Fréttir

Mest ekið á föstudögum á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í september jókst um 1,5 prósent en það er minnsta aukningin í einum mánuði á þessu ári. Þetta er einnig mun minni aukning en að meðaltali í september áranna 2005-2018. Umferðin á svæðinu hefur aukist í ár um 2,7 prósent sem er einungis einn þriðji þess sem aukning var á sama tíma í fyrra.

BL innkallar 137 Subaru bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi Subaru Legacy og Subaru Outback bifreiðar af árgerðunum 2010 til 2014. Um er að ræða 137 bifreiðar.

Volvo V60 bíll ársins

Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) stendur á ári hverju fyrir vali á Bíl ársins og var valið tilkynnt við athöfn í húsnæði Blaðamannafélags Íslands í gærkvöldi. Sigurvegarinn í ár var Volvo V60. Þetta árið var 31 bíll sem uppfyllti það skilyrði að vera gjaldgengur í valinu, en bílarnir þurfa annaðhvort að vera nýir bílar eða af nýrri kynslóð.

Framkvæmdastjórn ESB rannsakar mögulegt samráð BMW, Benz og VW

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ákvað þann 18. september sl. að hefja ítarlega rannsókn á því hvort BMW, Daimler (Mercedes Benz) og VW (Volkswagen, Audi, Porsche) hefðu átt í samráði, sem bryti í bága við auðhringareglugerð ESB, til að koma í veg fyrir samkeppni um þróun og innleiðingu á tæknilausnum til að hreinsa útblástursmengun frá bensín- og dísilbílum. Tilkynningin kemur nákvæmlega þremur árum eftir að dísilhneyksli Volkswagen – oft kallað Dieselgate – komst í hámæli. 

Kia sýnir nýjasta rafbílinn í París

Stórleikarinn Robert De Niro verður sérlegur sendiherra hins nýja rafbíls Kia e-Niro og mun auglýsa hann og kynna á næstu vikum og mánuðum. Kia e-Niro verður í sviðljósinu á Alþjóðlegu bílasýningunni í París. Kia verður með margt annað spennandi í gangi á sýningunni.

Umferð á Hringveginum jókst í september

Umferðin á Hringveginum í nýliðnum september mánuði jókst um tæp sex prósent sem er töluvert meira en að meðaltali í september mánuði frá því árið 2005. Aukningin er hinsvegar töluvert minni en hún hefur verið undanfarin nokkur ár. Umferðin jókst mest á Suðurlandi en hún dróst saman á Norðurlandi. Það sem af er ári hefur umferðin aukist um 4,4 prósent. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Sala á rafmagnsbílum eykst talsvert

Samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandi Íslands kemur fram að sala á nýjum bílum dróst saman um tæp 24% í september. Nýskráningar í þessum mánuði voru 935 bílar en í sama mánuði í fyrra voru nýskráningar 1.266.

Bíræfnir þjófar stela stýritölvu við afturdrif úr Volvo jeppa á bílastæði

Þjófar fara undir Volvo jeppa á bílastæði, klippa á rafkapla og skrúfa driftölvu lausa. Bílar í dag eru flóknir tæknilega og með stöðugt meiri, flóknari og dýrari búnað og íhluti. Bíræfnir þjófar sjá tækifæri í því að stela dýrum íhlutum enda eftirspurnin töluverð. Þegar bílar eldast geta tölvur, skynjarar og þægindabúnaður bilað. Bílþjófar í Evrópu hafa í vaxandi mæli snúið sér að því að stela hlutum úr bílum, eins og dýrum ljósum, loftpúðum, tölvum, stjórnbúnaði, hvarfakútum, felgum og jafnvel heilu mælaborðunum.

Umferðarþing – áhersla lögð á umferðaröryggi

Áhersla verður lögð á umferðaröryggi á Íslandi, sérstaklega með tilliti til vaxandi fjölda erlendra ferðamanna, á umferðarþingi sem haldið verður 5. október að Grand hóteli Reykjavík.

Hátíðarsýning í tilefni 70 ára afmælis Land Rover

Á sjö áratugum hefur Land Rover tekið sér bólfestu djúpt í vitund þjóðarinnar. Hann er sá sem allir hafa sína skoðun á. Hann hefur í áratugi verið og er enn víða þarfasti þjónn íslenskra bænda við bústörfin, helsti ferðafélagi á fjöllum og „költið“ í augum margra bílaáhugamanna og ferðaþjónustuaðila sem vilja helst ekki sjá neitt annað.