Fréttir

Dregur úr samdrætti umferðar á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin í þriðju viku ársins á höfuðborgarsvæðinu reyndist um 4% minni en í sömu viku á síðasta ári. Þetta er minnsti samdráttur milli vikna það sem af er ári. Samtals frá áramótum hefur umferðin nú dregist saman um 14%. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Einkabíllinn fyrsti kostur

Þýska fyrirtækið Continental, sem sérhæfir í sig í framleiðslu á vörum í bílaiðnaðinum, hefur frá árinu 2011 unnið að ýmsum rannsóknum sem lúta að notkun bílsins og ferðavenjum fólks. Í nýlegri könnun sem framkvæmd var í Þýskalandi, Frakklandi, Bandaríkjunum, Kína og Japan voru bifreiðaeigendur spurðir m.a. um notkun bílsins í heimsfaraldri og hug þeirra til rafbíla í framtíðinni.

Sjö bílar í úrslit í vali á bíl ársins 2021 í Evrópu

Kjör á bíl ársins 2021 í Evrópu verður kunngert 1. mars. Í upphafi ferilsins komu 29 bílar til greina í kjörinu. Nú hafa 60 blaðamenn frá 23 Evrópulöndum skilað inn sjö tilnefningum um þá sjö bíla sem koma endanlega um að berjast hver sé bíll ársins að þessu sinni.

Áhrifa sóttvarnaraðgerða gætir enn í umferðinni

Áhrifa sóttvarnaraðgera gætir enn í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu fyrstu daga ársins 2021. Umferðin í nýliðinni viku var nærri 20 prósentum minni en í sömu viku fyrir ári síðan að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

BL innkallar Hyundai bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL Hyundai ehf um að innkalla þurfi 16 Hyundai OS PE, OS PE HEV/EV, TM PE, PE HEV/PHEV, BC3, NX4e bifreiðar af árgerð 2020.

,,Íslandsvinurinn“ eykur umsvif sín

Breska efnafyrirtækið Ineos, sem er í eigu breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe, ætlar eins og fram hefur komið að hefja framleiða á arftaka Land Rover Defender-jeppans. Ineos er í samtarfi við Magna um hönnun og framleiðslu á nýja bílnum sem ber heitið Grenadier.

Nýskráningar fyrstu viku nýs árs voru alls 159

Nýskráningar fyrstu viku nýs árs hér á landi voru alls 159. Toyota var söluhæsta bílamerkið með 34 bíla. Mitsubishi var í öðru sæti með 14 bíla og Kia í þriðja sætinu með 12 bíla.

Bens­ín og dísil­vél­abílar bannaðir í Tokyo frá 2035

Margar stórborgir hafa sett sér það markmið að útiloka með öllu bifreiðar úr borgum sínum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti á komandi árum. Nokkrar borgir ætla að útloka þessar bifreiðar fyrir 2030 og enn aðrar á árunum þar á eftir.

Ábyrgðarskilmálar á flestum bíltegundum frá BL framlengdir

BL hefur að höfðu samráði við framleiðendur umboðsins ákveðið að lengja skilmála á verksmiðjuábyrgð flestra bíltegunda umboðsins um tvö ár frá og með nýliðnum áramótum.

Innkallanir á Hyundai Kona og Volvo

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 33 Volvo V40 og V40CC bifreiðar af árgerð 2015-2017. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að lofttappi getur myndast við áfyllingu kælivökva. Gerist það, leiðir það til ófullnægjandi kælingar á velarhlutum og jafnvel valdið eldhættu. Viðgerð felst í uppfærlsu á kælihosum milli forðabúrs og vatnskassa.