21.06.2018
Bílaframleiðendur munu á næstu árum leggja mikla áherslu á framleiðslu á rafbíla. Mikil vakning er um allan heim að minnka mengun sem er mikið vandmál í stórborgum heimsins. Renault Group eru með áætlanir um að öll meginstarfsemi þróunar og framleiðslu rafbíla Renault Group verður efld í Frakklandi þar sem samsteypan hyggst fjárfesta fyrir meira en einn milljarð evra á næstu árum í samræmi við áætlun fyrirtækisins, „Drive The Future“.
20.06.2018
Reikna má með að auðvelt verði að komast leiðar sinnar á vegunum á föstudaginn kemur milli klukkan 15 og 17 þegar Íslendingar og Nígeríumen etja kappi á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Við þessu má búast ef marka má umferðartölur frá síðasta laugardegi milli kl. 13 og 15 þegar leikur Íslands og Argentínu stóð yfir.
19.06.2018
Mikil umræða á Bretlandseyjum síðustu misseri vegna aukinnar loftmengunar hefur ýtt við stjórnvöldum þar í landi sem hyggjast leggja til að notkun bensín- og dísilbifreiða verði takmörkuð frá árinu 2040. Settir verða á stofn sjóðir til að bæjarfélög á Bretlandseyjum geti með auðveldari hætti tekist á við þennan vanda sem stjórnvöld líta orðið mjög alvarlegum augum.
19.06.2018
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um innköllun á 112 Subaru bifreiðum. Um er að ræða Legacy og Outback af árgerðunum 2004 til 2009 og Impreza af árgerðunum 2008 til 2010.
18.06.2018
Forsvarsmenn úr evrópska umferðargeiranum komu saman í Haag í Hollandi sl. föstudag og undirrituðu fyrirheit og markmið þess efnis að vinna bug á banaslysum í umferðinni fyrir 2050. Þetta eru stór markmið en allir aðilar ætla að leggjast á eitt í þessum efnum og gera allt til að bæta öryggið með það að markmiði að fækka banaslysum í umferðinni til muna.
18.06.2018
Saksóknarar í München í Þýskalandi tilkynntu í morgun um handtöku á Rupert Stadler stjórnarformanni þýska bílaframleiðandans Audi. Handtökuna má rekja til rannsóknar á nýju útblásturshneyksli í Þýskalandi og vilja saksóknarar með handtökunni koma í veg fyrir að Stadler komi mikilvægum gögnum undan sem gætu reynst mikilvæg við rannsóknina.
15.06.2018
Í dag opnaði Orkan tvær afgreiðslustöðvar fyrir vetnisbifreiðar. Önnur stöðin er staðsett að Vesturlandsvegi, Reykjavík, og hin að Fitjum, Reykjanesbæ. Þriðja stöðin verður opnuð um næstu áramót. ON mun framleiða það vetni sem Orkan mun selja, við jarðvarmavirkjun sína á Hellisheiði að því fram kemur í tilkynningu frá Orku náttúrunnar.
15.06.2018
Nissan hefur búið e-NV200, mest selda rafknúna sendibíl Evrópu, nýrri og öflugri 40kWh rafhlöðu sem hefur 60% meira drægi en eldri rafhlaðan og skilar hún bílnum um 300 km á hleðslunni miðað við nýja mælistaðalinn WLTP.
15.06.2018
Áfram verður unnið að Borgarlínu, skipulagsvinnu vegna fyrsta áfanga hennar lokið og framkvæmdir hafnar. Samningum verði náð við ríkið um Borgarlínu og aðrar nauðsynlegar fjárfestingar til að létta á umferðinni og breyta ferðavenjum.
14.06.2018
Umferðin yfir þrjú lykil mælisnið á höfuðborgarsvæðinu í maí mældist 2,6% meiri en í sama mánuði síðasta ári. Umferð hefur aukist um 3,1%, frá áramótum mv sama tímabil á síðasta ári. Nú er útlit fyrir að umferðin á höfuðborgarsvæðinu geti aukist um 3%. Þetta kemur fram í samantekt Vegagerðarinnar.