17.12.2021
Mohammed Ben Sulayem frá Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum var í dag kjörinn forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins, FIA, á þingi þess sem haldið er í París þessa dagana. Sulayem hafði betur í forestaslagnum við Bretann Graham Stoker. Mohammed Ben hlaut 67% atkvæða en Stoker 32%.
16.12.2021
Þrjú jarðgöng af þeim fjórum á Íslandi sem tilheyra samevrópska vegneti upfylla ekki lágmarkskröfur EES fyrir jarðgöng samkvæmt eftirlitsstofnun EFTA og ESA. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti sem ESA hefur komið áleiðis til íslenskra stjórnvalda þar sem þau hafa ekki innleitt lágmarksöryggisráðstafanir í jarðgöngum af því fram kemur í umfjöllun um málið á visir.is.
16.12.2021
N1 hefur ákveðið að hætta innflutningi á forblandaðri lífdísilolíu frá Noregi og er að skoða aðra lausn að því fram kemur í Morgunblaðinu í dag um málið. Ástæðan er ábendingar viðskiptavina um gæði olíunnar.
16.12.2021
Töluverðar umræður fóru af stað eftir sigur Hollendingsins Max Verstappen í síðustu keppni í Formulu 1 um liðna helgi. Mercedes-liðið og Lewis Hamilton voru mjög ósátt við hvernig mótstjórinn beitti reglum um öryggisbíl á síðustu hringjum kappaksturins. Ný beiting reglanna gerði Max Verstappen kleift að vinna heimsmeistaratitil ökuþóra í fyrsta sinn, þrátt fyrir að Hamilton hafi leitt kappaksturinn í Abu Dhabi frá fyrsta hring.Úrslitin þýddu að Verstappen fór með sigur af hólmi í heildarstigakeppninni og þar með Verstappen heimsmeistari í Formuli 1 í fyrsta sig.
15.12.2021
30 nemendur voru útskrifaðir úr ökukennaranámi við Endurmenntun Háskóla Íslands á dögunum.Endurmenntun hefur séð um námið í samstarfi við Samgöngustofu og Menntavísindasvið HÍ frá árinu 2017.
13.12.2021
Eins og fram hefur komið tók í gildi 1. maí sl. ný reglugerð nr. 414/2021 um skoðun ökutækja, sem ætlað er að stuðla að auknu umferðaröryggi. Ákveðin atriði reglugerðarinnar koma þó ekki til framkvæmda fyrr en um næstu áramót, 1. janúar 2022.
13.12.2021
Orka náttúrunnar hefur sett upp hleðslustöðvar á opnum svæðum, til dæmis við leikskóla, skóla, sundlaugar, menningarhús og íþróttamiðstöðvar. Þarna er kominn nýr fyrir eigendur rafbíla að hlaða rafbílinn. Stæðin eru staðsett á 32 stöðum í Reykjavík og 4 stöðum í Garðabæ og eru fyrir tvo til sex rafbíla í hleðslu. Til að geta nýtt sér hleðslurnar þurfa rafbílaeigendur að vera með eigin hleðslusnúru.
13.12.2021
Sala á raf- og tvinnbílum hefur tekið mikinn kipp á síðustu tveimur árum og þá alveg sérstaklega í Evrópu. Markaðir í Kína og Norður-Ameríku hafa líka tekið við sér en á árinu 2020 nam salan á þessum bílum 4,6% af heildarsölu. Í Evrópu náði markaðshlutdeild þeirra að vera 10%. Alþjóða orkumálastofnunin spáir því að markaðshlutdeild þeirra gæti orðið á milli 10,4% og 19% árið 2025.
13.12.2021
Hollendingurinn Max Verstappen á Red Bull varð um helgina heimsmeistari í Formúlu 1. Þetta var í fyrsta skipti sem þessi 24 ára gamli ökumaður tryggir sér sigurinn í Formúlu 1 en síðasta keppni ársins fór fram Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
09.12.2021
Úrslit í hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog voru tilkynnt í gær. Vinningstillagan ber heitið Alda. Tillagan fékk góða einkunn í öllum flokkum. Samtals hlaut hún 110,4 stig af 130 mögulegum. Að baki vinningstillögunni er teymi frá verkfræðistofnunni EFLU og BEAM Architects.Nú tekur við um eins árs hönnunarferli hjá Vegagerðinni vegna brúarinnar.Eftir það hefjast framkvæmdir. Þannig að í lok árs 2023, byrjun árs 24 getur fólk farið að njóta þess að fara yfir brúna,