Fréttir

Innkalla þarf 64 Kia Picanto TA bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju að innkalla þurfi 64 Kia Picanto TA bifreiðar af árgerðinni 2011-2012. Ástæða innköllunarinnar er að eldsneytishosur milli eldsneytistanks og áfyllingarrörs gætu verið gallaðar og valdið leka.

Áætlað að gjaldtakan skili milljarði króna í tekjum á ári

Ef áætlanir ganga eftir verða Vaðlaheiðargöng opnuð fyrir umferð 1. desember nk. Í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag kemur fram að gera megi ráð fyrir því að bílar sem vega yfir þrjú og hálft tonn verði rukkaðir um allt að sex þúsund krónur en gjaldið fyrir minni bíla verði tæplega tvö þúsund krónur.

Keppni rafbíla í nákvæmnisakstri

Mikil spenna lá í loftinu við höfuðstöðvar Orku Náttúrunnar þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Líf Magneudóttir formaður umhverfisráðs Reykjavíkur ræstu af stað níu rafmagnsbíla sem taka þátt í tveggja daga nákvæmnisaksturskeppni. eRally Iceland 2018 er hluti af alþjóðlegu meistaramóti rafbíla FIA í nákvæmnisakstri sem fer fram víðsvegar um heiminn.

Tilkynning um álagningu vanrækslugjalds

Þann 2. október mun vanrækslugjald leggjast á farartæki og ferðavagna sem koma áttu inn til skoðunar fyrir 1. ágúst.

Rafbílavæðingin - erum við tilbúin?

Fimmtudaginn 20. september 2018 heldur Akstursíþróttasambands Íslands (AKÍS) fagfund um áskoranir og breytingar sem fylgja rafbílavæðingunni.

Hækkun bílaskatta í fjárlagafrumvarpinu.

Það verður rúmlega átta þúsund krónum dýrara að reka meðalfjölskyldubíl á ári, verði hækkanir í fjárlagafrumvarpinu að veruleika.

Tilkynningar um innkallanir á bílum frá Neytendastofu

Fram kemur á heimasíðu Neytendastofu að Toyota á Íslandi þurfi að innkalla 329 Toyota bíla. Þá þarf bílaumboðið Askja að innkalla 64 Kia bíla.

Samanburður á bílalánum

Vefsíðan Aurbjörg – www.aurbjorg.is – er samstarfsverkefni áhugasamra aðila um aukið fjármálalæsi og miðlun upplýsinga um lánskjör og fjármál til neytenda.

Aukning í lánum til bílakaupa

Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að nýjar lánveitingar til íslenskra heimila vegna bílakaupa hafi verið 14,1 milljarður króna á síðustu 12 mánuðum.

Umferðalagabrotum fjölgar þrátt fyrir hærri sektir

Hækkun á sektum virðist enn sem komið ekki hafa mikil áhrif á notkun ökumanna á snjallsíma undir stýri. Þrátt fyrir nýja reglugerð um sektir og önnur viðurlög fyrir umferðarlagabrot sem tóku gildi 1. maí þar sem hækkun á sektum er veruleg virðist hún ennþá ekki hafa áhrif á þessa hegðun.