Fréttir

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

Sunnudaginn 18. nóvember verður þeirra minnst sem látist hafa í umferðarslysum á Íslandi. Efnt verður til þessarar athafnar í sjöunda sinn og er hliðstæð athöfn víða um heim að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu.

Jaguar I-Pace bíll ársins í Þýskalandi

Jaguar I-Pace bíll ársins í Þýskalandi en það voru 14 þýskir bílablaðamenn sem komust að þessari niðurstöðu um síðustu helgi. Þetta er mikill heiður fyrir breska bílaframleiðandann en þessi nýi rafbíll frá Jaugar hefur fengið frábæra dóma um allan heim.

Volkswagen Golf langsöluhæsti bíllinn í Evrópu

Volkswagen Golf er langsöluhæsti bíllinn í Evrópu en sölutölur frá 44 markaðslöndum fyrstu níu mánuði ársins liggja nú fyrir. Á þessu tímabili seldust 404.269 eintök af Volkswagen Golf og er bíllinn í algjörum sérflokki. Önnur tegund frá þýska bílaframleiðandanum, VW Golf, kemur í öðru sæti en á fyrstu níu mánuðum ársins seldust rúmlega 292 þúsund eintök af þessari tegund í Evrópu.

Ráðist verði í breikkun sem allra fyrst

Stefnt er að breikkun vegakaflans miðja vegu milli nýju gatnamótanna við Krýsuvíkurveg og gatnamótanna við Strandgötu á næstu tveimur árum. Erlendur karlmaður lést á þessum gatnamótum í umferðarslysi í gærmorgun. Hann var farþegi í annarri bifreiðinni og hefur ökumaður hennar verið úrskurðaður í farbann til 23. nóvember.

Bílabúð Benna innkallar Opel Astra bifreiðar

Að beiðni Opel hefur Bílabúð Benna innkallað 88 Opel Astra bifreiðar af árgerðunum 2016 og 2017 og 18 Opel Mokka bifreiðar af árgerðunum 2017 og 2018. Um er að ræða bifreiðar með 1.4L bensínvélum.

Tölfræði sem sýnir alvarlega þróun í vímuefnaakstri

Alvarlegum umferðarslysum vegna aksturs undir áhrifum vímuefna hefur fjölgað gríðarlega. Þannig er aukin fíkniefnaneysla ekki aðeins hættuleg notendum efnanna heldur öllum vegfarendum.

Rafbíll frá Porsche væntanlegur á markað

Fleiri bílaframleiðendur vinna að framleiðslu rafbíla en ljóst að þeir muni auka hlutdeild sína til muna á bílamarkaðnum á næstu árum. Á dögunum kom fram í þýskum fjölmiðlum að þýski bílaframleiðandinn Porsche ætlar ekki að sitja eftir í þessum efnum. Fljótlega á næsta ári kemur á markaðinn nýr bíll frá fyrirtækinu.

Ekkert lát á sölu rafbíla í Noregi

Norðmenn hafa verið mjög áhugasamir um rafbíla og í dag er um 145.000 rafbílar skráðir í landinu. Langflestir bílanna eru á Osló-svæðinu en þeim fer jafnt og þétt fjölgandi á landsbyggðinni.

Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins hefur ekki áhyggjur af markaðnum

Septembermánuður var þriðji mesti í sölu bifreiða hér á landi frá 2008. Þegar hátt í tíu mánuðir eru liðnir af árinu hafa 16.400 bifreiðar verið seldar. Í samtali við Maríu Jónu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins í Morgunblaðinu í dag hefur hún ekki áhyggjur af markaðnum.

Hyundai merki ársins

Hyundai Motor er farsælasta „merki ársins 2018“ (Brand of the Year 2018) að mati yfirdómnefndar Red Dot Design Award sem tilkynnt hefur fyrirtækinu um aðalverðlaunin í ár sem afhent verða við hátíðlega athöfn í Berlín þann 26. október.