Fréttir

Íbúar tilbúnir að ganga í verkið sjálfir

Á íbúafundi sem íbúasamtökin Víghóll í Mosfellsdal stóð fyrir í gærkvöldi kemur fram í ályktun fundarins að íbúar séu tilbúnir með málningarrúlluna og munu ganga í verkið sjálfir ef áætlun Vegagerðarinnar um að banna framúrakstur á Þingvallavegi gengur ekki eftir. Til fundarins var efnt til að ræða umferðaröryggismál í Mosfellsdal en um helgina varð banaslys á Þingvallavegi þegar tveir bílar rákust saman við framúrakstur.

Leaf mest seldi rafbíllinn í Evrópu

Þegar sölutölur fyrstu sex mánuði ársins liggja fyrir er Nissan Leaf mesti seldi rafbíllinn í Evrópu. Á tímabilinu voru átján þúsund bílar nýskráðir í álfunni, en alls hafa 37 þúsund bílar verið keyptir frá því að nýi bíllinn fór í sölu í október. Leaf er mest seldi rafbíll heims en alls hafa liðlega 340 þúsund slíkir verið nýskráðir frá því að hann kom á götuna árið 2010, þar af rúmlega 100 þúsund á Evrópumarkaði.

Kia aftur efst hjá J.D Power

Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power yfir bílamerki sem ekki teljast til lúxusmerkja. Þetta er fjórða árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könnun J.D. Power. Í þessari könnun J.D. Power eru bíleigendur nýlegra bíla spurðir um áreiðanleika þeirra og bilanir á fyrstu 3 mánuðum.

Evrópusambandið gagnrýnir Volkswagen

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sendi frá sér fréttatilkynningu í þessari viku. Í tilkynningunni er Volkswagen samsteypan gagnrýnd fyrir það að hafa ekki komið nægilega til móts við bíleigendur sem urðu fyrir barðinu á stóra útblásturs hneykslinu. Það er mat framkvæmdastjórnar ESB að Volkswagen hafi átt að gera betur.

Íslenska lögreglan pantar fleiri Volvo V90 Cross Country lögreglubíla

Sumarið 2017 voru fyrstu Volvo V90 Cross Country lögreglubílarnir teknir í notkun. Þessi útgáfa af bílnum er þróuð af Volvo Special Vehicles and Accessories, SV&A (sérstök ökutæki og fylgihlutir). Sænska lögreglan er stór viðskiptavinur en einnig lögreglulið víða í heiminum.

Loksins, loksins!

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út reglugerð nr. 669/2018 um breytingu á byggingareglugerð, nr. 112/2012. Reglugerðin varðar breytingar sem tengjast orkuskiptum í samgöngum. Nú er lögð sú skylda á hönnuði íbúðarhúsnæðis að gera ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla við hvert bílastæði.

Mikil fjölgun alvarlegra slysa vegna framanákeyrslna - aðskildar akstursstefnur bjarga mannslífum

Samgöngustofa sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun varðandi aukningu á framanákeyrslum á vegum landsins. Með tilkynningunni fylgir samanburður á fjölda framanákeyrslna fyrstu fjóra mánuði ársins yfir 10 ára tímabil.

Ökutækjum á Íslandi fjölgar áfram

Ökutækjum á Íslandi heldur áfram að fjölga. Í árslok 2017 voru skráð ökutæki í landinu 366.888 en á þeim tíma voru 294.482 ökutæki í umferð. Af þessu má sjá voru að meðaltali því fleiri en eitt ökutæki skráð á hvern Íslending 2017.

Ökumenn og vegfarendur virði hraðatakmarkanir

Starfsmenn verktaka og Vegagerðarinnar sem vinna nú að viðhaldi á vegakerfinu eru oft í mikilli hættu við störf sín og jafnvel lífshættu þar sem ökumenn virða ekki hraðatakmarkanir á vinnusvæðum. Nú þegar aukinn kraftur er settur í viðhald vega og umferð hefur aukist gríðarlega þá eykst hættan á alvarlegum slysum að sama skapi.

Hyundai og Audi í samstarf í þróun vetnistækninnar

Hyundai Motor Group í Suður-Kóreu og AUDI AG í Þýskalandi undirrituðu nýlega langtímasamning um sameiginlega vinnu við frekari þróun vetnistækninnar sem orkugjafa í næstu kynslóðum nýrra bíla beggja framleiðenda ásamt Kia, dótturfyrirtækis Hyundai, og Volkswagen, móðurfyrirtækis Audi.