lokum til dauða. Marchionne var 66 ára að aldri þegar hann lést í borginni Zürich í Sviss.

Þingvallavegur lokaður - hjáleið um Vallaveg

Vegna endurbóta á Þingvallavegi (36) um þjóðgarðinn á Þingvöllum verður hann lokaður frá og með þriðjudeginum 31. júlí fram í október og aftur næsta vor. Hjáleið verður opin um Vallaveg. Sá vegur er þó mjór og hentar illa fyrir stærstu bíla, vegfarendur eru hvattir til að aka varlega og íhuga að nýta aðrar leiðir.

Framúrakstur bannaður í Mosfellsdal

Vegagerðin hófst í gær handa við að mála heila línu á þeim kafla Þingvallavegar sem liggur um Mosfellsdal. Víghóll, íbúasamtök Mosfellsdals, fagna þessu framtaki. Þar með verður framúrakstur bannaður á kafla í Mosfellsdalnum þar sem fjöldi afleggjara liggur að veginum.