Fréttir

Skýrsla stjórnvalda um skatta á ökutæki og eldsneyti 2020 – 2025 komin út

Skýrsla stjórnvalda um „Skatta á ökutæki og eldsneyti 2020 – 2025“ er komin út. Þar er verið að leggja til að frá og með 1. september og til áramóta 2018/2019 verði notast við gamla útblástursgildið NEDC en fyrir bíla sem einungis munu hafa nýja gildið, WLTP, verði það lækkað um 17,36% í mótvægisaðgerðum. Þetta er m.a sem kemur fram í umfjöllun Bílgreinasambandsins um málið.

Veggjöld skiluðu yfir 700 milljónum í tekjur

Spölur tapaði um 1,8 milljörðum eftir skatta á fyrri helmingi yfirstandandi árs en hagnaðist á sama tímabili í fyrra um liðlega 307 milljónir króna. Afskriftir jukust á sama tíma um nær 2,7 milljarða króna, sem tengist því að Spölur afhendir ríkinu Hvalfjarðargöng síðar á árinu 2018. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri sem félagið birti í Kauphöll Íslands í dag.

Innköllun á Nissan Juke og Nissan NV200

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 15 Nissan Juke bifreiðar og 2 Nissan NV200 sem framleiddar voru 2017. Í ljós hefur komið að mögulegur galli í kveikjusviss gæti valdið því að bifreiðin gæti drepið á sér í akstri.

Ný tækni í þróun sem á að menga minna

Töluverð umræða hefur verið í gangi um nokkurt skeið vegna aukinnar loftmengunar frá bílum og hefur í því sambandi komið til greina að banna notkun bensín- og dísilbifreiða frá árinu 2040. Borgaryfirvöld víða um Evrópu ætla að taka á þessum vanda en loftmengun hefur aukist til muna í stærstu borgum Evrópu. Um 30 þúsund manns láta lífið á hverju ári í Bretlandi svo að rekja megi til útblásturs frá bílum.

Skýli við hraðhleðslur ON

Orka náttúrunnar hefur framleitt skýli í samvinnu við Merkingu sem sett verða upp á næstunni við hraðhleðslur ON hringinn í kringum landið. Markmiðið með skýlunum er að bæta aðstöðu viðskiptavina, verja þá og hleðsluna fyrir veðri og vindum sem og auðvelda starfsmönnum sem sinna hefðbundnu viðhaldi.

Þriðja kynslóð Kia Ceed í breyttri mynd

Nýr Kia Ceed var kynntur til leiks á bílasýningunni í Genf í vor og hefur hans verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Þetta er þriðja kynslóð Kia Ceed en þessi vinsæli hlaðbakur kemur nú í talsvert breyttri mynd. Hann hefur fengið nýtt útlit að innan sem utan og þá hefur ýmsum tækninýjungum verið bætt við bílinn sem gera hann enn betri í akstri og öruggari.

Ford hefur framleitt 10 milljónir Mustang bifreiða

Ford verksmiðjurnar hafa framleitt 10 milljónir Mustang bifreiða. Þessum sögulega áfanga var náð á dögunum en fyrsti bíllinn af þessari gerð var framleiddur í Detroit 1964. Eins og allir vita hefur Mustang alla tíð notið mikilla vinsælda um allan heim.

Nýlagðir vegakaflar ónýtir

Slitlag sem lagt var á Suðurlandsveg við Landvegamót um síðustu helgi er að hluta til ónýtt. Vegagerðin vinnur að rannsókn hvað fór úrskeiðis við lagningu slitlagsins sem einnig fór illa á kafla vestan við Kirkjubæjarklaustur. Talið er að tjónið nemi hátt í tuttugu milljónum króna.

Skráðum ölvunarakstursbrotum fjölgar

Umferðarlagabrotum fjölgaði í júlí miðað við fyrri mánuði. Skráð voru 1.273 umferðarlagabrot í júlí en um 1.239 í júní. Þar af fjölgaði tilkynningum um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna nokkuð. Skráð voru 189 brot í júlí en 163 í júní síðastliðnum.

Ráðherra segir óhjákvæmilegt að taka upp einhverskonar veggjöld

Líkt og vegfarendur margir hafa tekið eftir þá hefur mikið verið að gera í viðhaldi vega í sumar. Það hefur þurft að loka vegum og fólk hefur tafist um stund vegna stórra sem smárra verka. Þessi verk eru nauðsynleg en í sumar hefur verið unnið fyrir meira fé en mörg undanfarin ár. Þetta kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar.