Fréttir

Hulunni svipt af nýjum Kia e-Soul

Hulunni var svipt af nýjum Kia e-Soul rafbíl á Alþjóðlegu bílasýningunni í Los Angeles í dag. Mikil eftirvænting hefur ríkt eftir annarri kynslóð þessa netta fjölnotabíls frá Kia en forveri hans Kia Soul EV hefur verið mjög vinsæll víða um heim.

Allt að 89% verðmunur á bílatryggingu

Töluverður verðmunur er á hæsta og lægsta verði fyrir bílatryggingar í könnun Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB. Leitað var tilboða hjá eftirtöldum tryggingafélögum: Sjóvá, VÍS, TM og Verði. Spurt var um verð í tryggingar á sex mismunandi bílum. Tryggingartakar voru á ýmsum aldri, bæði karlar og konur. Í þessari könnun var aðeins spurt um ökutækjatryggingu án afsláttar sem tengjast tryggingarpökkum.

Toyota á Íslandi innkallar 761 Aygo bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi Toyota Aygo bifreiðar af árgerðunum 2005 til 2014. Um er að ræða 761 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er sú að möguleiki er fyrir hendi að rúða við afturhlera getur losnað að hluta vegna ófullnægjandi límingar.

Hlöður settar upp við Landspítala í Fossvogi

Landspítalinn leggur sitt af mörkum við orkuskipti með því að auðvelda starfsfólki aðgang að hleðslum fyrir rafbíla á nokkrum starfsstöðvum sínum. Verkefnið er hluti af umhverfistefnu og loftslagsmarkmiðum Landspítala, en mikilvægt er að hraða orkuskiptum í samgöngum með því að efla innviði s.s. gott net hleðslustöðva. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orku náttúrunnar.

Töluverð andstaða gegn veggjöldum í Noregi

Það er ekki bara hér á landi sem umræðan er mikil gegn veggjöld heldur eru Norðmenn í sömu málum. Segja má að frændur vorir séu komnir lengra á veg í þeim efnum því nú bendir flest til þess að samtök í Noregi, sem berjast gegn veggjöldum, bjóði fram víða um landið í sveitarstjórnakosningum, sem fara þar fram á næsta ári.

Jaguar I-Pace rafbíll ársins hjá Topgear BBC

Að mati breska tímaritsins BBC TopGear Magazine er fjórhjóladrifni rafbíllinn Jaguar I-Pace „ofurhljóðlátur, svakalega kraftmikill og yfirmáta stöðugur,“ eins og komist er að orði í niðurstöðu dómnefndar tímaritsins sem útnefnt hefur I-Pace rafbíl ársins (EV of the Year).

Álagning olíufélaganna á bensín tíu krónum hærra á lítra en í upphafi árs

Samkvæmt útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, er álagning olíufélaganna á bensín tíu krónum hærra á lítra en í upphafi árs. Það er nú fimm krónum hærri en meðalálagning ársins. Þetta kemur fram á ruv.is en þar segir einnig að meðalálagning það sem af er þessum mánuði sé fimm krónum hærri en í október.

Mikil uppstokkun stendur fyrir dyrum hjá General Motors

Mikil uppstokkun stendur fyrir dyrum hjá bandaríska bílaframleiðandanum General Motors og ljóst að margir starfsmenn munu missa vinnu sína. Stjórnendur General Motors hafa undanfarna mánuði unnið mikla skipulagsvinnu til framtíðar litið.

Tækni þróuð gegn bílveiki

Bílar Jaguar Land Rover munu í nánustu framtíð geta fylgst með og brugðist við séu farþegar í bílunum við það að verða bílveikir. Um 70% fólks finna fyrir ógleði af völdum ferðaveiki, hvort sem er í bíl, les, skipi eða jafnvel tívolítækjum, og eru börn stærsti áhættuhópurinn.

Hlöðum á landsbyggðinni fjölgar

Hlöðum á landsbyggðinni fjölgar jafnt og þétt. Nú hefur Orka náttúrunnar komið upp hlöðu á Dalvík í samstarfi við N1 og stendur hún við sjálfsafgreiðslu fyrirtækisins og aðstöðu hvalaskoðunarfyrirtækisins Arctic Sea Tours við Hafnarbraut. Með þessu þéttist enn það net af hlöðum sem ON hefur komið upp á Norðurlandi. Fyrir eru hlöður við Staðarskál, á Blönduósi, í Varmahlíð, á Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík og við Mývatn.