Fréttir

PSA Peugeot Citroen taka stefnuna á markaði í Bandaríkjunum

Svo gæti farið að PSA Peugeot Citroen hefji á nýjan leik sölu bifreiða úr samsteypu sinni. Ef marka má orð Jean Philippe, forstjóra Peugeot, í frönsku fjölmiðlum á dögunum er þetta markmið fyrirtækisins en óvíst er með öllu hvenær af þessu verður.

Verktími Vesturlandsvegar

Verktími við breikkun Vesturlandsvegar fer eftir því hversu verkinu verður skipt upp í marga áfanga. Á heimasíðu Vegarðarinnar kemur að í svari til Morgunblaðsins, sbr. frétt blaðsins í gær 23. janúar, var nefnt að líklega yrði verkinu skipt upp í þrennt og þá gæti framkvæmdin í heild tekið 5-7 ár miðað við u.þ.b. tveggja ára verktíma á hvern hluta. Jafn líklegt er að verkinu verði skipt í tvennt og þá yrði verktíminn 3-4 ár í stað 5-7 ára.

Subaru XV og Impreza fengu báðir 5 stjörnur

Öryggi Subaru XV og Impreza á Evrópumarkaði fóru nýlega gegnum ítarlegar prófanir hjá umferðaröryggisstofnuninni Euro NCAP og komu þeir best út í sínum flokki í samanburði við aðrar bíltegundir sem einnig voru prófaðar í sama flokki.

Áætlað að það taki 5-7 ár að breikka Vesturlandsveg á Kjalarnesi

Vesturlandsvegur um Kjalarnes hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu í kjölfar banaslyss og alvarlegra slysa. Mikill þrýstingur hefur verið lagður á stjórnvöld að grípa til aðgerða á Vesturlandsveginum.

Tvöföldun Reykjanesbrautar verði sett í forgang

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn árið 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar og skorar á þingmenn að sjá til þess að framkvæmdum verði forgangsraðað í samræmi við öryggissjónarmið. Þetta kemur fram á vísi.is og í fréttatilkynningu frá bæjarstjórn Hafnarfjarðar.

Áform um setningu nýrra umferðarlaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið undirbýr nú heildarendurskoðun umferðalaga. Frestur til að koma að ábendingum og umsögnum er til og með 2. febrúar næstkomandi og sendist á netfangið postur@srn.is

Nýr og endurhannaður Duster

Dacia kynnti nýja og endurhannaða útgáfu af sportjeppanum Duster á bílasýningunni í Frankfurt undir lok síðasta árs. Næstkomandi laugardag 20. janúar kynnir BL bílinn í sýningarsalnum við Sævarhöfða þar sem einnig verða reynsluakstursbílar til taks.

Hyggjast bjóða átján mismunandi græna bíla 2025

Hyundai Motor kynnti fyrir skemmstu í Bandaríkjunum NEXO, nýja kynslóð rafknúins vetnisbíls. Bíllinn sem hefur vakið nokkra athygli fer á næstunni í sölu á völdum markaðssvæðum en hann er væntanlegur til Íslands síðar á árinu.

Nýr rafbíll frá Kia kynntur til sögunnar

Kia kynnti nýjan Kia Niro EV rafbíl á CES sýningunni í Las Vegas sem nú stendur yfir. Þetta er annar hreini rafbíllinn frá Kia en fyrir er Kia Soul EV. Kia Niro EV er enn á þróunarstigi en hann verður með 383 km akstursdrægni.

Árið 2017 það versta þegar horft er til alvarlegra slysa og dauðsfalla

Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að nýliðið ár var eitt versta árið í umferðinni hér á landi þegar horft er til alvarlegra meiðsla og dauðsfalla. Þetta kemur fram í viðtali við Ólaf Guðmundsson, tæknistjóra EuroRap á Íslandi en það er Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, sem sér um framkvæmd EuroRap á Íslandi.