Fréttir

Samanburður á bílalánum

Vefsíðan Aurbjörg – www.aurbjorg.is – er samstarfsverkefni áhugasamra aðila um aukið fjármálalæsi og miðlun upplýsinga um lánskjör og fjármál til neytenda.

Aukning í lánum til bílakaupa

Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að nýjar lánveitingar til íslenskra heimila vegna bílakaupa hafi verið 14,1 milljarður króna á síðustu 12 mánuðum.

Umferðalagabrotum fjölgar þrátt fyrir hærri sektir

Hækkun á sektum virðist enn sem komið ekki hafa mikil áhrif á notkun ökumanna á snjallsíma undir stýri. Þrátt fyrir nýja reglugerð um sektir og önnur viðurlög fyrir umferðarlagabrot sem tóku gildi 1. maí þar sem hækkun á sektum er veruleg virðist hún ennþá ekki hafa áhrif á þessa hegðun.

Rafmagnsbílar 12% nýrra bíla fyrstu átta mánuði ársins

Sala á nýjum bílum í ágúst sl. dróst einungis saman um 3,7% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 1.465 bílar samanborið við 1.522 í sama mánuði árið 2017. Eru þetta 57 færri bílar frá því sem var selt í ágúst í fyrra og því hægt að segja að ágúst hafi verið mjög góður í sölu á nýjum bílum.

Dregur úr aukningu umferðar á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum ágúst mánuði jókst um 2,4 prósent miðað við sama mánuð fyrir ári síðan. Þetta er nokkuð undir meðaltalinu í ágústmánuði frá því þessar mælingar hófust árið 2005. Frá áramótum hefur umferðin aukist um 2,9 prósent sem er miklu minni aukning er í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Tekið tillit til ábendinga Bílgreinasambandsins

Bílgreinasambandið átti góðan fund með Fjármálaráðuneytinu fyrir helgina, þar sem farið var yfir skýrslu um „Skatta á ökutæki og eldsneyti 2020 – 2025“ sem kom út 17. ágúst síðastliðinn. Í tilkynningu frá Bílagreinasambandinu kemur fram að niðurstaða skýrslunnar er ánægjuleg í grófum dráttum og vel unnin. Tekið hefur verið tillit til ábendinga Bílgreinasambandsins og samvinna hefur verið góð.

Hreinorkubílum þarf að fjölga

Íslendingar eru framarlega á sviði rafbílavæðingar og eru þar í öðru sæti á heimsvísu á eftir Norðmönnum. Hreinorkubílar erum um 3,9% af fólksbílafjölda í heild sinni á Íslandi en heildarfjöldi bíla hér á landi er um 227 þúsund.

Fljótir að bregðast við og hjálpa fólki

Kristján Daði Valgeirsson hefur frá 2013 annast FÍB-aðstoð á Suðurnesjum. Kristján er öllum hnútum kunnur í störfum sem lúta að björgun og aðstoð almennt við bifreiðaeigendur. Hann hefur alls starfað í 15 ár á þessum vettvangi og það hafi síðan verið skemmtileg viðbót þegar hann gekk til starfa fyrir FÍB á svæðinu fyrir fimm árum. Kristjáni til halds og traust í starfinu er Eiríkur Kristinn sonur hans.

Ágreiningur um uppgjör vegna Vaðlaheiðarganga

Ágreiningur um uppgjör vegna gerðar Vaðlaheiðarganga er kominn upp á milli verkkaupans, Vaðlaheiðarganga hf., og verktakans, Ósafls hf. Dótturfélags ÍAV. Ósafl gerir kröfur um þriggja milljarða kröfur á Vaðlaheiðargöng samkvæmt umfjöllun í Morgunblaðinu um málið. Samkvæmt heimildum blaðsins er líkur taldar á að Vaðlaheiðargöng hf. geri gagnkröfur á Ósafl vegna tafa á verklokum.

Eftirspurnin fram úr björtustu vonum

Eftirspurnin eftir nýja Nissan Leaf bílnum er mun meiri en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Hér á landi er biðin 6-7 mánuðir en ný útgáfa af Nissan Leaf, með nýju útliti og stærri rafhlöðu, var kynnt í apríl síðastliðnum og voru hundruð forpantana gerðar hér á landi.