28.08.2018
Skýrsla stjórnvalda um „Skatta á ökutæki og eldsneyti 2020 – 2025“ er komin út. Þar er verið að leggja til að frá og með 1. september og til áramóta 2018/2019 verði notast við gamla útblástursgildið NEDC en fyrir bíla sem einungis munu hafa nýja gildið, WLTP, verði það lækkað um 17,36% í mótvægisaðgerðum. Þetta er m.a sem kemur fram í umfjöllun Bílgreinasambandsins um málið.
28.08.2018
Spölur tapaði um 1,8 milljörðum eftir skatta á fyrri helmingi yfirstandandi árs en hagnaðist á sama tímabili í fyrra um liðlega 307 milljónir króna. Afskriftir jukust á sama tíma um nær 2,7 milljarða króna, sem tengist því að Spölur afhendir ríkinu Hvalfjarðargöng síðar á árinu 2018. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri sem félagið birti í Kauphöll Íslands í dag.
28.08.2018
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 15 Nissan Juke bifreiðar og 2 Nissan NV200 sem framleiddar voru 2017. Í ljós hefur komið að mögulegur galli í kveikjusviss gæti valdið því að bifreiðin gæti drepið á sér í akstri.
27.08.2018
Töluverð umræða hefur verið í gangi um nokkurt skeið vegna aukinnar loftmengunar frá bílum og hefur í því sambandi komið til greina að banna notkun bensín- og dísilbifreiða frá árinu 2040. Borgaryfirvöld víða um Evrópu ætla að taka á þessum vanda en loftmengun hefur aukist til muna í stærstu borgum Evrópu. Um 30 þúsund manns láta lífið á hverju ári í Bretlandi svo að rekja megi til útblásturs frá bílum.
23.08.2018
Orka náttúrunnar hefur framleitt skýli í samvinnu við Merkingu sem sett verða upp á næstunni við hraðhleðslur ON hringinn í kringum landið. Markmiðið með skýlunum er að bæta aðstöðu viðskiptavina, verja þá og hleðsluna fyrir veðri og vindum sem og auðvelda starfsmönnum sem sinna hefðbundnu viðhaldi.
23.08.2018
Nýr Kia Ceed var kynntur til leiks á bílasýningunni í Genf í vor og hefur hans verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Þetta er þriðja kynslóð Kia Ceed en þessi vinsæli hlaðbakur kemur nú í talsvert breyttri mynd. Hann hefur fengið nýtt útlit að innan sem utan og þá hefur ýmsum tækninýjungum verið bætt við bílinn sem gera hann enn betri í akstri og öruggari.
22.08.2018
Ford verksmiðjurnar hafa framleitt 10 milljónir Mustang bifreiða. Þessum sögulega áfanga var náð á dögunum en fyrsti bíllinn af þessari gerð var framleiddur í Detroit 1964. Eins og allir vita hefur Mustang alla tíð notið mikilla vinsælda um allan heim.
22.08.2018
Slitlag sem lagt var á Suðurlandsveg við Landvegamót um síðustu helgi er að hluta til ónýtt. Vegagerðin vinnur að rannsókn hvað fór úrskeiðis við lagningu slitlagsins sem einnig fór illa á kafla vestan við Kirkjubæjarklaustur. Talið er að tjónið nemi hátt í tuttugu milljónum króna.
21.08.2018
Umferðarlagabrotum fjölgaði í júlí miðað við fyrri mánuði. Skráð voru 1.273 umferðarlagabrot í júlí en um 1.239 í júní. Þar af fjölgaði tilkynningum um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna nokkuð. Skráð voru 189 brot í júlí en 163 í júní síðastliðnum.
21.08.2018
Líkt og vegfarendur margir hafa tekið eftir þá hefur mikið verið að gera í viðhaldi vega í sumar. Það hefur þurft að loka vegum og fólk hefur tafist um stund vegna stórra sem smárra verka. Þessi verk eru nauðsynleg en í sumar hefur verið unnið fyrir meira fé en mörg undanfarin ár. Þetta kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar.