03.10.2018
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ákvað þann 18. september sl. að hefja ítarlega rannsókn á því hvort BMW, Daimler (Mercedes Benz) og VW (Volkswagen, Audi, Porsche) hefðu átt í samráði, sem bryti í bága við auðhringareglugerð ESB, til að koma í veg fyrir samkeppni um þróun og innleiðingu á tæknilausnum til að hreinsa útblástursmengun frá bensín- og dísilbílum. Tilkynningin kemur nákvæmlega þremur árum eftir að dísilhneyksli Volkswagen – oft kallað Dieselgate – komst í hámæli.
03.10.2018
Stórleikarinn Robert De Niro verður sérlegur sendiherra hins nýja rafbíls Kia e-Niro og mun auglýsa hann og kynna á næstu vikum og mánuðum. Kia e-Niro verður í sviðljósinu á Alþjóðlegu bílasýningunni í París. Kia verður með margt annað spennandi í gangi á sýningunni.
02.10.2018
Umferðin á Hringveginum í nýliðnum september mánuði jókst um tæp sex prósent sem er töluvert meira en að meðaltali í september mánuði frá því árið 2005. Aukningin er hinsvegar töluvert minni en hún hefur verið undanfarin nokkur ár. Umferðin jókst mest á Suðurlandi en hún dróst saman á Norðurlandi. Það sem af er ári hefur umferðin aukist um 4,4 prósent. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.
01.10.2018
Samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandi Íslands kemur fram að sala á nýjum bílum dróst saman um tæp 24% í september. Nýskráningar í þessum mánuði voru 935 bílar en í sama mánuði í fyrra voru nýskráningar 1.266.
01.10.2018
Þjófar fara undir Volvo jeppa á bílastæði, klippa á rafkapla og skrúfa driftölvu lausa. Bílar í dag eru flóknir tæknilega og með stöðugt meiri, flóknari og dýrari búnað og íhluti. Bíræfnir þjófar sjá tækifæri í því að stela dýrum íhlutum enda eftirspurnin töluverð. Þegar bílar eldast geta tölvur, skynjarar og þægindabúnaður bilað. Bílþjófar í Evrópu hafa í vaxandi mæli snúið sér að því að stela hlutum úr bílum, eins og dýrum ljósum, loftpúðum, tölvum, stjórnbúnaði, hvarfakútum, felgum og jafnvel heilu mælaborðunum.
01.10.2018
Áhersla verður lögð á umferðaröryggi á Íslandi, sérstaklega með tilliti til vaxandi fjölda erlendra ferðamanna, á umferðarþingi sem haldið verður 5. október að Grand hóteli Reykjavík.
28.09.2018
Á sjö áratugum hefur Land Rover tekið sér bólfestu djúpt í vitund þjóðarinnar. Hann er sá sem allir hafa sína skoðun á. Hann hefur í áratugi verið og er enn víða þarfasti þjónn íslenskra bænda við bústörfin, helsti ferðafélagi á fjöllum og „költið“ í augum margra bílaáhugamanna og ferðaþjónustuaðila sem vilja helst ekki sjá neitt annað.
27.09.2018
Gjaldtöku í Hvalfjarðargöng verður hætt skömmu eftir kl.13 á morgun, föstudaginn 28. september. Eignarhaldsfélagið Spölur hf., Spölur ehf., samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið hafa lokið gerð samnings um afhendingu á Hvalfjarðargöngum til ríkisins.
25.09.2018
Tólf bílar hafa verið valdir í úrslit í valinu á Bíl ársins 2019. Það er Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) sem sér um valið á Bíl ársins en þetta í tólfta skiptið sem BÍBB stendur fyrir valinu. Alls voru 31 bílar tilnefndir í valinu. Bílunum var skipt í fjóra flokka eftir stærð en þrír efstu bílarnir í hverjum flokki komust í úrslit.
25.09.2018
Gríðarlega vel hefur gengið að grafa Dýrafjarðargöng. Nú eru verktakarnir Metrostav a.s. og Suðurverk hf. búnir að sprengja Arnarfjarðarmegin og munu gangamenn nú færa sig yfir í Dýrafjörð og klára verkið þaðan. Búið er að sprengja 69 prósent ganganna eða nánast alveg upp á hábunguna, alls 3658 metra. Hábungan liggur nær Dýrafirði en að öllu jöfnu grafa menn upp fyrir sig.