28.11.2018
Samkvæmt útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, er álagning olíufélaganna á bensín tíu krónum hærra á lítra en í upphafi árs. Það er nú fimm krónum hærri en meðalálagning ársins. Þetta kemur fram á ruv.is en þar segir einnig að meðalálagning það sem af er þessum mánuði sé fimm krónum hærri en í október.
28.11.2018
Mikil uppstokkun stendur fyrir dyrum hjá bandaríska bílaframleiðandanum General Motors og ljóst að margir starfsmenn munu missa vinnu sína. Stjórnendur General Motors hafa undanfarna mánuði unnið mikla skipulagsvinnu til framtíðar litið.
28.11.2018
Bílar Jaguar Land Rover munu í nánustu framtíð geta fylgst með og brugðist við séu farþegar í bílunum við það að verða bílveikir. Um 70% fólks finna fyrir ógleði af völdum ferðaveiki, hvort sem er í bíl, les, skipi eða jafnvel tívolítækjum, og eru börn stærsti áhættuhópurinn.
27.11.2018
Hlöðum á landsbyggðinni fjölgar jafnt og þétt. Nú hefur Orka náttúrunnar komið upp hlöðu á Dalvík í samstarfi við N1 og stendur hún við sjálfsafgreiðslu fyrirtækisins og aðstöðu hvalaskoðunarfyrirtækisins Arctic Sea Tours við Hafnarbraut. Með þessu þéttist enn það net af hlöðum sem ON hefur komið upp á Norðurlandi. Fyrir eru hlöður við Staðarskál, á Blönduósi, í Varmahlíð, á Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík og við Mývatn.
26.11.2018
Forsvarsmenn þýska bílaframleiðandans Volkswagen íhuga alvarlega að fara í miklar breytingar með það fyrir augum að auka framboð á rafbílum til muna á næstu árum. Volkswagen er í dag stærsti framleiðandi rafbíla en ljóst er að eftirspurnin mun aukast verulega á næstu áratugum.
26.11.2018
Um fimmtungur allra ökutækja voru ekki með afturljós í lagi í könnun sem tryggingafélagið VÍS gerði á dögunum á ljósabúnaði bíla. Könnunin sýndi svo ekki verður um villst að ökumenn verða að huga betur að því hvernig ljósabúnaði ökutækis þeirra er háttað.
22.11.2018
Aðhald samtaka á borð við FÍB og fjölmiðla er forsenda þess að olíuverð taki breytingum. Óvenju lítil samkeppni sé á olíumarkaði á Íslandi og þegjandi samráð sé nú ríkjandi. Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra FÍB, í Morgunútvarpi á Rás 2 í morgun.
21.11.2018
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur verið að lækka nokkuð síðustu vikurnar. Engu að síður hefur þessi lækkun ekki verið að skila sér til fulls íslenskum neytendum til handa
Í dag lækkaði bensínlítrinn um þrjár krónur hér á landi.
21.11.2018
Starfsmenn Spalar hafa nú greitt viðskiptavinum félagsins liðlega helming þeirra fjármuna sem þeir áttu á áskriftarreikningum sínum (andvirði ónotaðra ferða á veglykli) þegar ríkið tók við rekstri Hvalfjarðarganga 1. október sl. eða um 120 milljónir króna af alls 231 milljón króna, sem var staðan í lok september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Speli.
21.11.2018
Viðræðuhópur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur skilað niðurstöðum sínum til ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið með starfi hópsins var að leggja grunn að samkomulagi um fjármagnaða áætlun um fjárfestingar í stofnvegum og kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu eins og fram kemur á vef samgönguráðuneytisins.