Fréttir

Forstjóri Audi handtekinn í München

Saksóknarar í München í Þýskalandi tilkynntu í morgun um handtöku á Rupert Stadler stjórnarformanni þýska bílaframleiðandans Audi. Handtökuna má rekja til rannsóknar á nýju útblásturshneyksli í Þýskalandi og vilja saksóknarar með handtökunni koma í veg fyrir að Stadler komi mikilvægum gögnum undan sem gætu reynst mikilvæg við rannsóknina.

Þrjár Orkur taka höndum saman í orkuskiptunum

Í dag opnaði Orkan tvær afgreiðslustöðvar fyrir vetnisbifreiðar. Önnur stöðin er staðsett að Vesturlandsvegi, Reykjavík, og hin að Fitjum, Reykjanesbæ. Þriðja stöðin verður opnuð um næstu áramót. ON mun framleiða það vetni sem Orkan mun selja, við jarðvarmavirkjun sína á Hellisheiði að því fram kemur í tilkynningu frá Orku náttúrunnar.

Rafknúin ökutæki framtíðarlausn í stórborgum heimsins

Nissan hefur búið e-NV200, mest selda rafknúna sendibíl Evrópu, nýrri og öflugri 40kWh rafhlöðu sem hefur 60% meira drægi en eldri rafhlaðan og skilar hún bílnum um 300 km á hleðslunni miðað við nýja mælistaðalinn WLTP.

Samningum verði náð við ríkið um nauðsynlegar fjárfestingar

Áfram verður unnið að Borgarlínu, skipulagsvinnu vegna fyrsta áfanga hennar lokið og framkvæmdir hafnar. Samningum verði náð við ríkið um Borgarlínu og aðrar nauðsynlegar fjárfestingar til að létta á umferðinni og breyta ferðavenjum.

Aukning í umferð á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin yfir þrjú lykil mælisnið á höfuðborgarsvæðinu í maí mældist 2,6% meiri en í sama mánuði síðasta ári. Umferð hefur aukist um 3,1%, frá áramótum mv sama tímabil á síðasta ári. Nú er útlit fyrir að umferðin á höfuðborgarsvæðinu geti aukist um 3%. Þetta kemur fram í samantekt Vegagerðarinnar.

Ástand Vesturlandsvegar um Kjalarnes er með öllu óásættanlegt

Bæjarstjórn Akraness hefur undanfarin ár margsinnis vakið athygli samgönguyfirvalda á brýnni nauðsyn þess að auknum fjármunum verði varið til endurbóta á Vesturlandsvegi um Kjalarnes til að auka umferðaröryggi og greiða för.

Vegaeftirlit eflt með nýjum hemlunarprófara

Lögregluembættin á Norðurlandi eystra, Suðurlandi og Vesturlandi, ásamt dómsmálaráðuneytinu, hafa nú fest kaup á hemlunarprófara til þess að efla eftirlit með hemlunarbúnaði.

Vilja að þýskir eigendur fái sömu bætur

Félag þýskra bifreiðaeigenda (ADAC) hefur krafist þes að þýski bílaframleiðandinn Volkswagen Group bjóði þýskum eigendum sem urðu fyrir barðinu á stóra útblásturs hneykslinu sömu bætur og greiddar hafa verið í Bandaríkjunum.

Volvo eykur framleiðsluna til að mæta eftirspurn

Mikill uppgangur er hjá sænska bílaframleiðandanum Volvo um þessar mundir. Fyrirtækið er að koma inn á markaðinn með athyglisverða bíla sem vakið hafa áhuga og hefur sala á bílum verið einstaklega góð. Uppgjör fyrirtækisins fyrir síðasta ár sýna glæsilega útkomu en hagnaðurinn nam yfir 180 milljörðum króna og hefur hann aldrei verið meiri.

Dregur úr umferðaraukningu á Hringveginum

Umferðin yfir 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi jókst um 3,8% í nýliðnum maí mánuði. Aukning frá áramótum mælist 5,6% sem er rúmlega tvöfalt minni en á sama tíma á síðasta ári. Umferðaraukning á Hringvegi stefnir í 3,5%, sem er mun minni aukning en undanfarin ár. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.