14.01.2019
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL Hyundai Kauptúni 1 í Garðabæ, að innkalla þurfi 66 Hyundai KONA EV bifreiðar sem framleiddar voru árið 2018. Ástæða innköllunar er forritunargalli í loftpúðaheila. Viðgerð felst í því að endurforrita loftpúðaheilann.
13.01.2019
Bílar og umferð standa nú þegar undir allri uppbyggingu og rekstri vegakerfisins og gott betur. Engin þörf er á aukinni skattheimtu með vegtollum til að standa undir því. Hér eru 10 staðreyndir og ábendingar.
13.01.2019
„Það er ekkert launungamál að við teljum vegtolla vera meingallaða innheimtuaðferð og við rökstyðjum það með þessum liðum,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Þetta kemur fram í viðtali við Runólf á mbl.is um viðbótarumsögn félagsins við samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar.
13.01.2019
Formaður Neytendasamtakanna telur gjaldtöku í Vaðlaheiðargöngum ekki standast lög en verð hækkar um 67% ef ökumaður borgar ekki innan þriggja tíma. Ábendingar hafa þegar borist til Neytendasamtakanna vegna gjaldtökunnar.
11.01.2019
Engin þörf er á sérstakri skattheimtu eða vegtollum til að borga uppbyggingu vegakerfisins. Úrbæturnar borga sig sjálfar og rúmlega það. Hér eru 10 atriði sem renna stoðum undir þessa niðurstöðu.
11.01.2019
Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 km/klst. við allar einbreiðar brýr á þjóðvegum þar sem umferð er meiri en 300 bílar á dag að jafnaði alla daga ársins (ÁDU). Um er að ræða um 75 einbreiðar brýr, um helmingur á Hringvegi. Þá verður viðvörunarskiltum breytt og einnig bætt við undirmerki á ensku á viðvörunarskiltum. Kostnaður við merkingar er áætlaður um 70-80 milljónir króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Vegagerðinni.
09.01.2019
Að sjálfsögðu fagnar FÍB áformum stjórnvalda um úrbætur á helstu þjóðvegum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Aftur á móti er FÍB alfarið á móti því að framkvæmdirnar verði fjármagnaðar með vegtollum. Hér eru 10 ástæður fyrir afstöðu FÍB til vegtolla.
09.01.2019
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum desembermánuði jókst um 0,5 prósent sem er lítil aukning. Í heild jókst umferðin á svæðinu á árinu 2018 um 2,8 prósent og þarf að fara aftur til ársins 2012 til að finna minni aukningu umferðar á einu á ári.
09.01.2019
Í gær var búið að senda inn til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis 576 umsagnir frá einstaklingum vegna samgönguáætlunar 2019- 2034. Flestir eru að koma sjónarmiðum sínum á framfæri vegna umræðna um mögulega vegatolla á helstu akstursleiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu.
09.01.2019
Bílaframleiðandinn Hyundai hefur vakið athygli fyrir tækniþróun á ýmsum sviðum. Hyundai gefur ekkert eftir á þessu sviði en nú hefur fyrirtækið þróað tækni, þá fyrstu sinnar tegundir í bílaiðnaði sem gerir bíleigendum kleift að opna og ræsa bíla sína á fingralesara. Santa Fe verður fyrsti bíll Hyundai með búnaðinum og væntanlegur síðar á þessu ári.