Fréttir

Ökumenn sektaðir fyrir nagladekkjanotkun

Samkvæmt reglugerð um gerð og útbúnað ökutækja er fyrir nokkru liðinn sá tími sem nagladekk voru leyfileg og því kominn tími til að skipta yfir á sumardekk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Hlutfall Toyota í nýskráningum 18%

Bílasala það sem af er árinu er með líflegasta móti. Nýskráningar fólksbifreiða til 15. maí, eða fyrstu 18 vikur þessa árs, eru orðnar 5.670. Á sama tíma á síðasta ári voru þær 3.150 og því er aukningin um 61.5% að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Úthlutun atvinnuleyfa til aksturs leigubifreiða

Samgöngustofa auglýsir laus til umsóknar 45 leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, 6 leyfi á Akureyri og 1 leyfi í Árborg.

Renault hættir starfsemi sinni í Rússlandi

Franski bílaframleiðandinn Renault hefur ákveðið að draga sig alfarið út af Rússlandsmarkaði. Fyrirtækið hefur einnig ákveðið að selja 68% hlut sinn í Avtovaz sem framleiðir meðal annars Lada bifreiðar. Toyota og Volksvagen voru áður búnir að tylkynna brotthvarf frá Rússlandi.Enn aðrir bílaframleiðendur hafa gert hlé eða íhuga að hætta starfsemi sinni í Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu.

Kia EV6 valinn rafbíll ársins hjá Autocar

Kia EV6 var valinn rafbíll ársins 2022 hjá bílatímaritinu Autocar sem er elsta bílatímarit heims. EV6 hefur sankað að sér verðlaunum síðan bíllinn kom á markað á síðasta ári. Hann var m.a. valinn Bíll ársins í Evrópu 2022 fyrir stuttu.

Uppsöfnuð viðhaldsþörf á bilinu 80-85 milljarðar

,,Ástand á vegum og götum er óvenju slæmt þetta vorið. Vegir hafa komið illa undan erfiðum vetri en megin ástæðuna fyrir þessu ástandi megi að einhverju leyti rekja til uppsöfnunar og viðhaldsþarfa eftir mikinn niðurskurð í kjölfar bankahrunsins,“ sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, meðal annars í Kastljósþætti á RÚV í gærkvöldi þar sem samgöngumál voru til umræðu.

Endurnýjun umferðarljósa við Miklubraut-Skeiðarvog

Í dag, miðvikudaginn 11. maí verður slökkt á umferðarljósum við gatnamót Miklubrautar og Skeiðarvogs klukkan níu að morgni. Ljósin verða virkjuð aftur síðdegis á föstudag. Á þessum tíma verða ljósin endurnýjuð með nýjum búnaði.

Undirbúningur að Sundabraut er hafinn

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi fyrir helgina tillögu um að skipa verkefnisstjórn sem hafa mun umsjón með og fylgja eftir undirbúningi Sundabrautar, skipuð fulltrúum innviðaráðuneytis, Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sérstakur verkefnisstjóri verður ráðinn til að starfa.

Endurkjörinn formaður með öllum greiddum atkvæðum

,,Ég er þakklátur fyrir sterkan stuðning sem fram kom á landsþinginu eftir 15 ár í þessu embætti. Við erum með yfir 18 þúsund fjölskyldur sem félagsmenn svo okkar ábyrgð sem neytendafélag er mikil og af nægu að taka,“ segir Steinþór Jónsson, ný endurkjörinn formaður Félags Íslenskra Bifreiðaeiganda, FÍB.

Ályktanir á landsþingi FÍB

Á landsþingi FÍB, sem haldið var á Hótel Nordica 6. maí, voru eftirfarandi ályktanir samþykktar.