Fréttir

Tesla stefnir á framleiðslu á rafhlöðum með lengri líftíma og orkuþéttleika

Elon Musk, framkvæmdastjóri bandaríska bílaframleiðandans Tesla, segir að hugsanlega geti fyrirtækið farið að framleiða rafhlöður með lengri líftíma og með allt að 50% meiri orkuþéttleika á næstu þremur til fjórum árum.

Systurnar unnu sparakst­urs­hluta keppn­inn­ar

Íslands­mót í ná­kvæmn­isakstri 2020 lauk um helgina en það var haldið sam­hliða heims­meist­ara­mót Alþjóða akst­ursíþrótta­sam­bands­ins (FIA) í ná­kvæmn­isakstri raf­bíla, dag­ana 20.-22. ág­úst.

Volvo trónir í efsta sæti í nýskpunartækni og öryggi

Í bandarískri könnun sem J.D. Power, gagnagreiningar- og neytendagreiningarfyrirtækið, vann og birti á dögunum kemur í ljós hversu góðir bílaframleiðendur eru að innleiða nýsköpuntækni inn á bílamarkaðinn sem lítur meðal annars að rafbílum og öryggi svo eitthvað sé nefnt. Það kemur fáum á óvart að þar trónir Volvo í efsta sætinu en sænski bílaframleðandinn hefur vermt það sæti um langt skeið.

Rampur frá Hádegismóum opnaður að nýju

Rampur frá Hádegismóum inn á Suðurlandsveg til norðurs hefur verið opnaður að nýju en hann hefur verið lokaður fyrir umferð undanfarið vegna framkvæmda við tvöföldun Suðurlandsvegar frá Vesturlandsvegi að Bæjarhálsi.

Bílabúð Benna hyggst áfrýja nýlegum dómi

Bílabúð Benna hyggst áfrýja nýlegum dómi, þar sem fyrirtækinu var gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta, vegna riftunar á samningi um kaup á bílnum. Fram kemur á visir.is að lögmaður bílabúðarinnar segir skjólstæðing sinn ósammála niðurstöðunni „í öllum atriðum,“ þar að auki sé „óheppilegt“ að eigandinn skuli hafa tengsl við Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem málið var dæmt.

HM í e-rallý á Íslandi hluti af mótaröð alþjóðaaksturssambandsins FIA

Í gær hófst FIA eRally Iceland 2020, alþjóðleg keppni, sem er hluti af mótaröð alþjóðaaksturssambandsins FIA sem það hleypti af stokkunum undir heitinu: FIA Electric and New Energy Championship. Keppnin á Íslandi gefur stig til heimsmeistaratitils og Íslandsmeistaratitils og kallast íslenska keppnin eRally Iceland 2020. Fjögur erlend lið eru skráð til keppni og þrjú íslensk.

Hyundai ætlar sér stóra hluti í rafbílasölu á næstu árum

Suður Kóreski bílaframleiðandinn Hyundai hefur sett sér það markmið að 2025 nemi árleg rafbílasala Hyundai 560 þúsundum eintaka. Bílategundirnar Kona og Ioniq hafa notið vinsælda fram að þessu en nú eru væntanlegar fleiri rafdrifnar gerðir frá fyrirtækinu á næstu misserum.

Kínverskur rafbílaframleiðandi horfir hýru auga inn á norskan markað

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD stefnir að því að fara inn á norskan markað í æ meira mæli en hann hefur gert fram þessu. Borgaryfirvöld í Osló hafa nu þegar góða reynslu af viðskiptum við þennan kínverska framleiðanda. Frá árinu 2018 hafa verið keyptir keyptir 45 strætisvagnar knúnir rafmagni og reynslan af þeim afar góð.

Bílabúð Benna þarf að greiða 14 milljónir fyrir galla í Porsche

Bílabúð Benna ehf. hefur verið gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta, vegna riftunar á samningi um kaup á bílnum. Dómur þess efnis féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20. júlí síðastliðinn.

Askja og Brimborg innkalla 42 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 20 Mercedes-Benz X-Class bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að hámarksþyngd ofan á þaki bifreiðarinnar er ekki rétt skv. handbók í bifreiðinni. Viðgerð er fólgin í uppfærslu á stjórnkerfi og útskiptum á handbók.